Fréttablaðið - 07.06.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 07.06.2007, Síða 2
 „Ég reyndi tvisvar að gera starfsmanni bankans við- vart. Í annað skiptið tókst mér að segja SOS mig vantar lögregluað- stoð. Hún gerði samt ekki neitt,“ segir Eiríkur Huijbens. Hann var rændur í útibúi Kaupþings í Kringlunni í lok síðasta mánaðar. Eiríkur segir tildrög málsins hafa verið þau að hann hafi átt fíkniefnaviðskipti við mann fyrir nokkru. Þeirra viðskiptum hafi verið lokið og segist Eiríkur hafa verið að ná sér upp úr neyslu og viljað vera laus við tengsl við hann. Það vildi maðurinn aftur á móti ekki og hafði hann í hótunum við Eirík. „Hann reyndi að fá mig til að gera alls kyns hluti. Ég neit- aði en það fór þannig að hann barði mig og neyddi mig inn í bíl með sér með því að ógna mér með hnífi,“ segir Eiríkur. Ofbeldismað- urinn hefur margsinnis komið við sögu lögreglunnar og dómstóla fyrir ýmis brot og segir Eiríkur að hann hafi haft ríka ástæðu til að óttast manninn. Ofbeldismaðurinn hótaði því að Eiríkur slyppi ekki aftur frá honum nema hann léti sig fá pen- inga sem hann taldi sig eiga hjá honum. Fóru þeir í útibú Kaup- þings og reyndi Eiríkur að taka út af reikningi sínum sem reyndist innistæðulítill Þá hringdi hann í móður sína. „Ég reyndi að gera henni ljóst að hún ætti ekki að millifæra pen- ingana heldur hringja á lögregl- una. Það er hins vegar erfitt þegar einhver heldur að manni hnífi og hótar að drepa. Auk þess gat móðir mín ekki greint svipbrigði mín í gegnum símann,“ segir Eiríkur. Móðir Eiríks lagði að lokum 300 þúsund krónur inn á reikning ofbeldismannsins. Eiríkur lagði fram kæru hjá lög- reglunni í Reykjavík sama dag og árásin átti sér stað. Aðalsteinn Aðalsteinsson, rannsóknarlög- reglumaður sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál en unnið væri að rannsókn árásarinnar. Eiríkur segist hafa fengið að heyra að ræninginn hafi játað brot sitt. „Mér finnst samt furðulegt að starfsmaður bankans hafi ekki hjálpað mér. Útibússtjórinn sagði mér að reglan í svona tilvikum væri að afgreiða fyrst og hringja svo á lögguna. Ég veit nú ekki hvort það var gert,“ segir Eirík- ur. Benedikt Sigurðsson, upplýs- ingafulltrúi Kaupþings, sagðist kannast við málið en ekki geta tjáð sig um það frekar. Ógnað með hnífi og sagt að taka út seðla Eiríki Huijbens var misþyrmt og ógnað með hnífi. Ofbeldismaðurinn neyddi Eirík til að fá móður sína til leggja peninga inn á reikning ofbeldismannsins. Hann undrar sig á því að starfsmaður bankans hafi ekki hjálpað honum. Tuttugu og fimm ára gamall Íslendingur, Hlynur Smári Sigurðarson, sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi í Brasilíu fyrir tilraun til kókaínsmygls, á von á reynslulausn á næstu dögum. Hann dvaldi fyrst í varðhalds- fangelsinu Porto Seguro þar sem aðstæður voru afar slæmar og fordæmdar af mannréttindasam- tökum. Sigurður Þorvaldsson, faðir Hlyns Smára, segir pappíra fyrir reynslulausnina tilbúna og þeir bíða nú stimpils dómara. „Hlynur mun kenna heimamönnum ensku en nemendur verða á öllum aldri. Hann er búinn að leigja sér íbúð og er spenntur að takast á við starfið. Ég hef fulla trú á honum enda vandar hann til verka í öllu því sem hann gerir,“ segir Sigurð- ur. Hann segir Hlyni Smára líða vel í dag og að hann hafi staðið sig eins og hetja miðað við þær hörmu- legu aðstæður sem hann bjó við í fangelsinu. Sigurður líkir fang- elsum í Brasilíu við pyntingabúð- ir. „Ég bað hann um að muna að rækta sál og líkama. Hann er sterkur og ég veit að það hjálpaði honum að standa af sér áreitið betur,“ segir Sigurður og býst við syni sínum heim í október. Brasilíufangi kennir ensku Karlmaður sem slasaðist í bílslysi á Suðurlandsvegi síðastliðinn fimmtudag var í gær útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis er maðurinn á batavegi. Hann hefur verið fluttur á almenna skurð- deild. Kona mannsins liggur enn á gjörgæsludeild en er laus úr öndunarvél. Þriggja mánaða dóttir þeirra sem var með þeim í bílnum slasaðist minna. Fólkið lenti í hörðum árekstri við jeppa og var flutt með þyrlu til Reykjavíkur. Útskrifaður af gjörgæsludeild Vaxandi fjöldi þing- manna Evrópuþingsins krefst þess að Evrópusambandið viðurkenni þjóðstjórn Fatah og Hamas hreyfinganna í Palestínu og endurvekji fjárhagslegan stuðning við landið, sem lokað var á fyrir ári í kjölfar kosninganna. Um þriðjungur þingmanna vill róttækar breytingar á stefnunni, en þeir telja efnahagsþvinganir ýta undir átök í landinu í stað þess að stöðva þau. „Eina leiðin er að viðurkenna stjórnina sem var lýðræðislega kjörin og tala við alla meðlimi hennar,“ sagði belgísk þingkona, Veronique De Keyser. Vilja viðurkenna Palestínustjórn Ólafur, var Mjólkursamsalan að mjólka kerfið? Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri braut ekki jafnræðisreglu í Baugsmálinu. Bogi Nilsson ríkissaksókn- ari hefur komist að þeirri niður- stöðu. Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar Jónssonar í Bónus, hafði áður óskað eftir því að ríkissak- sóknari skoðaði hvort jafnræðis- regla hefði verið brotin þegar ákæra var gefin út á hendur Jóhannesi en ekki Jóni Geraldi Sullenberger að auki. Í yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra segir frá niðurstöðunni. Engin jafnræðis- regla hafi verið brotin við meðferð ákæruvalds í sakamáli á hendur Jóhannesi. Engin jafnræð- isregla brotin Rannsókn á meintri nauðgun átján ára gamals pólsks pilts á stúlku um tvítugt á kvennasalerni Radisson-SAS Hótel Sögu, aðfaranótt 17. mars, er langt komin og verður senn gefin út ákæra í málinu. Pilturinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því málið kom upp en samkvæmt úrskurði rennur það út 20. júní. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu hefur pilturinn haldið því fram að stúlkan hafi samþykkt að stunda með honum kynlíf inn á salerninu. Áverkar stúlkunnar þykja gefa vísbend- ingar um að svo hafi ekki verið og hefur pilturinn verið í haldi, vegna alvarleika málsins. Rannsóknin langt komin Tveggja barna faðir í New York samdi í gær um þriggja ára skilorðsbundna refsingu fyrir að hafa staðið aðgerðarlaus hjá á meðan eiginkona hans keyrði bíl fram af 90 metra háu bjargi með dætur þeirra innanborðs. Konan lést, en dæturnar sluppu ómeiddar. Eiginkonan hafði verið í sjálfsmorðshugleiðingum að sögn mannsins og viðurkenndi hann að hafa ekki tekið hana nógu alvarlega og vanmetið hættuna. Maðurinn játaði á sig slæma meðferð á börnum, en í staðinn var ákæra fyrir að hvetja til sjálfsmorðs felld niður. Horfði á konuna hrapa 90 metra Kristján Möller sam- gönguráðherra telur að þokist í rétta átt með Grímseyjarferjuna. Búist er við að vinna við endur- bætur hefjist á ný við ferjuna innan tíðar og að hægt verði að afhenda hana í september eða okt- óber. „Ágreiningi milli verkkaupa og verksala er vonandi að ljúka og verkið heldur áfram. Allir verða að koma að borði og horfa fram á við til að klára þetta verkefni. Það þýðir ekkert að horfa í baksýnis- spegilinn,“ segir samgönguráð- herra. Kristján telur líklegt að heildarkostnaðurinn við breyting- arnar nemi yfir 400 milljónum króna þegar upp er staðið en upp- haflega var gert ráð fyrir 270 milljónum. „Nóg er til af pening- um, spurningin er bara hvernig þeim er ráðstafað milli verkefna og það er Vegagerðarinnar að koma með tillögur um það til fjár- lagagerðar.“ Í skýrslu Siglingastofnunar er gagnrýnt að aðstaða fyrir fatlaða sé ekki nógu góð. „Það er óþolandi að byggja eitthvað þar sem aðgengi fyrir fatlaða er ekki í sam- ræmi við reglur. Það er ekki hægt að una við það,“ segir Kristján. Eiríkur Ormur Víglundsson, eigandi Vélsmiðju Orms og Víg- lundar, og Hjörtur Emilsson, eftir- litsmaður Vegagerðarinnar, sýndu ráðherranum ferjuna í gær. Þeir vonast til að endurbæturnar haldi fljótlega áfram. „Það þarf að skipta um hurðir og gler, setja kýrauga eða ljósop niður í farþegasalinn og klára nokkur smáatriði. Aðföng að utan taka tíma. Þau geta tafið þetta eitt- hvað,“ segir Eiríkur. Horfi ekki í baksýnisspegilinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.