Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 78
 Akureyringurinn Jónatan Magnússon upplifði æskudrauminn fyrir síðasta vetur er hann gerði atvinnumanna- samning við franska félagið St. Raphael. Jónatani hefur gengið allt í mót síðan og nú ári frá því hann skrifaði undir er alls óvíst hvort hann leiki handknattleik á nýjan leik. Það sem verra er þá hafa læknar ekki hugmynd um hvað sé að honum. „Ég er í tómu tjóni og eigin- lega alveg ónýtur. Þetta er alveg ferlegt ástand. Menn geta ekkert annað sagt við mig lengur hér en að fara til útlanda. Það veit enginn hvað er að mér,“ sagði Jónatan þungur á brún enda hefur ástand- ið eðlilega tekið sinn toll á honum og stanslausar ferðir til lækna sem skila engu niðurdrepandi. „Ég er búinn að fara í allt og reyna allt sem hægt er að reyna. Ég er búinn að fara í segulómskoð- un, sneiðmyndatöku, beinskanna, hef hitt þvagfæralækna, það er búið að athuga með krabbamein og bara allt. Menn finna ekkert sem getur orsakað mitt ástand.“ Þegar málið kom upp í Frakk- landi á sínum tíma töldu þarlend- ir læknar að Jónatan væri með bólgur við lífbeinið þar sem hann er með mestan sársauka. Læknar hér heima voru á sama máli en þegar málið var kannað nánar kom í ljós að svo var alls ekki. „Það er búið að prófa allan fjandann og meðal annars bólgu- eyðandi töflur. Það hjálpaði lítið. Ég get voða lítið gert án þess að verkja í kjölfarið og til að mynda var ég handónýtur eftir að hafa spilað nokkrar holur í golfi. Ég er í lagi ef ég geri ekkert. Ég hef farið á svona 8-10 æfingar frá ára- mótum og ef ég fer á æfingu get ég gleymt því að fara aftur næstu vikuna,“ sagði Jónatan. Áður en Jónatan fór utan æfði hann mjög mikið sjálfur og var ákveðinn að mæta til leiks í atvinnumennskuna í sínu besta formi. Hann hafði sjaldan eða aldrei verið í betra formi þegar hann fór utan en það hjálpaði ekkert. „Svo virðist sem þetta aukna álag og breyting á æfing- um hafi ekki gert mér gott því ég meiddist snemma. Ég held að endurhæfingin í Frakklandi hafi síðan gert illt verra því mér leið í raun verr eftir hana,“ sagði Jónatan sem var í endurhæfingu með ekki ómerkari mönnum en Djibril Cisse og Robert Pires. Þeir fengu bót meina sinna en það sama verður ekki sagt um Jónatan. Akureyri reiknaði með því að Jónatan léki í þeirra röðum næsta vetur en það er fátt sem bendir til þess í dag að Jónatan leiki handbolta næsta vetur. Þess utan er hann enn samningsbund- inn franska félaginu St. Raphael sem Bjarni Fritzson samdi við á dögunum.„Ég er að skoða næsta skref þessa dagana. Ég er að horfa til Þýskalands með lækna en það er ekkert ákveðið. Svo stend ég í þessu einn og er ekki á vegum neins félags þannig að þetta kostar skildinginn. Þetta er ekki auðveld staða né skemmti- leg fyrir 26 ára gamlan mann sem ætti að vera að toppa núna en ekki á góðri leið með að þurfa að leggja skóna á hilluna,“ sagði Jónatan. Handknattleikskappinn Jónatan Magnússon hefur verið meiddur frá því í nóvember á síðasta ári. Hann er búinn að hitta fjölda lækna og sérfræðinga hér á landi og er nákvæmlega engu nær. Næsta skref er að hitta erlenda lækna en það er kostnaðarsamt. Ekki víst að hann spili handbolta á nýjan leik. Það hefur ekki gengið þrautalaust hjá Skallagrími í Borgarnesi að finna nýjan þjálf- ara fyrir körfuboltaliðið sitt en Valur Ingimundarson hefur ákveðið að taka sér frí frá körfu- bolta í óákveðinn tíma. Um síðustu helgi var Banda- ríkjamaðurinn Peter Hoffman í heimsókn í Borgarnesi. Skallarnir gerðu honum tilboð í kjölfarið sem hann ætlar að svara fyrir helgi. „Hann var mjög jákvæður og leist vel á aðstæður. Hann er farinn heim til að ræða málin við fjölskylduna og við bíðum og vonum það besta,“ sagði Haf- steinn Þórisson, formaður körfu- knattleiksdeildar Skallagríms, við Fréttablaðið í gær. Skallagrímur hefur misst báða Makedóníumennina sína en hafa þrátt fyrir það síður en svo lagt árar í bát. Skallarnir segjast vera með mjög sterka erlenda menn í sigtinu en munu ekki semja við einn né neinn fyrr en gengið hefur verið frá þjálfaramálunum. Hoffman er Bandaríkjamaður með danskt ríkisfang enda búið í Danmörku í fjórtán ár. Hann er ágætur vinur Geofs Kotila, þjálfara Snæfells, enda spilaði Hoffman undir hans stjórn á sínum tíma. Það gæti því hjálpað Sköllunum að Kotila og fjölskylda býr ekki fjarri Borgarnesi. Kotila og Hoffman hafa meðal annars þjálfað saman unglingalandslið Dana. Leikmannaferill Hoffmans er glæsilegur en hann spilaði í sterkum deildum á borð við þá spænsku, frönsku og austur- rísku þar sem hann náði góðum árangri. Síðustu fjögur ár hefur Hoffman þjálfað eitt besta lið Danmerkur, Horsens, en hann gerði þá að meisturum fyrir rúmu ári síðan. Þá lagði hann lið Kotila í úrslitum um danska meistaratitil- inn. Svar frá Hoffman fyrir helgi Akureyri er með ungan leikmann frá Lettlandi til skoðun- ar um þessar mundir. „Mér skilst að hann sé gríðarlega efnilegur,“ sagði Hannes Karlsson, formaður handknattleiksdeildar Akureyr- ar við Fréttablaðið í gær. Bæði lið erlendis og önnur lið á Íslandi hafa verið að skoða leikmanninn. Lettinn er tveir metrar á hæð og spilar sem rétthent skytta. Með liði Akureyrar í vetur léku tveir Lettar, Aigars Lazdins og Aleksejs Kuzmins. Ungur Letti til skoðunar Handknattleiksmaður- inn Árni Sigtryggsson hefur hafnað tilboði sem danska úrvalsdeildarfé- lagið Álaborg gerði honum. Frétta- blaðið hefur þetta eftir áreiðan- legum heimildum. Árni er á leið- inni frá Haukum en hann er með tilboð frá liði á Spáni sem hann er að skoða þessa stundina. Árni er einnig í viðræðum við Akureyri, sameinað lið Þórs og KA. Árni lék á árum áður með Þór en bróðir hans Rúnar er nú annar þjálfara Akureyrar. Árni hefur gefið það út að leiki hann ekki er- lendis á næsta tímabili gangi hann í raðir Akureyrar. Hafnaði tilboði frá Álaborg Fer til Svíþjóðar og Noregs á undan Bristol
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.