Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 68
Enginn jafn vondur og Kjartan strumpur Hryllingsmyndin Hostel 2 verður frumsýnd í dag. Hæglega má búast við enn meiri pyntingum og blóð- baði, enda ekki við öðru að búast þegar Íslandsvin- urinn Eli Roth er annars vegar. Fyrsta Hostel-myndin skartaði eins og svo margir muna Eyþóri Guðjónssyni í einu aðalhlutverk- anna og af því tilefni var myndin heimsfrumsýnd í Smárabíói. Eli Roth og framleiðandinn Quent- in Tarantino komu í heimsókn við mikla gleði íslenskra kvikmynda- unnenda, enda ekki á hverjum degi sem slíkir stórlaxar láta sjá sig hér á eyjunni okkar fögru. Mynd- in sló rækilega í gegn í Bandaríkj- unum sem og annars staðar og rak- aði saman miklum peningum. Kom það mörgum á óvart en kannski ekki þeim sem þekktu til fyrstu myndar Roth, Cabin Fever, þar sem hann sýndi bráðskemmtilega hryllingstakta. Í Hostel 2 er Eyþór fjarri góðu gamni í leikaraliðinu en þess í stað er hann orðinn einn af aðstoðar- framleiðendum. Þannig nýttust kraftar hans vel enda var myndin að hluta til tekin upp hérlendis, þar á meðal í Bláa lóninu. Söguþráðurinn er á þann veg að þrjár ungar bandarískar konur, Beth, Whitney og Lorna, sem stunda listnám í Róm ákveða að skella sér í helgarreisu. Í henni hitta þær fyrirsætu sem þær kann- ast við úr skólanum sem hvetur þær til að koma með sér í náttúrulega heilsulind þar sem þær geta slapp- að af og haft það gott. Ekki fer þó allt eins og vonir stóðu til og lenda þær stöllur fljótlega í hinum mestu vandræðum þar sem brenglaðir morðingjar eru á hverju strái sem gera sér það að leik að pynta fórn- arlömb sín. „Konur í hættu og konur í hryll- ingi eru aðalsmerki þessarar kvik- myndategundar,“ segir Eli Roth um Hostel 2. „Í þetta sinn eru stúlkurn- ar, sem eru á ferð um Evrópu, mun berskjaldaðari heldur en strákarn- ir voru í fyrstu myndinni. Þannig verður meira í húfi fyrir áhorfend- urna.“ Roth segir að bæði konur og karl- ar eigi jafn erfitt með að láta pynta sig. „Ég hef mjög gaman af einni setningu úr Dr. Strangelove þar sem Sterling Hayden segir við Peter Sellers: „Ég held að ég myndi ekki þola að vera pyntaður.“ Sell- ers segir þá: „Það er einmitt málið, enginn þolir það í raun og veru.“ Sannleikurinn er nefnilega sá að allir halda að þeir geti verið harð- ir af sér en enginn þolir slíkt. Pynt- ingar eru slæmar fyrir alla.“ Roth segist hafa fengið hugmynd- ir að pyntingaraðferðunum á mið- aldasafni í Prag og í dýflissu í London. „Ég skoðaði bara söguna og hvað fólk hafði gert af sér. Það var ýmislegt þarna sem var hræði- legt og ég hugsaði með mér: „Guð minn góður, hver einasta persóna í myndinni myndi deyja eftir þrjátíu sekúndur eftir eitthvað í líkingu við þetta. Svona lagað er einum of viðbjóðslegt.“ Í staðinn er þarna ein tegund pyntinga sem hefur sögulega skírskotun en aðrar eru af öðrum toga. Það var mjög erfitt að framkvæma þær.“ Hostel 2 er, rétt eins og sú fyrri, stranglega bönnuð börnum yngri en átján ára og er alls ekki mælt með henni fyrir viðkvæmt fólk. SMS LEIKUR SENDU SMS JA 2HO Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . HEIMSFRUMSÝND 8. JÚNÍ STRANGLEGA BÖNNUÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.