Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 32
BLS. 2 | sirkus | 8. JÚNÍ 2007 V iðskiptajöfurinn Gísli Þór Reynisson, sem var í 15. sæti á lista yfir ríkustu Íslendingana í nýlegri úttekt Sirkus með 35 milljarða í hreina eign, hefur gaman af fínum farartækjum. Hann á eina 19 metra snekkju, Nordic Princess, sem hann festi kaup á í fyrra, sem og nokkrar einkaflugvélar sem eru reknar undir merki flugfélagsins IceJet. Hann er nú með aðra enn stærri og flottari snekkju í smíðum sem hann fær afhenta seinna í sumar. Sú snekkja er 35 metrar á lengd og eftir því sem Sirkus kemst næst getur verð á slíkum snekkjum hlaupið á milljörðum. Patrick Coote, yfirmaður markaðs- sviðs Frazer Yachts, sem framleiðir lúxussnekkjur fyrir ríka fólkið, sagðist halda að verðið á 35 metra langri snekkju gæti hlaupið á 30 til 40 millj- ónum evra (um 2,5 til 3,4 milljörðum), allt eftir því hversu flott snekkjan væri. Heimildir Sirkus herma að lúxus- snekkja Gísla muni ekki vera svo dýr heldur einhvers staðar í kringum 1,5 milljarða. Síðan bætist við rekstar- kostnaður snekkjunnar, sem er með átta manna áhöfn en hann mun ekki vera undir 200 milljónum á ári. Gísli, sem hefur auðgast gífurlega á við- skiptum sínum í Eystrasaltslöndun- um, vildi ekki tjá sig um snekkjuna stóru þegar Sirkus hafði samband við hann. En þótt snekkja Gísla sé stór- glæsileg þá er hún eins hver annar árabátur við hliðina á stærstu snekkju rússneska milljarðamær- ingsins Romans Abramovich, sem er eigandi enska knattspyrnu- liðsins Chelsea. Snekkja hans, Pelarus, er 95 metrar á lengd og kost- aði um átta milljarða. Arnar Gunnlaugs gaf kærustunni Benz Athafnamaðurinn og knattspyrnu- kappinn Arnar Gunnlaugsson, sem leikur með toppliði FH í Lands- bankadeildinni, er gjafmildur maður. Arnar hefur gert það gott í fasteigna- viðskiptum á undanförnum árum og lét sig ekki muna um að kaupa eitt stykki Benz fyrir kærustu sína Pöttru Sriyan- onge á dögunum. Það verður þó að fylgja sögunni að hann var ekki nýr, heldur árgerð ‘98. Jón Ársæll notar sumrfríið til að þrífa styttur Sjónvarpsmaðurinn vinsæli Jón Ársæll Þórðarson er kominn í sumarfrí. Nokkrar vikur eru síðan hin margverðlaunaða þáttaröð Sjálfstætt fólk rann sitt skeið á enda enn einn veturinn en ljóst er að þráð- urinn verður tekinn upp á nýjan leik á kom- andi hausti. Jón Ársæll þykir vera með eindæmum atorkusamur og fellur sjaldan verk úr hendi. Það var ekki við því að búast að sumarfríinu yrði eytt í afslöppun og kom það fáum á óvart þegar sást til hans í miðbænum um helgina þar sem hann þreif drullu af styttum sem eiginkona hans, listakonan Steinunn Þórarinsdóttir, hafði gert og standa neðst í Bankastræt- inu. Þreif Jón Ársæll stytturnar sæll og glaður af sjaldséðri natni þegar ljósmynd- ara Sirkus bar að garði. Leigir ballettsal og kennara fyrir dóttur sína Athafnamaðurinn Sigurður Bollason, sonur Bolla Kristinssonar, sem einatt er kenndur við 17, gerir augljóslega allt fyrir dóttur sína sem verður þriggja ára í október. Hún vildi byrja að æfa ballett í fyrra en fékk synjun þar sem aldurs- takmarkið er þriggja ára. Sigurður tók sig þá til og leigði ballettsal og þrjá kenn- ara einu sinni í viku fyrir dótt- ur sína og tvær vinkonur hennar. Þ etta er draumastarf fyrir mig og mörg þessara laga hef ég kunnað frá því ég var 12 ára,“ segir Eiríkur Hauks- son sem ferðast þessa dagana með Ken Hensley, aðallaga- smiði hljómsveitarinnar Uriah Heep. Eiríkur og félagar héldu tónleika í Hamborg í Þýskalandi fyrir viku og verða á ferðinni um Evrópu. „Við erum að spila þessi gömlu góðu lög auk nýs efnis. Þetta er eins og með Rolling Stones, þeir þurfa alltaf að spila Satisfaction en við spilum July Morn- ing og Easy Livin‘“. Þeir rokkarar sem eru nógu gamlir til þess að hafa verið unglingar á bilinu 1970-80 muna eftir þessu,“ segir Eiríkur og bætir við að hann sé líka að troða upp hér og þar á eigin vegum. „Það er sko líf eftir Eurov- ision,“ segir hann kátur og bætir við að hann hafi alltaf verið aðdáandi Uriah Heep. „Fyrsta platan sem ég keypti fyrir eigin pening var Uriah Heep-plata en bandið var í miklu uppáhaldi hjá mér ásamt Black Sabbath, Deep Purple og Led Zeppelin. Þetta voru allt áhrifavaldar í lífi mínu. Nú er bara að koma þessu bandi heim til Íslands í haust.“ indiana@frettabladid.is Það er sko líf eftir Eurovision ATHAFNAMAÐURINN GÍSLI ÞÓR REYNISSON BÆTIR VIÐ SKIPAKOST SINN MEÐ 1,5 MILLJARÐA KRÓNA LÚXUSSNEKKJU Í SMÍÐUM ROKKARI Eiríkur er að túra með einum úr Uriah Heep en sveitin hefur ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá honum. RISASTÓR Pelorus, snekkja Romans Abramovich, er gríðarlega stór og kostar um átta milljarða. NORDIC PHOTOS/GETTY blogg blogg.visir.is/sirkus Fréttir vikunnar FÍNT AÐ FLJÓTA Á SLÍKU FLEYI Einhvern veginn svona lítur nýja snekkjan, sem Gísli fær afhenta í sumar, út. LÍTIL OG NETT Gísli á fyrir 19 metra langa snekkju sem hann hyggst eiga áfram eftir því sem heimildir Sirkus herma. HAFA GAMAN AF ÞVÍ AÐ SIGLA Hjónin Anna Margrét Kristinsdóttir og Gísli Reynisson njóta lífsins á hafi úti. SIRKUSMYND/SIGURJÓN RAGNAR ELSKAR SNEKKJUR Rússinn moldríki Roman Abramovich vill hafa það gott þegar hann ferðast. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.