Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 4
Taktu þátt og safnaðu stimplum hjá Olís. Glæsilegir vinningar í boði! Við höldum með þér! Óvæntur árangur náðist í gær í tveimur af stærstu deilumálun- um, sem til umræðu eru á leið- togafundi G8-ríkjanna í Heili- gendamm í Þýskalandi. Annars vegar tókst Angelu Merkel Þýskalandskanslara að fá George W. Bush Bandaríkjafor- seta til að fallast á sameiginlega yfirlýsingu um umhverfismál, og hins vegar virðist sem Banda- ríkjamenn og Rússar hafi fundið hugsanlega leið út úr ágreiningi sínum um eldflaugavarnir. Angela Merkel Þýskalands- kanslari fullyrti í gær að leiðtogar allra ríkja G8-hópsins, þar á meðal Bandaríkjanna, hafi fallist á sam- eiginlega yfirlýsingu, þar sem þeir skuldbinda sig til þess að „skoða alvarlega“ hugmyndir Evrópusam- bandsins, Kanada og Japans um að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda um helming fyrir árið 2050. „Við skuldbindum okkur til að ná þessum markmiðum og bjóða helstu upprennandi efnahagsríkj- um heims að taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir í yfir- lýsingunni. Almennt er litið svo á að þetta sé mikill sigur fyrir Merkel, sem hafði lagt alla áherslu á að sam- komulag tækist um þetta á fundin- um. Á fundi þeirra Bush Bandaríkja- forseta og Vladimírs Pútín Rúss- landsforseta lagði Pútín til að Bandaríkjamenn setji eldflauga- varnakerfi sitt ekki upp í Tékk- landi og Póllandi, eins og fyrir- hugað er, heldur í Aserbaidsjan. Þá hefðu Rússar ekkert lengur við áformin að athuga, og myndu falla frá hótunum sínum um að beina kjarnorkuflaugum sínum að hluta til í áttina að Evrópuríkjum. Stephen Hadley, öryggisráð- gjafi Bandaríkjaforseta, sagði þetta „athyglisverða tillögu“ frá Rússum. „Látum sérfræðinga okkar skoða það,“ sagði Hadley. Pútín nefndi nokkur skilyrði fyrir því að Rússar gætu fallið frá andstöðu sinni við áform Banda- ríkjamanna. Í fyrsta lagi þurfi Bandaríkjamenn að taka fullt mark á áhyggjum Rússa af þessu máli, í öðru lagi þurfi allir aðilar að fá jafnan aðgang að kerfinu, og loks verði þróun kerfisins að vera gegnsæ. „Ef þetta verður, þá höfum við ekkert við málið að athuga,“ sagði Pútín. Bush sagðist taka þessar tillög- ur Rússa alvarlega og að þeir Pútín myndu ræða málið frekar á fundi sínum í Bandaríkjunum í byrjun næsta mánaðar. „Við báðum Rússa um að starfa með okkur að eldflaugavörnum, og þeir sýndu okkur vilja til þess,“ sagði Bush. Óvæntur árangur á leiðtogafundinum Merkel fékk Bush til að fallast á sameiginlega yfirlýsingu um umhverfismál. Pútín kom með óvænta tillögu um hið umdeilda eldflaugavarnakerfi Banda- ríkjamanna, sem gæti orðið grundvöllur að lausn. „Þetta er óásættanlegt og maður hlýtur að spyrja sig hvort þetta starfsfólk sé hæft til þess að vinna innan um svona dýran búnað,“ segir Andri Már Ingólfsson, eigandi Heimsferða, en ekið var utan í flugvél ferða- skrifstofunnar á Keflavíkurflug- velli í gær. Þetta er í annað sinn á einni viku sem slíkt gerist. Í fyrra skiptið rakst bíll sem var að flytja mat á vélina en í seinna skiptið var það farangurs- færibandið sem fór utan í vélina. Flugvélarnar skemmdust ekki en þegar óhöpp sem þessi verða þarf að skoða þær og yfirfara. Í bæði skiptin varð sex tíma seinkun á flugi Heimsferða til Alicante. Andri segir að óhapp sem þetta sé farþegunum til mikilla óþæg- inda en einnig kosti það sitt fyrir ferðaskrifstofuna. Stefán Thordersen, fram- kvæmdastjóri öryggissviðs Kefla- víkurflugvallar, viðurkennir að mikið hafi verið um óhöpp á vellin- um undanfarið. „Við erum meðvit- aðir um þetta vandamál og erum að vinna að lausnum. Flugumferð um völlinn hefur aukist og áhætt- an eykst í kjölfarið,“ segir Stefán. Hinn 1. júní síðastliðinn voru gefnar út nýjar öryggisreglur fyrir flugvöllinn sem kynntar hafa verið öllum fyrirtækjum sem starfa á vellinum. Stefán segir að þær séu liður í að fækka óhöppum. Ekið á flugvélar Heimsferða Háskólinn á Bifröst opnar um þessar mundir útibú í húsnæði Þekkingarnets Austur- lands á Egilsstöðum. Í útibúinu verða veittar upplýsingar um nám og kennslu við HB og er þetta fyrsta skrefið í átaki skólans til að breiða starfsemi sína víðar um land. „Við erum að bjóða öllu Austurlandi að koma í fjarnám til okkar,“ segir Rebekka Rán Samper, markaðsstjóri HB. Hún segir að á Austurlandi séu ný sóknarfæri vegna framkvæmda, en til standi að opna álíka stuðningsskrifstofur vegna fjarnámsins um land allt. Opnar útibú á Egilsstöðum Ákæra gegn bandarískri konu í Vermont var felld niður á þriðjudag. Konunni hafði verið gert að sök að hafa starað á lögregluhund og grett sig framan í hann. Mál konunnar átti að fara fyrir rétt í vikunni, en hún var ákærð fyrir slæma meðferð á dýrum og að verjast handtöku. „Ég held að það hefði verið erfitt að sanna að framferði hennar hafi breytt líðan hunds- ins,“ sagði lögfræðingur konunn- ar. „Hundar geta ekki borið vitni.“ Gretti sig framan í lögregluhund Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins verður haldinn á Grand Hóteli á sunnu- dag. Á fundinum verður nýr varaformaður flokksins kjörinn. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður flokksins, hefur gefið kost á sér í sæti varaformanns. Hún segir að enn hafi aðeins hún lýst því yfir opinberlega að sækjast eftir embættinu. Miðstjórn getur einnig tekið ákvörðun um að flýta landsfundi, sem að óbreyttu verður ekki fyrr en á næsta ári, en á honum stendur til að kjósa formann flokksins. Valgerður ein um varaformanninn Lögreglurannsókn á slysinu sem varð í sundlaug Kópavogs 26. apríl síðastliðinn þegar 15 ára piltur fannst meðvitundarlaus á botni laugarinnar er lokið. Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að ekkert sé hægt að fullyrða um tildrög slyssins. Pilturinn liggur enn meðvitundarlaus á sjúkra- húsi. Pilturinn var í skólasundi þegar slysið átti sér stað. Hann var utan sjónsviðs eftirlitsmyndavéla og rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að enginn varð var við það þegar pilturinn sökk til botns. Rannsóknarskýrslan hefur verið send til lögfræðisviðs lögreglunnar. Tildrög óupplýst Ólöglegum hjólum í verslunum hefur fækkað undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í könnun sem Brautin - bindindisfélag ökumanna og Sjóvá Forvarnahúsið gerðu. Ólöglegum hjólum hefur fækkað úr 47 prósentum í 38 prósent en betur má ef duga skal að mati Einars Guðmundssonar, forstöðumanns Forvarnahússins. „Það er mikilvægt að foreldrar átti sig á því að þegar þeir kaupa reiðhjól eru þeir kannski ekki að kaupa löglegan hlut,“ segir hann. Þeir hlutir sem vantar á hjólin eru til að mynda frambremsur og keðjuhlífar. Bjöllur og lásar, sem er einnig skylda að hafa á hjólum, voru undanskilin í þessari könnun. Fækkar hægt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.