Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 66
Spennusagan Grafarþögn eftir Arnald Indriðason hlaut frönsku bókmenntaverðlaunin Grand Prix des Lectrice de Elle í síðustu viku. Þetta eru önnur þarlendu verð- launin sem bókin hlýtur en þess má geta að saga hans Mýrin hefur einnig hlotið tvenn frönsk bók- menntaverðlaun. Grand Prix des Lectrice de Elle eru þekkt verðlaun í Frakk- landi sem hafa verið veitt í fag- urbókmenntum frá 1970 og fyrir glæpasögur frá 2003. Verðlaunin hafa áður hlotið bækur á borð við Tell No One eftir Harlan Coben og Shutter Island eftir Dennis Lehane. Arnaldur lofaður Tónlistarhópurinn adapter gengst nú í annað sinn fyrir tónlistarhátíðinni frum- en markmið hennar er að vera vettvangur fyrir flutning samtímatónlistar í Reykja- vík. Að þessu sinni verða frumflutt sjö verk eftir þýsk og íslensk tónskáld auk þess sem leitað verður í sarp ítalsks tónasmiðs sem er fáheyrður hér á landi og efnt til Feldman-maraþons. Gunnhildur Einarsdóttir, hörpu- leikari og einn forsprakka adapter, segir að hátíðin í fyrra hafi mælst afar vel fyrir, einkum hjá tónlist- aráhugafólki sem fagnaði tæki- færi til að hlýða á verk frægari tónskálda 20. aldarinnar. „Okkur fannst um að gera að endurtaka leikinn,“ segir Gunnhildur en afar góð stemning skapaðist í Iðnó þar sem tónleikarnir fóru fram. Nú er stefnan sett á Kjarvalsstaði en þar heldur adapter þrenna tónleika en hópinn skipa auk Gunnhildar þau Kristjana Helgadóttir sem leik- ur á flautur, Ingólfur Vilhjálmsson klarinettuleikari, píanóleikararnir Marc Tritschler og Elmar Schram- mel og slagverksleikarinn Matthias Engler. Hinir fyrstu fara fram kl. 20 annað kvöld en þá verða frum- flutt sjö verk. Þrjú verkanna eru eftir íslensk tónskáld; Atla Ingólfs- son, Davíð Brynjar Franzson og Inga Garðar Erlendsson. Hin fjög- ur eru eftir þýsku tónskáldin Tom Rojo Poller, Asmus Trausch, Se- bastian Winkler og Yoav Pasovsky. Stjórnandi verður Manuel Nawri. Tónleikar þessir eru liður í þýsk- íslensku samstarfsverkefni adap- ater og tónskáldafélagins Klang- netz sem starfar í Berlín en meðal markmiða þess er að rannsaka nýjar leiðir til þess að flytja sam- tímatónlist í samvinnu við aðrar listgreinar. „adapter er í grunninn þýsk-íslenskt samstarfsverkefni, við höfum starfað mikið með þýsk- um tónskáldum og listamönnum og vildum skipuleggja stærra verkefni í kringum það,“ útskýrir Gunnhild- ur. Hópurinn leitaði til tónskáld- anna sjö sem öll sömdu verk fyrir óvenjulega hljóðfæraskipan kvint- ettsins sem myndar kjarna adapter. Gunnhildur segir að verkefni þetta hafi heppnast afar vel: „Við héldum þrenna tónleika í Þýskalandi með þessari efnisskrá og fengum mjög góð viðbrögð,“ segir hún og árétt- ar að Íslendingar mæti miklum vel- vilja hjá Þjóðverjum. Gunnhildur segir verkin afar kraftmikil og for- vitnileg. „Þau eru samin fyrir sömu hljóðfærin og eru öll afar ólík. Það er áhugavert að heyra hversu mis- munandi slík verk eru þó að þau séu samin á sama tíma fyrir sama tilefni.“ Hópurinn endurnýjar kynni hlustenda af tónskáldinu Franco Donatoni á tónleikum laugardags- kvöldins en verk eftir hann var flutt á síðustu frum-hátíð. Nú leika félagar hópsins fimm mismun- andi einleiksverk þessa ítalska tón- skálds sem ekki hljóma oft hér á landi. „Donatoni samdi mikið af einleiksstykkjum fyrir alls konar hljóðfæri. Hann var sérstakt tón- skáld með sérstætt tónamál,“ segir Gunnhildur og bætir við að verk- in séu afar virtuósísk og krefjandi fyrir tónlistarfólkið. Körfurnar á listamennina verða ekki minni á sunnudaginn þegar flautuleikarinn Kristjana, Matthias slagverksleikari og Elmar Schram- mel píanóleikari flytja verk Mort- ons Feldman „For Philip Guston“ frá árinu 1984. Gerður var góður rómur að flutningi hópsins á verk- inu „Crippled Symmetry“ í fyrra en hann tók hálfan annan tíma. „Nú göngum við alla leið og flytjum verk sem verður tæpir fimm tímar,“ út- skýrir Gunnhildur og spaugar með að hún sé ekki alveg viss hvern- ig flytjendurnir muni halda út það maraþon. „Þetta verður ábyggilega talsvert álag en Matthias og Elmar hafa spilað það áður.“ Hún segir að verkið sé mikil upplifun fyrir hlust- endur en ekki sé ætlast til þess að þeir sitji við allan tímann heldur geti þeir komið og farið. „Verkið var samið til flutnings á listasafni og er tileinkað vini Feldmans sem var málari. Ég hvet bara fólk til þess að koma og skora á það að sitja sem lengst – þetta verður alveg einstakt ferða- lag inn í magnaðan tónheim. Tón- listin hans Feldmans er afar falleg og mjög hæg, það er vart hægt að lýsa henni.“ Tónleikarnir á sunnudaginn hefj- ast kl. 12 og standa til kl. 17. Þeir fara fram í einum hliðarsal Kjar- valsstaða. 4 5 6 7 8 9 10 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.