Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 66

Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 66
Spennusagan Grafarþögn eftir Arnald Indriðason hlaut frönsku bókmenntaverðlaunin Grand Prix des Lectrice de Elle í síðustu viku. Þetta eru önnur þarlendu verð- launin sem bókin hlýtur en þess má geta að saga hans Mýrin hefur einnig hlotið tvenn frönsk bók- menntaverðlaun. Grand Prix des Lectrice de Elle eru þekkt verðlaun í Frakk- landi sem hafa verið veitt í fag- urbókmenntum frá 1970 og fyrir glæpasögur frá 2003. Verðlaunin hafa áður hlotið bækur á borð við Tell No One eftir Harlan Coben og Shutter Island eftir Dennis Lehane. Arnaldur lofaður Tónlistarhópurinn adapter gengst nú í annað sinn fyrir tónlistarhátíðinni frum- en markmið hennar er að vera vettvangur fyrir flutning samtímatónlistar í Reykja- vík. Að þessu sinni verða frumflutt sjö verk eftir þýsk og íslensk tónskáld auk þess sem leitað verður í sarp ítalsks tónasmiðs sem er fáheyrður hér á landi og efnt til Feldman-maraþons. Gunnhildur Einarsdóttir, hörpu- leikari og einn forsprakka adapter, segir að hátíðin í fyrra hafi mælst afar vel fyrir, einkum hjá tónlist- aráhugafólki sem fagnaði tæki- færi til að hlýða á verk frægari tónskálda 20. aldarinnar. „Okkur fannst um að gera að endurtaka leikinn,“ segir Gunnhildur en afar góð stemning skapaðist í Iðnó þar sem tónleikarnir fóru fram. Nú er stefnan sett á Kjarvalsstaði en þar heldur adapter þrenna tónleika en hópinn skipa auk Gunnhildar þau Kristjana Helgadóttir sem leik- ur á flautur, Ingólfur Vilhjálmsson klarinettuleikari, píanóleikararnir Marc Tritschler og Elmar Schram- mel og slagverksleikarinn Matthias Engler. Hinir fyrstu fara fram kl. 20 annað kvöld en þá verða frum- flutt sjö verk. Þrjú verkanna eru eftir íslensk tónskáld; Atla Ingólfs- son, Davíð Brynjar Franzson og Inga Garðar Erlendsson. Hin fjög- ur eru eftir þýsku tónskáldin Tom Rojo Poller, Asmus Trausch, Se- bastian Winkler og Yoav Pasovsky. Stjórnandi verður Manuel Nawri. Tónleikar þessir eru liður í þýsk- íslensku samstarfsverkefni adap- ater og tónskáldafélagins Klang- netz sem starfar í Berlín en meðal markmiða þess er að rannsaka nýjar leiðir til þess að flytja sam- tímatónlist í samvinnu við aðrar listgreinar. „adapter er í grunninn þýsk-íslenskt samstarfsverkefni, við höfum starfað mikið með þýsk- um tónskáldum og listamönnum og vildum skipuleggja stærra verkefni í kringum það,“ útskýrir Gunnhild- ur. Hópurinn leitaði til tónskáld- anna sjö sem öll sömdu verk fyrir óvenjulega hljóðfæraskipan kvint- ettsins sem myndar kjarna adapter. Gunnhildur segir að verkefni þetta hafi heppnast afar vel: „Við héldum þrenna tónleika í Þýskalandi með þessari efnisskrá og fengum mjög góð viðbrögð,“ segir hún og árétt- ar að Íslendingar mæti miklum vel- vilja hjá Þjóðverjum. Gunnhildur segir verkin afar kraftmikil og for- vitnileg. „Þau eru samin fyrir sömu hljóðfærin og eru öll afar ólík. Það er áhugavert að heyra hversu mis- munandi slík verk eru þó að þau séu samin á sama tíma fyrir sama tilefni.“ Hópurinn endurnýjar kynni hlustenda af tónskáldinu Franco Donatoni á tónleikum laugardags- kvöldins en verk eftir hann var flutt á síðustu frum-hátíð. Nú leika félagar hópsins fimm mismun- andi einleiksverk þessa ítalska tón- skálds sem ekki hljóma oft hér á landi. „Donatoni samdi mikið af einleiksstykkjum fyrir alls konar hljóðfæri. Hann var sérstakt tón- skáld með sérstætt tónamál,“ segir Gunnhildur og bætir við að verk- in séu afar virtuósísk og krefjandi fyrir tónlistarfólkið. Körfurnar á listamennina verða ekki minni á sunnudaginn þegar flautuleikarinn Kristjana, Matthias slagverksleikari og Elmar Schram- mel píanóleikari flytja verk Mort- ons Feldman „For Philip Guston“ frá árinu 1984. Gerður var góður rómur að flutningi hópsins á verk- inu „Crippled Symmetry“ í fyrra en hann tók hálfan annan tíma. „Nú göngum við alla leið og flytjum verk sem verður tæpir fimm tímar,“ út- skýrir Gunnhildur og spaugar með að hún sé ekki alveg viss hvern- ig flytjendurnir muni halda út það maraþon. „Þetta verður ábyggilega talsvert álag en Matthias og Elmar hafa spilað það áður.“ Hún segir að verkið sé mikil upplifun fyrir hlust- endur en ekki sé ætlast til þess að þeir sitji við allan tímann heldur geti þeir komið og farið. „Verkið var samið til flutnings á listasafni og er tileinkað vini Feldmans sem var málari. Ég hvet bara fólk til þess að koma og skora á það að sitja sem lengst – þetta verður alveg einstakt ferða- lag inn í magnaðan tónheim. Tón- listin hans Feldmans er afar falleg og mjög hæg, það er vart hægt að lýsa henni.“ Tónleikarnir á sunnudaginn hefj- ast kl. 12 og standa til kl. 17. Þeir fara fram í einum hliðarsal Kjar- valsstaða. 4 5 6 7 8 9 10 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.