Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 88
Þegar allt kemur til alls og kjarninn hefur verið skil- inn frá hisminu blasir við einföld skýring á flest öllum vandræðum heimsins: Það er of mikið til af hálfvitum. staðreynd er þó alltof sjaldan haldið á lofti og allskyns vitleysa borin á borð í staðinn, oft- ast margtuggin pólitískt rétt froða sem gerir engum gott og dreifir bara athyglinni frá því sem blasir við öllu almennilegu fólki: Það er of mikið til af hálfvitum. Því var ákaflega þakklátt og hressandi þegar fulli hálfvitinn sem stökk inn á fótboltaleikinn í Danmörku og sló til dómarans með þeim afleiðingum að Svíum var dæmdur sigurinn var kallaður í blöðunum nákvæmlega það sem hann er: Hálfviti. Reyndar var hann bara kallaður hálfviti í dönsku blöðunum, og kannski bara þeim gulustu, og ef fullur hálfviti hefði stokkið inn á Laugardalsvöll með sömu afleiðingum er líklegast að hann hefði ekki verið kallaður hálfviti í íslenskum fjölmiðlum, heldur drukkinn einstaklingur, ógæfumaður, eða í besta falli vitleysingur. hálfvitar verða sýnu hættulegri séu þeir fullir, og fullir hálfvitar eru á bakvið allar ofbeldisfréttir sem fylla fjöl- miðla eftir helgar. Ef fréttir væru sagðar á mannamáli án froðuslikj- unnar væru fyrirsagnirnar svona: „Fullir hálfvitar lömdu mann til óbóta á Laugavegi“, „Fullur hálf- viti hætti lífi og limum fólks með ofsaakstri“ eða „Fullir hálfvitar eyðilögðu 80 bíla fyrir framan sjúkrahús að gamni sínu“. Lítið virðist ganga að slá á hálfvitaskap fullra íslenskra hálfvita, enda er þeim hleypt jafnóðum út og þeir hafa sofið úr sér. Ég leyfi mér því að benda Birni og Stefáni á leið til að hamla gegn hálfvitaskapn- um: Gapastokkum á Arnarhóli. Líklega kæmi þó allt fyrir ekki og það myndi fljótlega þykja töff að fara í gapastokkinn, á sama hátt og það eru viðurkennd töffheit í hópum hálfvita að haga sér eins og hálfviti. Hálfvitar í gapastokk- um yrðu brátt vinsælasta efnið á netinu næst á eftir fullum stelpu- hálfvitum í sleik. hálfvitar þurfa alls ekki að vera fullir til að láta til sín taka í ruglinu. Allsstaðar þar sem mann- skæð átök ríkja eru hálfvitar að verki stútfullir af ýmisskonar hálfvitaskap: trúarhita, græðgi, fordómum og rugli. Hálfvita- skapurinn virðist hafa fest sig í sessi og mun bara aukast eftir því sem við færumst nær endalokum tegundarinnar. Nema svo ótrúlega vilji til að fólk hætti bara þessum hálfvitaskap. Hálfvitar 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI F í t o n / S Í A Í Evrópu eru mörg ólík lönd sem öll hafa sín sérkenni Með Vodafone Passport sameinast þau í eitt mínútuverð. Það sama og á Íslandi. Vodafone Passport er þjónusta sem gerir viðskiptavinum Vodafone kleift að hringja á sama mínútuverði í 18 löndum í Evrópu og heima. Greitt er 139 kr. upphafsgjald og eftir það gildir sama verðskrá og á Íslandi. Skráðu þig strax á www.vodafone.is, komdu við í verslun okkar, eða hringdu í 1414. Þú getur líka skráð þig með því að senda SMS skilaboðin Passport í 1900. Enginn stofnkostnaður og ekkert mánaðargjald. Gríptu augnablikið og lifðu núna FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.