Fréttablaðið - 07.06.2007, Síða 20

Fréttablaðið - 07.06.2007, Síða 20
fréttir og fróðleikur Notum meira af hugbúnaði Vilja fara í kapphlaupið um Hvíta húsið Söluverð á raforku til álfyrirtækis hefur loksins verið gert opinbert. Guð- mundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitunnar, stað- festi að verðið er rétt um tvær krónur á kílóvattstund. Ýmsir möguleikar eru enn ókannaðir, segir Dagur B. Eggertsson. Orkuveita Reykjavíkur hefur skuldbundið sig til þess að útvega Norðuráli 100 megavött af raforku í 25 ár frá áramótum 2010-2011 vegna fyrirhugaðs álvers í Helgu- vík. Þar með er búið að tryggja næga orku fyrir álver í Helguvík en Hitaveita Suðurnesja gekk frá orkusölusamningi fyrr á þessu ári sem tryggir fyrirtækinu 60 pró- sent af orkunni en Orkuveitan útvegar 40 prósent. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitunnar, lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu í gær að sölu- verðmæti orkunnar á samnings- tímanum næmi á fjórða tug millj- arða króna. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði hann rúm- lega fjörutíu milljarða vera nær lagi, og líklega væri 41,5 milljarð- ur það rétta, að teknu tilliti til allra þátta. Guðmundur staðfesti síðan einnig að nýtingartími orkunnar, það er hversu hátt hlutfall orkunn- ar er í sölu á ári, væri um 95 pró- sent en til samanburðar hefur Landsvirkjun gefið það upp að hlutfall hjá þeim sé um 90 prósent í stóriðjusamningum. Þetta gefur færi á því að reikna út verð á raforkunni til stóriðju í fyrsta skipti nokkuð nákvæmlega og á þeim forsendum geta menn séð hvort verðið er lágt eða hátt í samanburði við kjör sem bjóðast öðrum. Í því samhengi þarf að hafa í huga að eðlilegt er að álfyrirtæk- in fái magnafslátt á kaupunum, vegna stærðar sinnar, og því hvílir samanburður á raforkuverðinu alltaf á þeim forsendum. Verðið á kílóvattstund nemur rétt rúmum tveimur krónum eða rúmlega 2.000 krónum á megavatt- stund. Þetta er rétt tæplega helm- ingi lægra en grænmetisbændur greiða fyrir orkuna að meðaltali en með flutningskostnaði, sem einnig er inni í orkuverði Orkuveitunnar til Norðuráls, er verðið, sem græn- metisbændur greiða, um fjórar krónur á kílóvattstund. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, í stjórn Lands- virkjunar vék af fundi þegar verð- ið var til umræðu og sagðist vilja sitja við sama borð og aðrir lands- menn, en orkuverði opinberra fyr- irtækja til stóriðju hefur til þessa verið haldið leyndu fyrir almenn- ingi á grundvelli þess að um sam- keppnisupplýsingar sé að ræða. „Orkuveita Reykjavíkur starfar samkvæmt hugmyndafræði sjálf- bærrar þróunar sem kallar á heild- stæða nálgun hvers verkefnis sem ráðist er í. Með því er átt við að fyrir liggi með skýrum hætti hversu stórt álver er fyrirhugað að reisa, á hvaða svæði nákvæmlega er fyrirhugað að sækja orkuna, orkuverðið sé kunnugt almenningi og að fyrir liggi heildstæð áætlun um verkið og áhrif þess á umhverfi, samfélag og efnahag,“ segir í bókun Svandísar. Guðmundur Þóroddsson lítur öðruvísi á málið. „Það skiptir tals- verðu máli fyrir hagkvæmni hita- veitunnar okkar að framleiða raf- magn samhliða heitavatns framleiðslunni. Með þessari sölu tryggjum við að ný varmastöð á Hellisheiði með tilheyrandi 30 kíló- metra hitaveitulögn til borgarinn- ar mun ekki kalla á hækkun á heita vatninu.“ Guðmundur lítur því þannig á málið að samningurinn tryggi íbúum á höfuðborgarsvæð- inu aðgang að heitu vatni á lægra verði en annars hefði verið. Þessu mati Guðmundar er Dagur B. Egg- ertsson, fulltrúi Samfylkingarinn- ar, ósammála. Hann segir vel vera hægt að tryggja lágt verð á heitu vatni öðruvísi en að semja um sölu á raforku vegna fyrirhugaðs álvers. Mikilvægara hefði verið að skoða þá möguleika sem í boði eru betur og meta stöðuna eftir það. Fyrir liggur að stór tölvufyrirtæki hafa sýnt því áhuga að reisa hér á landi netþjónabú sem þurfa mikla orku. Forsvarsmenn Microsoft kynntu hugmyndir sínar á dögun- um en fyrirtæki sem þurfa mikla orku vegna starfsemi sinnar horfa í æ ríkari mæli til vistvænna end- urnýjanlegra orkugjafa. Í máli for- svarsmanna Microsoft kom fram að fyrirtækið þyrfti um 30 til 70 megavött af raforku fyrir net- þjónabúið. Dagur segir orkusölu- samninga, sem Orkuveitan hefur gengið frá, ganga of nærri orku- auðlindunum sem fyrirtækið hyggst nýta, án þess að kanna til hlítar þau kjör sem í boði eru. „Það er margt sem bendir til þess að tölvufyrirtækin séu tilbúin að borga meira fyrir orkuna heldur en álfyrirtækin. Þetta er umhverf- isvæn starfsemi sem þarf að skoða betur og mér finnst ekki ábyrgt að ráðstafa orkunni án þess að skoða málið almennilega.“ Samfylkingin stefndi að því fyrir kosningar, og kynnti þá stefnu fyrir kjósendum, að best væri að bíða með stóriðjuframkvæmdir í fimm ár, og nefndi sérstaklega fyr- irhugað álver á Bakka við Húsavík í því samhengi og álver í Helguvík. Þó Dagur hafi verið á móti samn- ingi Orkuveitunnar við Norðurál þá virðist sem Samfylkingin ætli ekki að beita sér að marki fyrir því að álverin á þessum stöðum verði ekki að veruleika innan fimm ára eins og skilja mátti fyrir kosning- ar. Það gefur vísbendingar um að flokkarnir hafi sæst á að hægja ekki á stefnu ríkisstjórnar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, að minnsta kosti hvað þessa kosti varðar. Birting orkuverðs Orkuveitunn- ar til Norðuráls í Fréttablaðinu í dag gefur fólki tækifæri til að skoða hversu mikill gróðinn er á kostnað náttúrunnar. Loksins, loks- ins segja eflaust einhverjir enda hefur lengi verið deilt um það hvers vegna leynd hvílir yfir orku- verðinu. Orkusöluverð loksins opinbert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.