Fréttablaðið - 07.06.2007, Page 35

Fréttablaðið - 07.06.2007, Page 35
MUSKOKA FURU STÓLAR Nú getum við boðið þessa frábæru hönnun úr FURU 12,500,-kr 39,000,-kr tvöfaldur stóll m/borði FEIM - Lenen Bjerre Innbyggt salerni kr. 24.900 allt settið Galleríið Keramik fyrir alla skipti um eigendur í janúar og það eru stöllurnar Sigurbjörg Marteinsdóttir og Helena Stefánsdóttir sem eiga það nú. Þær bjóða hópum upp á að koma í galleríið til að mála á keramikmuni sem síðan eru brenndir. „Það er hægt að velja á milli matarstells, styttna, bauka eða hvers sem er. Hingað er vinsælt að koma til að halda upp á barna- afmæli en auk þess höfum við fengið hingað fólk í óvissuferðir, gæsapartí eða bara vinahópa sem vilja koma og mála á leirmuni,“ segir Sigurbjörg, sem sjálf er leirlistakona. Í galleríinu er úrval af keramik- og leirvörum auk þess sem hægt er að fá þar vettlinga, trefla og fleira úr þæfðri ull. „Helena er með glervinnustofu hér líka þar sem hún er með glerblástur,“ segir Sigurbjörg en tekur fram að keramik sé þó uppistaðan í galleríinu. „Við erum að auka við starfsemina og erum komnar með málverkagallerí þar sem tvær sýningar standa yfir núna.“ Yfir sumartímann bjóða Sigur- björg og Helena upp á námskeið fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára þar sem þau bæði búa til muni úr jarðleir og mála á keramik- muni. „Á veturna erum við hins vegar með ýmis námskeið fyrir fullorðna og það má segja að vin- sældirnar keramiklistarinnar séu mjög vaxandi,“ segir Sigurbjörg í Keramik fyrir alla. Vinsældir kera- miksins vaxandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.