Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 81
 Theodór Elmar Bjarna- son mun líklega framlengja samn- ing sinn við Celtic á næstu dögum. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Theodórs, var í Englandi í gær þar sem hann var í viðræðum við for- ráðamenn Celtic en hann vildi ekk- ert segja til um hvernig samninga- viðræðurnar gengu þegar Frétta- blaðið talaði við hann í gærkvöldi. „Ef þeir samþykkja það sem við höfum lagt á borðið þá framlengi ég samninginn minn,“ sagði Theo- dór Elmar í gær en hann fer fram á að hækka í launum hjá félaginu. Það verður að teljast skiljanlegt miðað við framgöngu hans hjá fé- laginu undanfarið en hann braut sér leið inn í aðallið félagsins undir lok tímabilsins í Skotlandi. Theodór er nú staddur á Íslandi þar sem hann er í kærkomnu fríi. „Það er mjög gott að vera kominn heim og fá smá tíma til að slappa af með fjöl- skyldu og vinum,“ sagði Theodór sem var einmitt á leið að fá sér að borða með Kjartani Henry Finnbogasyni sem var með honum í Celtic. Ef samningaviðræðurnar við Celtic ganga ekki upp á Theodór nokkra ása uppi í erminni. „Það eru mörg lið sem hafa sýnt mér áhuga. Við höfum fengið tilboð frá Danmörku og það eru nokkur lið í Noregi sem vilja fá mig. Svo skoð- um við okkur eflaust um á Eng- landi líka,“ sagði Theodór um leið og Kjartan skaut því inn í samtalið að þeir myndu að sjálfsögðu finna sér saman klúbb á Englandi, við mikið hlátraskall. Theodór Elmar ræddi við Gor- don Strachan, stjóra Celtic, um framtíð sína hjá félaginu áður en hann hélt til Íslands til að spila með landsliðinu áður en sumarfrí- ið tók við. „Ég ræddi við Strachan og hann lofaði því að ég fengi að spila meira á næsta tímabili. Hann sagði líka að það yrði mjög stórt tímabil fyrir mig. Það er ljóst að það eru spennandi tímar framund- an hjá Celtic,“ sagði Theodór sem var vongóður um að framlengja samning sinn hjá skosku risunum. Það eru spennandi tímar framundan SMÁRALIND I 522 8383 RÝMINGARSALA stendur aðeins til 16. júní allar vörur með 50-90%afslætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.