Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 77

Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 77
„Við erum ekki búnir að vera alveg aðgerðarlausir síðan plat- an kom út fyrir fimm árum,“ segir Jóhann Jóhannson, liðsmað- ur Orgelkvartettsins Apparat sem er að hefja upptökur á nýrri plötu nú í júní. Að sögn Jóhanns eiga þeir mikið magn óupptekinna laga, bæði full- kláruð og hugmyndir sem þeir eiga eftir að vinna úr. „Við ætlum að loka okkur af í Mosfellsbæ í þrjár til fjórar vikur og sjá hvern- ig gengur að koma þessu frá okkur.“ Orgelkvartettinn Apparat, sem er reyndar kvintett, er af mjög mörgum talinn eitt flottasta tón- leikaband landsins. Það er yfir- leitt fullt út úr dyrum þegar band- ið spilar og því eflaust margir sem bíða spenntir eftir nýrri plötu. Á plötunni ætla þeir að reyna að fanga þann kraft sem áheyrendur á tónleikum þeirra upplifa. „Við ætlum að taka þessa plötu upp sem live band sem er allt annar prósess en þegar við tókum hina upp.“ Hann segir að gamla platan hafi verið samin í stúdíóinu á þriggja ára tímabili, áður en þeir voru farnir að spila sem tónleikaband. Þeir hafi svo þurft að læra að spila hana á tónleikum þegar plat- an var tilbúin. Stefnt er að því að platan komi út einhvern tíma á næsta ári en það fer allt eftir því hvernig upp- tökur ganga. „Við viljum auðvit- að ekki gefa neitt út sem við erum ekki ánægðir með,“ segir Jóhann að lokum. Viðtal við Jóhann Jóhannsson verður í laugardagsblaði Frétta- blaðsins um helgina. Apparat á leið í stúdíó Leikaraparið Kate Hudson og Owen Wilson eru hætt saman eftir nokkura mánaða samband. Kate og Owen kynntust við tökur á myndinni You, Me and Dup- ree og yfirgaf Kate unnusta sinn til margra ára, rokkarann Chris Robinson, til að geta tekið saman við Owen. Þau neituðu ávallt að tala opinberlega um samband sitt og eins og við var að búast hafa þau ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um sambandsslitin. Sameiginleg- ur vinur þeirra segir hins vegar að þau skilji í góðu og að þau séu ennþá mjög góðir vinir. Stjörnur skilja í góðu Fullkomnir jeppar fyrir íslenskar aðstæður… …upplifðu ósvikinn kraft og fegurð D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Hinn nýi KYRON er fullvaxinn jeppi með hátt og lágt drif, byggður á grind og er stærri en ætla má við fyrstu sýn. Tækninýjungar eru fjölmargar og skila sér í einstakri nýtingu á afli og frábærum aksturs- eiginleikum. Sjón er sögu ríkari, komdu til okkar á Tangarhöfðann og kynntu þér úrvalið frá SsangYong. Þú gerir einfaldlega ekki betri kaup í jeppum í dag! Tangarhöfða 8-12 112 Reykjavík Sími 590 2000 www.benni.is ACTYON ACTYON SPORTS REXTON II Komdu í heimsókn, upplifðu kraftinn og fegurðina. Auk Kyron jeppans eru á staðnum nýi Actyon jeppinn, Actyon Sports pallbíllinn og 186 hestafla Rexton II jeppinn sem er flaggskip flotans frá SsangYong. Bílabúð Benna: Opið virka daga frá kl. 9.00 - 18.00. Lau. 12.00 - 16.00. Umboðsmenn: Bílahornið hjá Sissa, Keflavík. Bílasalan Ós, Akureyri. Bílasala Austurlands, Egilsstöðum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.