Fréttablaðið - 07.06.2007, Qupperneq 80
A-riðill:
B-riðill:
C-riðill:
D-riðill:
E-riðill:
F-riðill:
G-riðill:
Landsleikur kv. í handbolta
Svíar settu upp sænska
þjóðhátíðarveislu á kostnað Ís-
lendinga á Råsunda leikvangin-
um í Solna í Svíþjóð í gær. Sænska
landsliðið svitnaði varla við það
að rassskella íslenska liðið sem er
afar illa á sig komið sálarlega því
leikmenn tóku meira segja upp á
því að leggja upp mörkin fyrir Sví-
ana. Alls urðu mörkin fimm en við
getum þakkað fyrir það að Svíar
sýndu okkur miskunn og létu sér
nægja að senda boltann fimm
sinnum í íslenska markið.
Landsliðsþjálfaranum Eyj-
ólfi Sverrissyni er hreinlega ekki
stætt á að halda áfram. Geri hann
sér ekki grein fyrir því þá hljóta
að vera traustir menn innan KSÍ
sem hafa vit fyrir honum.
Svíar voru þolinmóðir og ein-
beittir frá fyrstu mínútu, tóku sér
tíma í allar aðgerðir og voru ekk-
ert að flýta sér. Það leit oft á tíðum
eins og þeir ætluðu sér að reyna
að svæfa íslensku vörnina sem
þeim tókst. Svo sofandi voru menn
orðnir eftir 52 mínútna leik að þeir
afhentu hreinlega Svíum boltann á
eigin vítateig og sögðu gjörðu svo
vel. Svíar voru ekki lengi að nýta
sér það og fullkomnuðu niðurlæg-
inguna.
Eyjólfur Sverrisson tók mikla
áhættu í vali sínu á byrjunarlið-
inu kannski eins og Kamikaze-
flugmaður kvöldið fyrir orustu.
Hann henti fjórum mönnum út úr
byrjunarliðinu og kastaði tveim-
ur ungum og reynslulausum leik-
mönnum út í djúpu laugina. Hann
ætlaði sér greinilega að hrista upp
í leikmannahópnum því alls voru
fimm nýir leikmenn komnir inn í
byrjunarliðið. Hvort sem það var
vegna sambandssleysis eða óör-
yggis þá nýttu Svíar sér sofanda-
hátt og skipulagssleysi íslenska
liðsins í föstum leikatriðum.
Svíar voru komnir 1-0 yfir eftir
tíu mínútur þegar Marcus Allbäck
var á réttum stað á markteignum
eftir að íslenska liðinu tókst ekki
að bægja hættunni frá eftir að
Árni Gautur Arason hafði varið
þrumuskot Tobias Linderoth út í
teiginn.
Emil sýndi mikil tilþrif þegar
hann komst á ferðina upp völlinn
á 38. mínútu en Svíar komust fyrir
skotið. Í kjölfarið náðu íslensku
strákarnir upp nokkurri pressu
og Andreas Isaksson varð að hafa
sig allan við að verja skot Brynj-
ars Björns Gunnarssonar skömmu
síðar. Aðeins nokkrum mínútum
síðar gerðu Svíar hinsvegar út um
leikinn.
Á 40. mínútu voru Svíar aftur
fyrri til að vinna frákast í teign-
um og Anders Svensson afgreiddi
boltann í netið eftir að hann datt
fyrir hann eftir að íslenska liðinu
mistókst að hreinsa frá eftir horn-
spyrnu. Aðeins þremur mínútum
síðar var staðan orðin 3-0 og ljóst
að þessi leikur myndi ekki enda
vel. Olof Mellberg stóð einn og yf-
irgefinn í teignum eftir að Svíar
tóku stutta hornspyrnu og af-
greiddi hann viðstöðulaust í fjær-
hornið niðri.
Upphaf seinni hálfleiks var
síðan einn brandari. Fyrst labb-
aði Makus Rosenberg í gegnum
vörnina og svo hreinlega leyfðu
miðverðir íslenska liðsins Svíum
að skora fimmta markið í einu
ótrúlegasta atviki í sögu íslenska
landsliðsins.
Svíar eru komnir í mjög góða
stöðu í riðlinum og það er ekki
margt sem getur komið í veg fyrir
að liðið spili í úrslitakeppninni í
Sviss og Austurríki sumarið 2008.
Uppskera íslenska liðsins er
hinsvegar ekki knattspyrnu-
þjóð sæmandi sem ætlar að láta
taka sig alvarlega. Eitt stig út úr
sex síðustu leikjum og skelfileg
frammistaða í tveimur síðustu
leikjum. Það þarf að taka á vanda-
málinu og eina sjáanlega leiðin er
að skipta um mann í brúnni. Þessi
undankeppni er búin og lokaleik-
irnir í keppninni ættu að vera
kjörið tækifæri fyrir nýjan þjálf-
ara að búa til nýtt lið.
Íslenska landsliðið var niðurlægt í 5-0 tapi fyrir Svíum í Solna í gær. Svíar skoruðu fjögur marka sinna á
afar ódýran hátt á ellefu mínútna leikkafla í kringum hálfleikinn.
Geir Þorsteinsson, for-
maður KSÍ, sagði í viðtali við
Hörð Magnússon á Sýn eftir leik-
inn í gær að hann styddi Eyjólf
Sverrisson, landsliðsþjálfara.
„Leikmennirnir og þjálfarar-
nir njóta okkar trausts,“ sagði
Geir. „Þeir lögðu sig fram við
það sem þeir voru að gera. Það
tókst ekki og ekki heldur í síð-
asta leik þannig að við þurfum að
skoða hvað við getum gert betur.
En minn hugur beinist fyrst og
fremst að því að standa þétt að
baki þjálfaranum og því sem
hann er að gera, sem og liðinu
öllu. Svo sjáum við hvað framtíð-
in ber í skauti sér en Eyjólfur er
góður þjálfari, það er alveg klárt
mál.“
Styður Eyjólf
Það er enginn uppgjafar-
tónn í Eyjólfi Sverrissyni, lands-
liðsþjálfara, þrátt fyrir að Ísland
hafi aðeins fengið eitt stig í síð-
ustu sex leikjum sínum og tapað
0-5 í Svíþjóð í gær. „Mér finnst
ósanngjarnt að menn séu að krefj-
ast þess að ég hætti með liðið. Við
erum bara búnir með níu leiki sem
er eins og undirbúningstímabil hjá
félagsliði og við höfðum ekki haft
mörg tækifæri til þess að prófa
leikmenn. Þessi keppni er búin
fyrir okkur og við erum að þreifa
okkur áfram og hugsa til framtíð-
ar. Við viljum komast lengra og þá
er mjög mikilvægt að við förum í
vissa endurnýjun. Einhvern tím-
ann verða þessir strákar að stíga
sín fyrstu skref og það er það sem
við erum að einblína á núna,“ segir
Eyjólfur sem sagðist vilja halda
áfram að taka áhættur. „Við vilj-
um komast á lokamót. Það er langt
þangað og mikil vinna framund-
an en við höfum alveg trú á því að
liðið eigi möguleika á að komast
svo langt,“ sagði Eyjólfur sem var
brattur þrátt fyrir skellinn.
„Þetta er virkilega erfitt því við
töpuðum leiknum á ellefu mínút-
um sem voru gríðarlega vonbrigði.
Strákarnir misstu einbeitinguna og
fengu meðal annars mark á sig sem
fer í sögubækurnar. Varnarleikur-
inn var ekki í molum. Hann var í
raun ágætur því þeir voru ekki að
fá mikið af færum. Fyrir hálfleik
áttum við ágætar rispur í stöðunni
1-0 og fengum þrjú færi. Það hefði
gefið liðinu mikið sjálfstraust að fá
mark þá,“ sagði Eyjólfur.
„Það jákvæða við leikinn var að
við vorum að fá inn unga leikmenn
sem voru að standa sig og það var
gaman að sjá að þeir voru að stíga
sín fyrstu skref og voru að standa
sig með prýði. Ég er ánægður með
að hafa haft tækifærið til þess að
sjá þessa leikmenn. Maður hefur
fáa leiki til þess að prófa þessa
stráka. Ég hefði getað stillt upp
varnarmúr og sækja ekki neitt. Ég
hafði lítinn áhuga á því þar sem
ég vildi gefa þessum ungu strák-
um tækifæri,“ sagði Eyjólfur sem
hrósað Theódór Elmari mikið.
„Mér leist rosalega vel á Theó-
dór Elmar á æfingum. Ég sé svona
Rúnar Kristinsson í honum. Hann
er mjög spilandi og heldur boltan-
um vel en við höfum lengi talað
um að okkur vantar leikmenn sem
geta haldið boltanum. Það er ekki
leiðum að líkjast að vera líkt við
Rúnar,“ sagði Eyjólfur um Theó-
dór Elmar Bjarnason, sem var val-
inn besti maður íslenska liðsins af
heimamönnum.
Ósanngjarnt að krefjast þess að ég hætti
Ívar Ingimarsson tók
fulla ábyrgð á fimmta markinu
sem Svíar skoruð í gær en mark-
ið var afar furðulegt þar sem ís-
lensku varnarmennirnir gáfu
boltann til Svía og horfðu síðan á
þá skora. „Ég tek fimmta mark-
ið á mig því þetta voru mín mis-
tök og ég átti að vita betur. Ég
vann boltann og þegar ég leit upp
sá ég dómarinn vera að benda og
því hélt ég að hann væri búinn að
flauta aukaspyrnu. Í minni barns-
legu einlægni þá ætlaði ég að spila
boltanum aftur á Árna Gaut svo að
hann gæti tekið aukaspyrnuna,“
sagði Ívar eftir leikinn og hann
var einnig tilbúinn að taka á sig fleiri mörk enda alveg niðurbrot-
inn eftir leik. „Þetta er það erfið-
asta og versta sem ég hef lent í á
fótboltaferlinum ef ég segi alveg
eins og er.“
Besti maður íslenska liðsins var
Theodór Elmar Bjarnason. „Það er
gaman að hafa verið valinn best-
ur í sínum fyrsta leik í byrjunar-
liði en það er samt lítil hamingja
eftir svona leik,“ sagði Theodór
Elmar eftir leikinn en hann hélt þá
á kristalskál sem hann fékk gef-
ins fyrir að hafa vera valinn besti
leikmaður Íslands af heimamönn-
um. „Við vorum miklu slakara
liðið og lítið með boltann þannig
að þetta voru mikið bara varnar-
hlaup,“ sagði Theodór.
Ívar tekur fimmta markið á sig
„Íslenska liðið var mjög
agað og skipulagt í fyrri hálf-
leik og skapaði mörg vandamál
fyrir okkur. Eftir að við skoruð-
um mörkin í lok fyrri hálfleiks
varð þetta mun auðveldari leikur
fyrir okkur eins og er alltaf þegar
lið kemst í 3-0,“ sagði Lars Lager-
bäck, þjálfari Svía á blaðamanna-
fundi eftir leikinn. „Við vorum
þolinmóðir, kannski of þolinmóðir
en í hálfleik talaði ég um að keyra
upp hraðann í leiknum sem tókst
vel í upphafi seinni hálfleiks.“
Vorum þolin-
móðir