Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 48
 8. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR10 fréttablaðið menntavegurinn Boðið verður upp á nýtt nám við Tónlistarskóla FÍH í haust, auk þess sem haldið verður áfram með nýstárlegt nám sem er ætlað að undirbúa tón- listarmenn fyrir bransann. „Í haust ætlum við að taka upp nýja undirbúningsdeild í söng- námi,“ segir Björn Th. Árnason, skólastjórnandi Tónlistarskóla FÍH, Félags íslenskra hljómlistar- manna. „Vegna mikillar ásóknar í söngdeildina, vildum við gefa fleirum tækifæri á að komast að. Valið verður úr hópi þeirra hæf- ustu sem komast ekki áfram núna í gegnum hefðbundnar leiðir. Núna er verið að móta kennsluna, það er að segja fornámið og fram- haldið.“ Að sögn Björns var nýju námi hleypt af stokkunum í skólanum síðastliðið haust. Það kallast at- burðastjórnun og skólastjórnand- inn líkir því við lífsleikni fyrir fullorðna. „Það er ekki nóg að læra að verða hljóðfæraleikari eða söngv- ari í tónlistarnáminu, heldur nauðsynlegt að þekkja staðhætti, réttindi sín og kunna að koma sér á framfæri, svo dæmi séu tekin. Þessu námi er ætlað að hjálpa mönnum með það. Að vísu gáfu fáir kost á sér í það síðast, þar sem fólk vissi ekki alveg um hvað það snerist. Ég á von á því að margir sæki um í þetta sinn, ekki síst þar sem við ætlum að gefa fleirum þann valmöguleika.“ Að öðru leyti segir Björn námið ekki hafa tekið neinum stakka- skiptum. Það sé þó í stöðugri endurskoðun og félagslífið sé alltaf jafn fjörugt. „Síðasta haust settum við upp söngleikinn „We Will Rock You“ og þar á undan nærmyndartónleika vegna 25 ára afmælis skólans, þar sem fram komu fyrrverandi og núver- andi nemendur skólans. Það var ekki annað að sjá en að þeir sem tóku þátt skemmtu sér mjög vel. Næsta haust er síðan viðbúið að við setjum upp annan söngleik, þótt ekki sé búið að ákveða hver hann verður. Litið er á vinnuna sem fer í þetta sem tímasókn og þar af leiðandi allt saman metið í skólastarfi.“ Björn segir nemendur við skól- ann vera á aldrinum tólf og upp í þrítugt. Þeir stundi grunn-, mið- og framhaldsnám og námið sé Fyrir einstaklinginn og samfélagið Í Framhaldsskólanum á Laug- um var síðasta haust farið af stað með þróunarverkefni sem gengur út á sveigjanlegt námsumhverfi og persónu- bundna námsáætlun. Þuríður Sólveig Sigurðardóttir, nem- andi í Framhaldsskólanum á Laugum, segir alla hafa verið mjög ánægða með verkefnið. Síðasta haust var farið af stað með breytt námsumhverfi á öllu fyrsta árinu í Framhaldsskólanum á Laugum og gert ráð fyrir að ef það gengi vel myndu allir árgangar taka þátt í verkefninu næsta haust. Þuríður var einn af þeim nemend- um sem tóku þátt í þróunarverk- efninu þar sem hún var fyrsta árs nemi á náttúrufræðibraut síðasta vetur. „Verkefnið gengur út á það að allir geti unnið á sínum hraða og þess vegna erum við helminginn af tímanum í skólanum í vinnustof- um þar sem við veljum sjálf hvað við gerum,“ segir Þuríður. „Í stað- inn fyrir að vera til dæmis í fjór- um íslenskutímum á viku erum við í tveimur og fáum tvo tíma í vinnu- stofu á móti, sem er mjög þægi- legt.“ Í vinnustofutímunum ráða nem- endur að sögn Þuríðar sjálfir hvaða námsgrein þeir taka fyrir. „Það er skylda að mæta í vinnu- stofurnar en það er ekki skylda að læra endilega stærðfræði í þriðja tíma á mánudegi. Við getum því öll verið að gera mismunandi hluti. Við fáum samt að vita hvaða kenn- arar eru með vinnustofutímana og maður skipuleggur sig svolítið eftir því. Ef stærðfræðikennar- inn er til dæmis með vinnustofu í fyrsta tíma á miðvikudegi notar maður þann tíma frekar til að klára heimadæmin í stærðfræði en að gera eitthvað annað. Þó að maður þurfi líka að vera í venjulegum tímum með öðrum krökkum þar sem kennarinn talar bara yfir allan hópinn er gott að vita að maður fari svo í vinnustofu þar sem hægt er að fá hann til þess að útskýra námsefnið á manns eigin hraða,“ segir hún. Að sögn Þuríðar er misjafnt eftir dögum hversu mörgum vinnustofutímum nemendur eru í og hversu mörgum hefðbundnum tímum. „Stundum erum við bara í vinnustofum og stundum kannski bara í tveimur tímum í vinnustof- um. Kosturinn við þetta kerfi er að það eru engar eyður og maður Allir vinna á ei Landbúnaðarháskóli Íslands hefur í tvo vetur boðið upp á sérstaka braut í náttúru- og umhverfisfræðum þar sem íslensk náttúra er í aðalhlutverki. „Grunnurinn er kennsla í hefðbundnum raunvís- indum þar sem áherslan er lögð á þverfaglegt nám í náttúru- og umhverfisfræði. Einnig er farið í samspil manns og náttúru með sjálfbæra nýt- ingu í huga,“ segir Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor og námsbrautarstjóri við skólann. Brautin var fyrst sett á laggirnar haustið 2005 og munu fyrstu nemendurnir útskrifast með BS- gráðu að ári. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt nám því nýting okkar á náttúrunni er alltaf að aukast. Ís- lensk náttúra er mjög sérstök og við þurfum fleira fólk sem hefur góða þekkingu á henni til að geta nýtt hana skynsamlega.“ Anna segir sérstöðu brautarinnar felast í þver- faglegu námi þar sem nemendur fái grunn í jarð- fræði, veðurfræði, grasafræði, dýrafræði og að lokum vistfræði sem tengir þessar greinar saman. Þeir munu einnig útskrifast með sérþekk- ingu á náttúru Íslands þar sem vettvangsferðir og útinám eru stórir þættir. Aðsókn á brautina hefur aukist til muna og kom- ast nú færri að en vilja og má tengja það við vax- andi áhuga og umræðu um umhverfismál. Anna Guðrún sér fyrir sér að nemendur hennar muni í framtíðinni gegna stóru hlutverki við hvers konar landnýtingu, hvort sem um er að ræða virkjanir, vegagerð eða sumarbústaðalönd. thorunn@frettabladid.is Nýta náttúruna við námið Anna Guðrún Þórhallsdóttir er prófessor og námsbrautar- stjóri í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Námið í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri einskorðast ekki við skólastofuna og gjarnan er farið í vettvangsferðir. Nemendur á fyrsta ári í vettvangsferð í fjöru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.