Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 6
 Írönsk stjórnvöld hafa látið lausa þrjá finnska starfs- menn Nokia Siemens Networks sem voru teknir við fiskveiðar á Persaflóa á laugardaginn og eru mennirnir komnir til Dubai þar sem þeir vinna. Að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat rak bát mannanna inn á íranskt vatn. Finnska utanríkisráðuneytið fékk vitneskju um handtöku mann- anna á laugardag en ekki var greint frá málinu fyrr en í kvöld- fréttum MTV3 í Finnlandi á þriðju- dagskvöld. Að sögn Esa Hurtig, sérfræðings í málefnum Dubai, sögðu írönsk stjórnvöld að menn- irnir væru ekki í hættu og að vel færi um þá. Mennirnir fengu þó ekki að tala við fjölskyldur sínar. Ilkka Kanerva, utanríkisráð- herra Finna, kvaðst vera ánægður með að mennirnir hefðu verið látnir lausir. Vel hafi gengið að vinna með írönskum stjórnvöld- um að lausn málsins. „Við trúum því að þessir menn hafi komið óvart inn á íranskt vatn,“ segir Ahmad Shamsi hjá íranska sendiráðinu í Helsinki. „Finnar skilja aldrei þegar um við- kvæm mörk er að ræða þar sem fara þarf varlega,“ segir Hurtig. Ekki er langt síðan Íranar hand- tóku fimmtán breska dáta í Persa- flóa og héldu þeim föngnum í tvær vikur. Hluti verkamanna við Kárahnjúka reyndust með jákvæða svörun við prófi vegna hugsanlegs berklasmits. Ástæða þótti því til að senda nokkra úr hópnum í lungnamynda- töku til öryggis, en niðurstöður úr henni liggja ekki fyrir. „Það er ekkert sem vekur óróa um að á Kárahnjúkum sé dulið berklasmit í gangi,“ segir Sigurður Þórarinsson, yfirlæknir Heilbrigð- isstofnunar Austurlands. Sigurður segir að það sé „vitað mál að ef maður prófar útlendinga þá er stór hluti þeirra að svara eitthvað. En ef menn eru veikir þá fá þeir mikla svörun, það var enginn svoleiðis.“ Mennirnir voru prófaðir vegna berklasmits sem greindist í portú- galskri stúlku í síðasta mánuði. Nú er búið að prófa tvo þriðju þeirra rúmlega eitt hundrað verkamanna sem taldir voru í áhættuhópi um að hafa smitað eða smitast af stúlkunni, sem var sett í einangrun á Landsspítalan- um. „Það hefur enginn grunur vakn- að um að fleiri séu smitaðir eða að einhver annar sé að smita,“ segir Sigurður og telur, miðað við þess- ar fyrstu niðurstöður, að allt eins megi telja að því að smitaði sjúk- lingurinn hafi smitast erlendis. Berklasvörun meðal nokkurra Tveir 16 ára piltar voru heppnir þegar þeir köstuðust af sæþotu á Arnarnesvogi á þriðjudagskvöld. Piltarnir syntu í land en varð ekki meint af volkinu. Piltarnir voru um 50 metra frá landi og að sögn lögreglunnar er nokkur straumur á þessum slóðum. Sæþotan flaut fljótt frá piltunum og því afréðu þeir að synda til lands. Sæþotuna rak í átt að Kópavogshöfn og var lögreglubátur sendur á eftir henni. Piltarnir voru vel búnir og voru í góðum blautbúningum. Köstuðust af sæþotu Davíð Oddsson, formað- ur bankastjórnar Seðlabankans, er orðinn launahæsti embættismaður landsins eftir að bankaráð hækkaði laun seðlabankastjóra. Bankaráðið ákvað fyrir viku að hækka mánaðarlaun seðlabanka- stjóranna þriggja um 200 þúsund krónur. Sem formaður banka- stjórnar fékk Davíð Oddsson aðal- bankastjóri samtals 19 milljónir króna í laun á árinu 2006. Það gera um 1.583 þúsund krónur í mánað- arlaun. Eiríkur Guðnason seðla- bankastjóri fékk samtals 16,4 millj- ónir króna eða sem svarar til 1.367 þúsund króna á mánuði. Þriðji seðlabankastjórinn, Ingimundur Friðriksson, sat aðeins í banka- stjórastólnum frá 1. september. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá því að föst laun seðlabanka- stjóra hefðu fyrir hækkun verið 1.200 þúsund krónur og myndu hækka í 1.400 þúsund krónur; um 100 þúsund krónur strax og aðrar 100 krónur næstu áramót. Föstu launin segja hins vegar ekki alla söguna því auk þeirra fær formað- ur bankastjórnar greitt 8 prósent álag á laun sín og námu föst mán- aðarlaun Davíðs í fyrra því 1.310 þúsund krónum. Þess utan fékk Davíð aukalega greidda sömu upp- hæð og formaður bankaráðs fær fyrir setu sínu í ráðinu, það eru 220 þúsund krónur á mánuði. Hinir seðlabankastjórarnir tveir fá auka- lega greidda sömu upphæð og óbreyttir fulltrúar í bankaráði, eða 110 þúsund krónur á mánuði. Eftir hækkunina verða heildar- laun aðalbankastjórans Davíðs Oddssonar 1.783 þúsund krónur á mánuði. Hinir bankastjórarnir tveir fá 1.567 þúsund krónur. Til samanburðar eru mánaðar- laun forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, 1.619 þúsund krónur og laun Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra 966 þúsund krónur. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær byggðist ákvörðun bankaráðs- ins um launahækkun seðlabanka- stjóranna á því að bankastjórarnir hafa, vegna samkeppni um starfs- krafta, hækkað laun næstu undir- manna svo mikið að þau voru farin að höggva nærri þeirra eigin laun- um. „Almennt talið telur bankaráð eðlilegt að bilið sé áþekkt því sem það hefur jafnan verið,“ segir Helgi S. Guðmundsson, formaður banka- ráðs, í svari til Fréttablaðsins. Hann svarar hins vegar ekki hver laun umræddra millistjórnenda eru: „Laun annarra starfsmanna bank- ans en bankastjóra eru trúnaðar- mál,“ segir formaður bankaráðs. Davíð launahærri en forseti Íslands Með hækkun launa seðlabankastjóra er Davíð Oddsson aðalbankastjóri kom- inn fram úr forseta Íslands í launum og orðinn launahæsti embættismaður landsins með 1.783 þúsund krónur á mánuði. Forseti Íslands fær 1.619 þúsund. Nýjung í ræstingum – þú nærð hærra með UniFlex afþurrkunarsettinu R V 62 33 UniFlex afþurrkunarsett og 2 örtrefjamoppur 1.398,- Henrietta Holz Jensen sölumaður í útibúi RV í Danmörku N ú á ti lb oð i! il i Ætlar þú í laxveiði í sumar? Finnst þér að Eyjólfur Sverr- isson landsliðsþjálfari eigi að segja af sér?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.