Fréttablaðið - 07.06.2007, Qupperneq 68
Enginn jafn vondur og Kjartan strumpur
Hryllingsmyndin Hostel
2 verður frumsýnd í dag.
Hæglega má búast við enn
meiri pyntingum og blóð-
baði, enda ekki við öðru
að búast þegar Íslandsvin-
urinn Eli Roth er annars
vegar.
Fyrsta Hostel-myndin skartaði
eins og svo margir muna Eyþóri
Guðjónssyni í einu aðalhlutverk-
anna og af því tilefni var myndin
heimsfrumsýnd í Smárabíói.
Eli Roth og framleiðandinn Quent-
in Tarantino komu í heimsókn við
mikla gleði íslenskra kvikmynda-
unnenda, enda ekki á hverjum degi
sem slíkir stórlaxar láta sjá sig
hér á eyjunni okkar fögru. Mynd-
in sló rækilega í gegn í Bandaríkj-
unum sem og annars staðar og rak-
aði saman miklum peningum. Kom
það mörgum á óvart en kannski
ekki þeim sem þekktu til fyrstu
myndar Roth, Cabin Fever, þar
sem hann sýndi bráðskemmtilega
hryllingstakta.
Í Hostel 2 er Eyþór fjarri góðu
gamni í leikaraliðinu en þess í stað
er hann orðinn einn af aðstoðar-
framleiðendum. Þannig nýttust
kraftar hans vel enda var myndin
að hluta til tekin upp hérlendis, þar
á meðal í Bláa lóninu.
Söguþráðurinn er á þann veg að
þrjár ungar bandarískar konur,
Beth, Whitney og Lorna, sem
stunda listnám í Róm ákveða að
skella sér í helgarreisu. Í henni
hitta þær fyrirsætu sem þær kann-
ast við úr skólanum sem hvetur þær
til að koma með sér í náttúrulega
heilsulind þar sem þær geta slapp-
að af og haft það gott. Ekki fer þó
allt eins og vonir stóðu til og lenda
þær stöllur fljótlega í hinum mestu
vandræðum þar sem brenglaðir
morðingjar eru á hverju strái sem
gera sér það að leik að pynta fórn-
arlömb sín.
„Konur í hættu og konur í hryll-
ingi eru aðalsmerki þessarar kvik-
myndategundar,“ segir Eli Roth um
Hostel 2. „Í þetta sinn eru stúlkurn-
ar, sem eru á ferð um Evrópu, mun
berskjaldaðari heldur en strákarn-
ir voru í fyrstu myndinni. Þannig
verður meira í húfi fyrir áhorfend-
urna.“
Roth segir að bæði konur og karl-
ar eigi jafn erfitt með að láta pynta
sig. „Ég hef mjög gaman af einni
setningu úr Dr. Strangelove þar
sem Sterling Hayden segir við
Peter Sellers: „Ég held að ég myndi
ekki þola að vera pyntaður.“ Sell-
ers segir þá: „Það er einmitt málið,
enginn þolir það í raun og veru.“
Sannleikurinn er nefnilega sá að
allir halda að þeir geti verið harð-
ir af sér en enginn þolir slíkt. Pynt-
ingar eru slæmar fyrir alla.“
Roth segist hafa fengið hugmynd-
ir að pyntingaraðferðunum á mið-
aldasafni í Prag og í dýflissu í
London. „Ég skoðaði bara söguna
og hvað fólk hafði gert af sér. Það
var ýmislegt þarna sem var hræði-
legt og ég hugsaði með mér: „Guð
minn góður, hver einasta persóna í
myndinni myndi deyja eftir þrjátíu
sekúndur eftir eitthvað í líkingu
við þetta. Svona lagað er einum of
viðbjóðslegt.“ Í staðinn er þarna
ein tegund pyntinga sem hefur
sögulega skírskotun en aðrar eru
af öðrum toga. Það var mjög erfitt
að framkvæma þær.“
Hostel 2 er, rétt eins og sú fyrri,
stranglega bönnuð börnum yngri
en átján ára og er alls ekki mælt
með henni fyrir viðkvæmt fólk.
SMS
LEIKUR
SENDU SMS JA 2HO
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR
OG MARGT FLEIRA!
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
HEIMSFRUMSÝND 8. JÚNÍ
STRANGLEGA BÖNNUÐ