Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 81

Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 81
 David Beckham stal senunni í Eistlandi í gær þegar Englendingar unnu heima- menn 3-0. Sigurinn er mikill létt- ir fyrir landsliðsþjálfarann Steve McClaren sem hefur legið undir ámæli að undanförnu. Hann lét undan miklum þrýstingi og valdi Beckham í fyrsta sinn í hópinn fyrir leikinn mikilvæga í gær. Beckham sannaði endanlega að McClaren hefði aldrei átt að skilja hann eftir úti í kuldanum. Beckham átti virkilega góðan leik, lagði upp tvö mörk og spyrnur hans ollu Eistlendingum miklum vandræðum. Joe Cole skoraði fyrsta mark- ið eftir að Peter Crouch stangaði boltann til hans áður en Crouch sjálfur skoraði með skalla eftir sendingu frá Beckham. Michael Owen skoraði svo þriðja markið og aftur var Beckham arkitekt- inn en markið er það fyrsta sem Owen skorar í heilt ár fyrir lands- liðið. Niðurstaðan 3-0 sigur fyrir England en endurkoma Beckham stendur upp úr. Englendingar eru enn í fjórða sæti riðilsins en eiga leik til góða á Ísrael sem er í öðru sæti, þremur stigum á undan Englandi. Á milli þeirra eru Rússar með fimmtán stig en á toppnum sitja Króatar með sautján stig. Dennis Rommendahl sá um Letta í Riga í gær. Hann skor- aði tvö mörk með skömmu milli- bili í fyrri hálfleik og Danir fóru með bæði stigin í farteskinu heim á leið. Sigurinn var kærkominn fyrir Dani eftir vonbrigðin gegn Svíum á laugardaginn. Spánverjar gerðu góða ferð til Liechteinstein og unnu þar sigur 2-0. David Villa skoraði bæði mörk Spánar í leiknum en brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og missti þar með af þrennunni. Spán- verjar voru betri á öllum sviðum fótboltans en leikmenn Liechtein- stein þóttu sýna af sér fína baráttu og voru þeir óheppnir að ná ekki að minnka muninn. Með sigrinum á Íslandi í gær tryggðu Svíar sér toppsætið í riðl- inum en Spánverjar eru í öðru sæti. Norður-Írar eru í þriðja sæti og Danir í því fjórða. Þá koma Íslendingar en Liecthenstein og Lettar sitja á botninum. Næsta umferð í riðlinum verður leikin í september en þá koma Spánn og Norður-Írar til Íslands. David Beckham sannaði að hann á heima í landsliðinu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.