Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 29
Nú fer í hönd sá árstími sem hvað flest- ir eru á ferð- inni. Það hefur væntanlega ekki farið fram- hjá mörgum að mikil aukning hefur orðið á hvers konar eftirvögnum á þjóðvegum og þá einkanlega hjólhýsum. Á síðustu þremur árum hefur skráðum hjólhýsum fjölgað úr 747 árið 2004 í 1986 í lok síðasta árs. Allt stefnir í metár nýskrán- inga hjólhýsa á þessu ári. Mikið hefur verið rætt um hættuna sem felst í því að aka með hjólhýsi í eftirdragi, ef ekki er farið að regl- um um heildarþyngd eftirvagns- ins miðað við ökutækið sem dreg- ur. Um það gilda ákveðnar reglur sem fólk ætti að kynna sér í þaula áður en það kaupir sér hjólhýsi. Allar upplýsingar um þær reglur má finna á www.us.is. Af reynslu minni getur verið varhugavert að fara eftir þeim leiðbeiningum sem söluaðil- ar gefa en borið hefur á misvís- andi „ráðleggingum“ frá mis- vitrum sölumönnum. Í skrán- ingarskírteini bílsins koma fram upplýsingar um þá þyngd sem leyfilegt er að draga á viðkom- andi bíl. En það er önnur hætta sem fylgir færanlegum hýbýl- um manna og ekki síður nauð- synlegt að huga að. Nær öll hjól- hýsi og aðrir íverustaðir fólks á ferðalögum, hafa að geyma gas- kúta sem notaðir eru sem orku- gjafi fyrir eldun, upphitun og fl. Gasið er lyktarlítið og sést ekki og getur því valdið mikilli hættu, leki það út af einhverjum orsökum. Helsta hættan skap- ast að nóttu til þegar fólk er sof- andi. Það er því jafn nauðsynlegt að hafa gasskynjara í hjólhýs- inu, fellihýsinu, tjaldvagninum og húsbílnum og reykskynjara. Reyndar er nauðsynlegt að hafa gasskynjara alls staðar þar sem gas er notað - hvort sem það er í sumarhúsinu, heimilinu eða í færanlegum hýbýlum á ferða- lögum. Þótt allrar varúðar sé gætt og menn telji sig vera með fullkominn búnað, er ekkert svo fullkomið að það geti ekki bilað. Þá ríður á að gasskynjari sé til staðar ef gas lekur óhindrað út í andrúmsloftið. Með aukinni notkun hjólhýsa, og annarra eftirvagna á tjaldstæð- um landsins, er vert að benda fólki á að það krefst leikni að leggja slíkum tækjum, t.d. bakka þeim í ákveðin stæði. Fara þarf sérstak- lega varlega þar sem börn geta hæglega leynst utan við sjónlínu ökumannsins. Góð regla er að hafa alltaf aðstoðarmann sem leiðbein- ir þegar bakkað er við þessar að- stæður eða stíga einfaldlega út úr bílnum og athuga vel aðstæður áður en bakkað er. Að lokum skal bent á að eftir- vagnar taka í sig mikinn vind og því er fólki ráðlegt að athuga vel veðurspána áður en lagt er í ferða- lag með eftirvagn, hvort um er að ræða hjólhýsi, hestakerru, tjald- vagn, fellihýsi eða annað sem tekur í sig vind. Síðar í þessum mánuði munu VÍS og Frumherji bjóða eigendum eftirvagna end- urgjaldslausa skoðun og er fólk hvatt til þess að nýta sér það tæki- færi. Kapp er best með forsjá. Hugum að öryggismálunum fyrst og fremst. Líf og heilsa eru í húfi. Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS Hjólhýsi - slysagildrur á hjólum? Áliðnu hausti gaf Samfylkingin út umhverfisstefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland. Í kjöl- farið var tekin víðtæk umræða um þau rannsóknarleyfi sem fyrir lágu frá orkufyrirtækjum er varð- ar Brennisteinsfjöll. Sú umræða leiddi til þess að stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS hf.) ákvað að draga sameiginlega umsókn sína með Orkuveitu Reykjavíkur (OR hf.) til baka. Bæjarstjórn Hafn- arfjarðar hvatti í ályktun stjórnir OR hf. og Landsvirkjunar að fylgja eftir jákvæðu fordæmi HS hf. Það hefur verið mikilvægt að vera þátttak- andi í þessu ferli og geta stutt við það á beinan hátt sem stjórnarmað- ur í HS hf. og forseti bæjar- stjórnar í Hafn- arfirði. Í grein minni í Fréttablaðinu 2. nóvember sl. er minnt ítrekað á verndargildi Brennisteinsfjalla. Á sama hátt er tekið fram að orkufyrirtækin verði öll að stíga nú fram og draga til baka umsóknir um rannsókn- arleyfi á viðkvæmum svæðum og einbeiti sér að því með umhverfis- ráðuneytinu og iðnaðarráðuneyt- inu að skipuleggja úthlutun rann- sóknarleyfa á svæðum sem þegar hefur verið raskað en hlífa hinum. Það er jafnmikilvægt fyrir orku- fyrirtækin að hafa tækifæri til framþróunar um leið og sátt verð- ur að ríkja um þau verkefni sem unnið er að. Ég er sannfærður að með því að hlífa Brennisteinsfjöll- um muni skapast aukin og virkari samræða um aðra betri rannsókn- arkosti. Í stjórnarsáttmála nýrrar rík- isstjórnar Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks er vikið að því að sér- stök áhersla verði lögð á að meta verndargildi háhitasvæða landsins og flokka þau með tilliti til verndar og orkunýtingar. Stefnt verður að því að ljúka vinnu við rammaáætl- un fyrir lok árs 2009 og leggja nið- urstöðuna fyrir Alþingi til form- legrar afgreiðslu. Þar til sú niður- staða er fengin verði ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Al- þingis, nema rannsóknar- eða nýt- ingarleyfi liggi fyrir. Sátt verður því að skapast um þau rannsókn- ar- eða nýtingarleyfi sem þegar liggja fyrir. Nokkur svæði, sem talin eru mikilvæg út frá verndunarsjónar- miðum af stofnunum umhverfis- ráðuneytisins, verða nú undanskil- in nýtingu og jarðrask þar óheim- ilt þar til framtíðarflokkun hefur farið fram í samræmi við staðfest- ar niðurstöður hinnar endurskoð- uðu rammaáætlunar. Slík svæði eru m.a. Askja, Brennisteinsfjöll, Hveravellir, Kerlingafjöll, Kverk- fjöll og Torfajökull. Brennisteins- fjöllin eru svo sannarlega komin á dagskrá – Til hamingju ! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Brennisteins- fjöll á dagskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.