Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 59
„Drengurinn“
er sæmdarheit-
ið sem ég fæ að
njóta þegar frí-
kirkjuprest-
urinn Hjörtur
Magni leitast við
að svara gagn-
rýni minni í Fréttablaðinu 2. maí
sl. Þótt Hjörtur reifi þar vandlega
ófagrar og óviðkomandi skoðan-
ir sínar á kaþólsku kirkjunni reyn-
ir hann einungis að svara tveimur
atriðum úr grein minni sem birtist
20. apríl, en þar gagnrýndi ég hann
fyrir að beita ósannindum þegar
hann ræðst gegn öðrum. Ég gagn-
rýndi Hjört m.a. fyrir að tönnlast á
þessum ósannindum: „Það er ekki
svo ýkja langt síðan að kirkjustofn-
unin refsaði grimmilega öllum þeim
sem drógu það í efa að jörðin væri
flöt.“ Því svarar hann með tilvitnun-
um í Gamla testamentið sem skrifað
var löngu fyrir daga kirkjunnar auk
þess sem hann fiskaði upp kristinn
rithöfund frá 4. öld, Lactantíus, sem
taldi að jörðin væri flöt. Skrif hans
voru þó alltaf umdeild og þetta ein-
staka dæmi breytir því ekki að hug-
myndin um hnöttótta jörð var alla
tíð ríkjandi innan kirkjunnar. Ekki
var nokkrum manni heldur refsað
fyrir að hafa skoðun á lögun jarðar-
innar.
Einnig gagnrýndi ég fráleitar full-
yrðingar prestsins um að kirkjan
hefði „úthýst dulúð og mystík“. Hann
svarar með skætingi um dulspek-
inginn Meister Eckhart, sem aldrei
var úthýst af kirkjunni. Að vísu reit
Jóhannes XXII páfi í Avignon bréf
þar sem 17 málsgreinar Eckharts
voru úrskurðaðar trúvilla, en það
var ekki fyrr en að honum látnum
(Hjörtur kallar Jóhannes ranglega
„páfa í Róm“; Nikulás V sat í Róm
um þetta leyti). Ekki var heldur
staðið sem skyldi að útgáfu bréfsins
og kenningar Eckharts hafa æ síðan
verið áhrifamiklar innan kirkjunn-
ar. Greinargerð um málið er á vef-
síðunni oha.blog.is.
Rúmri viku eftir að grein mín
birtist hringdi Hjörtur Magni í mig
og heimtaði upplýsingar um trú-
arskoðanir mínar og persónulega
hagi. Í það símtal vitnar hann í grein
sinni og leggur mér þar í munn orð
sem aldrei hrutu af mínum vörum!
Leitt þykir mér að sjá mann, sem á
að starfa í umboði Krists, „höndla
sannleikann“ á þennan hátt og ég
skora á hann að gera símtalið opin-
bert ef hann á það hljóðritað!
Þótt fríkirkjupresturinn uppnefni
mig sífellt „kaþólska drenginn“ vil
ég benda á að ábendingar mínar
væru sannar burtséð frá trú minni.
Að efast um trúverðugleika fólks
vegna trúarskoðana hæfir varla sið-
uðum manni. Mér finnst óviðeig-
andi að hempuklæddur maður skuli
í rökþroti sínu höfða til slíkra for-
dóma. Ekki er svo úr vegi að minna
prestinn á að fyrir 136 árum sté kaþ-
ólskur drengur norðan frá Akureyri
inn í Frúarkirkjuna í Amiens og að
aldrei á langri ævi tók hann sér í
munn neitt í líkingu við það sem
forstöðumaður Fríkirkjunnar hefur
látið frá sér fara upp á síðkastið.
Að lokum vil ég leiðrétta þá
fásinnu að ég skrifi undir „dul-
armerkjum kaþólskrar trúar“.
Ég gagnrýndi Hjört Magna undir
merkjum heilbrigðrar skynsemi.
Ef hann getur ekki svarað á sama
grundvelli sé ég ekki ástæðu til að
eiga við hann frekari orðaskipti.
Fyrri grein mína og tengil í svar
Hjartar má finna á vefsíðunni oha.
blog.is.
Höfundur lauk í vor öðru ári í
sagnfræði og latínu við HÍ.
Er Hjörtur Magni drengur góður?
Stórt skref var stigið í átt til sameiningar vinstri manna,
þegar Alþýðuflokkurinn og
Alþýðubandalagið ákváðu að sam-
einast. Því miður náðist ekki full-
komin sameining. Hluti Alþýðu-
bandalagsins fékkst ekki, þegar
á reyndi til þess að taka þátt í
þessari sögulegu sameiningu.
Þeir stofnuðu nýjan flokk,Vinstri
hreyfinguna
grænt framboð.
Það var mikið
ógæfuspor og
seinkaði algerri
sameiningu
jafnaðarmanna
um mörg ár.
Þess vegna eru
jafnaðarmenn
nú klofnir í
Samfylkinguna
og Vinstri græn.
Samfylkingin er með 18 þing-
menn og Vinstri græn með 9, alls
27 þingmenn. Það væri myndar-
legur hópur hjá sameinuðum jafn-
aðarmannaflokki og fleiri en þeir
25 þingmenn sem íhaldið er með.
Hvað á þessi klofningur að standa
lengi? Samkomulag milli þessara
flokka var þokkalegt í kosninga-
baráttunni en strax eftir kosning-
ar byrjaði hnútukast milli þeirra
á ný. Því miður minnir samband
Samfylkingar og Vinstri grænna
mjög mikið á samskipti Alþýðu-
flokksins og Alþýðubandalagsins.
Sagan er að endurtaka sig. Hvers
vegna eru íslenskir jafnaðarmenn
öðruvísi innstilltir en jafnaðar-
menn á hinum Norðurlöndunum,
þar sem þeir hafa borið gæfu til
þess að sameina krafta sína í stór-
um jafnaðarmannaflokkum?
Málefnaágreiningur er mjög
lítill milli Samfylkingar og
Vinstri grænna.Heita má, að eng-
inn ágreiningur sé í innanlands-
málum eftir að Samfylkingin
markaði nýja stefnu í umhverf-
ismálum, Fagra Ísland. Það er lít-
ils háttar ágreiningur í landbún-
aðarmálum en aðalágreiningur
flokkanna er í utanríkismálum,
þ.e. í afstöðunni til Evrópusam-
bandsins. En í jafnaðarmanna-
flokkum úti í Evrópu er víða mik-
ill ágreiningur um utanríkismál
og því gætu mismunandi sjónar-
mið í þeim málum rúmast innan
sameinaðs stór jafnaðarmanna-
flokks. hér.
Ef mynduð hefði verið vinstri
stórn nú, þ.e. stjórn Samfylking-
ar,Vinstri grænna og Framsóknar
hefði það greitt fyrir auknu sam-
starfi vinstri flokkanna og stuðl-
að að sameiningu þeirra síðar
meir. En samstarf annars vinstri
flokksins við Sjálfstæðisflokkinn
torveldar að sama skapi samstarf
og sameiningu þessara flokka.
Það verða þá stanslausar deilur
milli þessara vinstri flokka. Mér
líst ekki á það.
Höfundur er viðskiptafræðingur
Jafnað-
armenn
sameinist
Nico jakki
Apollo Lady
Stærðir : 120 - 170
Verð : 4.990 -
Stærðir : 34 - 46
Verð : 8.990 -
Fatnaður með öndunarfilmu
og góða regnheldni.
Aosta buxur
Stærðir : 80 - 170
Verð : 2.990 -
KOMDU ÚT AÐ LEIKA