Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 27

Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 27
 göngu- sumarsins garpa Fyrir SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Deuter Aircontact 65+10 l Poki ársins í sínum flokki árið 2004 og 2006 hjá Outdoor tímaritinu. Verð 23.990 kr. Einnig 60+10 l.: 23.990 kr. Deuter Aircontact 75+10 l Stór poki í Aircontact línunni. Fyrir þá sem fara lengra! Verð 25.490 kr. okar - ár eftir ár Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti á evru- svæðinu í gær. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Forstöðumaður greiningar- deildar Landsbankans segir Evrópubankann með þessu hverfa frá slakri peninga- málastjórn. Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í 4,0 pró- sent í gær. Hækkunin lá í loftinu enda hafði Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, gefið í skyn að bankinn myndi fylgjast grannt með verðbólguþróun á evrusvæð- inu og grípa til aðgerða ef svo bæri undir. Stýrivextir á evru- svæðinu eru tvöfalt hærri nú en fyrir einu og hálfu ári og hafa þeir ekki verið hærri í sex ár. Á blaðamannafundi í gær sagði Trichet að bankinn telji líkur á tveggja prósenta verðbólgu á evrusvæðinu á þessu ári. Það er 0,2 prósentustiga hækkun frá fyrri spá. Geti svo farið að bank- inn hækki vextina frekar á árinu til að sporna gegn því að verð- bólga fari fram úr verðbólgu- markmiðum bankans. Þótt útlit sé fyrir það á árinu telja greinendur ekki líkur á að það verði á næstu mánuðum. Björn Rúnar Guðmundsson, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir vextina hafa verið lága á evrusvæðinu síðustu ár og peningamálastjórnina slaka. „Menn hafa séð heldur meiri vöxt en verið hefur og þetta eru við- brögð við því. Peningastefnan hefur verið mjög slök í Evrópu líkt og lengi vel í Bandaríkjun- um,“ segir Björn og bætir við að bankinn sé að draga úr hvata í hagkerfinu. Hann leggur áherslu á að evrópski seðlabankinn sé ekki að bregðast við verðbólgu- hættu í íslenskum skilngi því við- miðunarmörkin séu önnur. „Bank- inn er að færa sig í hlutlausa eða aðhaldssama peningamála- stefnu.“ Vaxtaákvörðunardagur er hjá Englandsbanka í dag og er gert ráð fyrir því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 5,5 prósentum að sinni þrátt fyrir að bankinn hafi verið undir þrýstingi um að hækka vextina frekar. Marel á Íslandi verður framvegis sjálfstæð eining innan móðurfé- lagsins. Þar mun Marel standa við hlið AEW Delford, Carnitech, framleiðslufyrirtækis í Slóvakíu og Scanvaegt. Þá verður nafni móðurfélagsins, Marel hf., breytt í Marel Food Systems hf. Þessar breytingar koma fram í nýju skipuriti samstæðunnar sem gert var í kjölfar samþættingar hjá félögum í eigu þess. Meðal annarra breytinga er að sölu- og þjónustunet Marel-sam- stæðunnar verður sameinað undir eignarhaldi móðurfélagsins undir vörumerkinu Marel Food Syst- ems. Í tilkynningu frá Marel segir að með breytingum á skipulagi sam- stæðunnar sé betur greint á milli einstakra eininga hennar. Mark- miðið sé að nýta auðlind allra fyr- irtækja innan samstæðunnar eins og best verður á kosið. Breytingar hjá Marel Bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir í Stillu lögðu í gær fram samkeppnistil- boð í allt hlutafé Vinnslustöðvar- innra. Tilboðsgengið hljóðar upp á 8,5 krónur á hlut sem er hæsta verð sem boðið hefur verið í hluti Vinnslustöðvarinnar. Til samanburðar hljóðar yfir- tökutilboð Eyjamanna ehf., sem ráða yfir meirihluta hlutafjár, upp á 4,6 krónur á hlut. Lögfræðiskrifstofa Hróbjarts Jónatanssonar hrl. heldur utan um samkeppnistilboðið fyrir hönd Stillu. Það gildir til 23. júlí næst komandi. Viðskipti með bréf Vinnslu- stöðvarinnar námu 131 milljón króna í gær og fóru þau fram á genginu 8,5. K.G. Fiskverkun, sem Hjálmar stýrir, keypti eins pró- sents hlut, fyrir 128 milljónir króna, en sá hlutur var í eigu Kristjáns Guðmundssonar, föður þeirra bræðra. Gagntilboð í VSV

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.