Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 24
[Hlutabréf] Landsbankinn spáir því að Seðla- bankinn byrji að lækka stýrivexti í nóvember á þessu ári og að vext- irnir verði komnir niður í 13,75 prósent um áramót. Ári síðar verði þeir komnir niður í 9,0 prósent en í 6,0 prósent síðla árs 2009. Í hagspá bankans fyrir árin 2007 til 2010, sem kynnt var í gærmorg- un, segir að fasteignamarkaðurinn hafi ekki kólnað líkt og gert hafi verið ráð fyrir í síðustu spá bank- ans í september í fyrra. Hafi það leitt til minnkandi þenslu á vinnu- markaði. Sömuleiðis hafi gengi krónunnar þróast á annan veg en reiknað hafði verið með. Björn Rúnar Guðmundsson, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir Seðlabank- ann standa frammi fyrir vanda við núverandi aðstæður. Geti hann ekki réttlætt of mikla vaxtalækk- un vegna efnahagsleg ójafnvægis sem setji þrýsting til hækkunar á gengi krónunnar. Spá lækkun stýri- vaxta í nóvember Japanska matsfyrirtækið Rating and Investment Information (R&I) tilkynnti í gær að það hefði gefið Kaupþingi banka hf. lánshæfisein- kunnina A+. Að mati fyrirtækisins eru horfur fyrir lánshæfiseinkunn bankans stöðugar. Í fréttatilkynningu frá Kaup- þingi er haft eftir Guðna Aðal- steinssyni, framkvæmdastjóra Fjárstýringar Kaupþings, að góð lánshæfiseinkunn frá R&I muni styrkja Kaupþing enn frekar til að koma til móts við núverandi fjár- festa og laða að nýja. R&I er þriðja matsfyrirtækið sem metur Kaupþing banka. Bank- inn hefur langtímaeinkunnirnar Aa3 frá Moody‘s Investor Service og A frá Fitch Ratings. Kaupþing fær A+ Peningaskápurinn ... Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Innovate Holdings í Bret- landi. Kaupverð er um fjórir milljarðar króna og verður greitt með útgáfu nýs hlutafjár. Eigendur Inn- ovate verða á meðal stærstu hluthafa Eimskips. Eimskip hefur keypt allt hluta- fé breska félagsins Innovate Hold- ings. Í fyrra fjárfesti Eimskip í fé- laginu og átti því fyrir 45 prósenta hlut. Kaupverðið, um 30,3 milljón- ir punda eða tæpir fjórir milljarðar íslenskra króna, verður greitt með útgáfu nýs hlutafjár í Eimskipafé- laginu. Eigendur Innovate verða eftir út- gáfu nýs hlutafjár meðal stærstu hluthafa Eimskipafélagsins með tæplega fimm prósenta eignarhlut. Þeir munu jafnframt verða hluti af nýju stjórnendateymi sem ætlað er að leiða starfsemi Eimskips sem snýr að kæli- og frystiflutningum innan Eimskips um allan heim. Á kynningarfundi í gær sögðu þremenningarnir ánægðir með bítt- in. „Ástæða þess að við skiptum bréfum okkur með glöðu geði fyrir bréf í Eimskipi er að við vitum að félagið á mikinn vöxt inni,“ sagði Stephen Savage, einn eigendanna. Þá sögðust þeir jafnframt hafa áhuga á að bæta við hlut sinn í Eim- skipafélaginu í framtíðinni. Það myndu þeir líklega gera við næsta hlutafjárútboð. Engar ákvarðan- ir hafa verið teknar um hvort ein- hver þeirra, og hver, sest í stjórn félagsins. Innovate heldur nafni sínu, að minnsta kosti fyrst um sinn. „Inn- ovate er sterkt vörumerki í Bret- landi og í því liggja mikil verðmæti. Varlega þyrfti að fara í að leggja það niður. En við sjáum fyrir okkur að með tímanum muni öll félög innan Eimskipafélagsins bera sama nafn.“ Innovate er sérhæft í hitastýrð- um flutningum. Ársvelta þess árið 2006 nam 24 milljörðum króna. Fé- lagið gerir út tólf hundruð flutn- ingabíla og tengivagna og hjá því starfa um tvö þúsund manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.