Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 68
Kl. 20.30 IsNord tónlistarhátíðin í Borgar- firði. Hátíðin hefst með tónleikum á Indriðastöðum í Skorradal með tón- list eftir Kjartan Ragnarsson leik- ara. Flutt verða lög sem ekki hafa heyrst mikið áður, en einnig lög úr Saumastofunni sem urðu þjóðþekkt á sínum tíma. Meðal flytjenda eru Kjartan Ragnarsson, Jóhann Sig- urðarson, Halldóra Friðjónsdótt- ir, Íris Björg Guðbjartsdóttir og Kammerkór Vesturlands. Fleiri Yfirvofandi sýningar Hollvinir Héraðsskólans á Laug- arvatni efna á laugardag til há- tíðar á Laugarvatni sem helg- uð er Jónasi Jónssyni frá Hriflu, menntafrömuði, ráðherra og stjórnmálaskörungi. Verður á Jónasarvöku einkum beint sjón- um að þætti Jónasar í stofnun Héraðsskólans á Laugarvatni og verða kallaðir til sérfræðingar á nokkrum sviðum til að greina framlag Jónasar og hvernig skól- inn þar eystra er sem kviksjá fyrir skoðanir hans og störf. Samkomuhaldið hefst með fánahyllingu en þar verður dreg- inn að húni Hvítbláinn sem Jónas vildi að yrði þjóðfáni Íslands. Verður síðan gengið um staðinn og litið til hvernig skólasetrið þar byggðist upp. Eftir hádegi verður þingað: sex frummælendur rekja ýmsa þætti í sögu Jónasar: Ívar Jónsson prófessor skoðar Jónas í samtímanum og samtímann í Jónasi, Helgi Skúli Kjartansson prófessor fjallar um skólafröm- uðinn Jónas, Guðjón Friðriksson sagnfræðingur kallar erindi sitt Laugarvatn - borgarvirki stjórn- málastarfs Jónasar, Pétur Ár- mannsson fjallar um á teikniborði Guðjóns Samúelssonar, Gerður Steinþórsdóttir segir frá tengsl- um afa síns við staðinn. Loks mun Kristinn Kristmundsson fyrrum skólameistari Menntaskólans tala um skólasetrið þar í tímans rás í tengslum við hugmyndir Jónasar. Á laugardagskvöld munu ráð- stefnugestir gleðjast yfir kvöld- verði og dagskrá sem helguð er „þjóðlegum anda“. Mikilvægi Jónasar í sögu síð- ustu aldar verður seint metið. ‚ítarleg ævisaga hans kom út fyrir fáum árum og er á þrotum . Heildarsafn skrifa hans er ekki til og harla erfitt að ná saman heillegu yfirliti um margvíslegt framlag hans til opinbers lífs á liðinni öld. Vaka Hriflu -Jónasar Átján smámyndir eftir Svavar Guðnason (1909-1988) voru boðn- ar upp á vegum uppboðshússins Bruun Rasmussen í Breiðgötu í Kaupmannahöfn á miðvikudag. Allar myndirnar fóru á langt yfir matsverði uppboðshaldarans. Þær voru allar úr eigu Roberts Dahlman-Jensen arkitekts sem var vinur Svavars og vann með Asger Jorn að útgáfu Helhesten og síðar útgáfu CoBrA-tímarits- ins í Danmörku. Myndirnar voru frá ýmsum tímabilum; þær elstu frá 1937 og 1939: sú eldri, pastelmyndin Kjarr (20x25) seldist á 125 þús- und, vatnslitamyndin Bátar í firði (20x23) seldist á 193 þús- und. Myndirnar átján gáfu gott yfirlit um stílþróun Svavars: sú yngsta var gerð 1982. Regnveð- urspastel (30x19) frá 1941 fór á 160 þúsund. Þarna voru myndir frá 1946, 1952, 1957, 1961, 1963 og 1980 auk fyrrgreindra. Hæsta verðið fékkst fyrir verk frá 1957 ( 40x30) 340 þúsund. Í flestum tilvikum þrefaldaðist verðið frá mati. Bruun tekur gjald af hverju verki sem selt er - 500 kr. dansk- ar og kaupandi þarf að greiða ofan á verðið 16% þóknun til upp- boðshússins. Verkin á uppboðinu njóta þess að þau koma frá tryggum og kunnum eiganda. Líklegt er að þau hafi í einhverjum tilvik- um verið keypt íslenskum kaup- um um vef en uppboðið var að- gengilegt á vefnum. Síðar í þess- um mánuði er verk eftir Svavar á uppboði hjá Christies. Málverk Svavars hækka enn Fyrir fimm árum réðust Leikfé- lag Reykjavíkur og Íslenski dans- flokkurinn í að halda samkeppni um nýsmíði verka sem vógu salt mill dansins og leiksins. Undirtekt- ir voru góðar. SPRON kom þegar í upphafi að kostun hátíðarinnar og stóðu vonir til að Íslenski dans- flokkurinn gæti með þessu tiltæki bætt nýjum dansverkum á verk- efnaskrá sína. Hefur lokakvöldið ævinlega verið skemmtileg kvöld- stund, þótt þess hafi oft séð merki að keppendum gefst lítill tími til að þróa verkin. Frá upphafi hafa forráðamenn haldið dagskránni úti eitt kvöld og ekki hvikað frá því þótt oftast hafi verið fullt hús. Hefur keppniskvöldið því oft tekið á sig svip árshátíðar með góðri dagskrá því jafnan er slegið upp veislu á eftir sýninguna. Árangur af fjórum keppnum er sá að LR og ÍD hafa nú stofn- að sérstakt Dansleikhús og frum- sýnir það fyrstu afurð sína þegar fimmta keppnin er afstaðin meðan dómnefndin ræður ráðum sínum. Það eru Marta Nordal leikkona og dansari og Peter Anderson sem hafa samið verk sem ber heit- ið Mikil gleði. Það voru sex hug- myndir valdar úr innsendum til- lögum og fengu höfundar þeirra og samstarfsmenn 25 vinnustund- ir til að æfa verkin og máttu koma með margháttað tillegg til vinnsl- unnar. Fyrsta verk kvöldsins er Án titils eftir Árna Pétur Guðjóns- son, sama heiti ber annað verk- ið eftir þær Ásgerði G. og Katr- ínu Gunnarsdætur, Glæstar vonir heitir verk Steinunnar Ketilsdótt- ur en hún frumsýnir líka á laug- ardag verk í Hafnarfjarðarleik- húsinu, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgar Magnason, Cameron Cor- bett og Diederik Pters eiga verk- ið Blink of an Eye, Andreas Con- stantinou kallar verk sitt Mánudag og Irma Gunnarsdóttir á verkið On hold í keppninni. Árni Pétur Guðjónsson kepp- ir nú í annað sinn en hans verk byggt á Vinnukonum Genet var fyrir tveimur árum í öðru sæti: „Ég vinn núna - annað kemur ekki til greina.“ Að þessu sinni bygg- ir hann tíu mínútna verk á Kirsu- berjagarði Tjekovs. Hann segist nota sígildan texta svo það sé eitt- hvert vit í þessu. Það verða þrír dansarar sem koma fram í verk- inu: Lára Stefánsdóttir, Aðalbjörg Árnadóttir og Konráð Þorláksson en hann er nýútskrifaður í listdans- deild Listaháskólans. Árni segist vilja láta reyna á Láru sem leik- konu auk þess sem hann noti nær- mynd sem frásagnarhátt í verkinu. Hann er nýkominn frá Salamanca á Spáni og Amsterdam með Vest- urporti og því nóg að gera. Í dómnefnd er meðal annarra dans- og leikgagnrýnandinn Ren- ata Klett, en áhorfendur kjósa jafnframt sitt uppáhald með að- göngumiða sem atkvæðaseðil. Miðasala er í Borgarleikhúsinu og verður slegist um síðustu mið- ana. 25 tíma dansleikhús í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.