Fréttablaðið - 08.06.2007, Side 24

Fréttablaðið - 08.06.2007, Side 24
greinar@frettabladid.is Kvótakerfið í sjávarútvegi snýst ekki um ástand fiskistofna. Það er hlutverk fiskifræðinga að rann- saka slíkt ástand. Ég skal ekkert um það segja, hversu nákvæmar niðurstöður þeirra eru, en hitt veit ég, að okkur býðst ekkert betra. Ef til vill hafa veiðar ekki úrslitaáhrif á stofna. En við verðum að trúa því, að þær hafi einhver áhrif, enda stækkuðu stofnarnir, þegar lítið var veitt í seinni heimsstyrjöld. Líf- fræðileg ofveiði er til. Við verðum að treysta fiskifræðingum um það, hver hún sé. Ef þeir segja okkur, að við verðum að minnka veiðar úr einstökum stofnum, þá hljótum við að fara eftir því. Kvótakerfið í sjávarútvegi snýst um annað. Þegar aðgangur er ótakmarkaður að takmarkaðri auðlind, eykst sóknin í hana, þang- að til allur gróði af henni hefur horfið í aukinn kostnað. Þetta er lögmál, sem ekki er deilt um í al- vöru. Staðfestingu þess getur að líta um allan heim. Við Íslend- ingar kynntumst þessu vel fyrir 1980. Þá óx flotinn miklu hrað- ar en aflinn. Við sóuðum miklu fé í of mörg skip, sem voru að eltast við sífellt minni síldar- og þorsk- stofna. Einfaldast er að sjá þetta fyrir sér með því að segja, að sex- tán bátar hafi veitt fisk, þegar að- eins þurfti átta. Verkefnið þá var að fækka bát- unum úr sextán í átta. Tvær leiðir voru til. Sumir vildu, að fækkunin yrði framkvæmd með því, að ríkið byði upp aflaheimildir, sem verð- lagðar væru svo hátt, að aðeins átta betur reknu bátarnir yrðu eftir á miðunum. Hinir átta bátarnir, sem verr væru reknir, gætu ekki greitt uppsett verð og yrðu að hætta veið- um. Þannig fengist hagræðing- in á einum degi. Aðrir, þar á meðal við Ragnar Árnason prófessor og sjávarútvegsráðherrarnir Hall- dór Ásgrímsson og Þorsteinn Páls- son, lögðu til, að allir sextán bátarn- ir fengju aflaheimildir, sem nægðu átta bátum til hagkvæms reksturs. Þeir mættu síðan versla með þess- ar aflaheimildir. Þannig myndi bát- unum smám saman fækka úr sex- tán í átta. Hagræðingin yrði hæg og sársaukalítil. Þessi leið var sem betur fer valin. Það er mikilvægt að skilja, að einn tilgangur kvótakerfisins var ein- mitt að fækka bátunum. Þeir voru of margir. Þess vegna er það kost- ur á kerfinu, ekki galli, þegar afla- heimildir eru sameinaðar og færð- ar frá tveimur bátum á einn. Samt er jafnan rekið upp ramakvein, þegar það gerist. Frjálst framsal aflaheimilda gegnir því hlutverki að flytja heimildirnar þangað, sem þær eru best nýttar. Sjónvarpið flutti nýlega marg- ar fréttir af Flateyri, en þaðan hafa aflaheimildir flust. Verka- fólkið, sem sást í fréttunum, var að vísu nær allt útlent. En hvað skal gera? Halda með ríkisstyrkjum uppi rekstri, þar sem hann er óhag- kvæmur? Ef útgerð borgar sig á Flateyri, þá hljóta heimamenn að geta keypt þangað aflaheimildir. Ef útgerð er ekki hagkvæm þar, þá verða Flateyringar að sæta sömu reglu og Reykvíkingar og svip- ast um eftir öðrum tækifærum. Í Reykjavík hætta fyrirtæki rekstri, án þess að Sjónvarpið flytji um það sérstakar fréttir. Starfsmenn slíkra fyrirtækja leita sér að ann- arri vinnu og finna, því að ekkert atvinnuleysi er á Íslandi ólíkt því, sem gerist í Evrópusambandinu. Gagnrýni Morgunblaðsins á eig- endur Brims, þá Guðmund og Hjálmar Kristjánsson, fyrir að vilja kaupa Vinnslustöðina í Vestmanna- eyjum er einnig óréttmæt. Þeir höfðu fullt frelsi til að gera sitt til- boð. En að sjálfsögðu höfðu hags- munaaðilar í Vestmannaeyjum líka fullt leyfi til að selja ekki hlutabréf sín eða kaupa. Við verðum að treysta ráðum fiski- fræðinga, um leið og við hljótum að halda fast við frjálst framsal afla- heimilda. Við megum ekki taka upp styrkjastefnu í sjávarútvegi, enda er þá hætt við, að Ísland allt verði að einhvers konar byggðasafni, sem duglegt fólk flyst frá og heim- sækir aðeins á sumrin í því skyni að horfa vorkunnsamlega á afturúr- siglarana og óska sjálfu sér til ham- ingju í huganum með að hafa slopp- ið út. Lífskjör verða að vera hér jafngóð eða betri en í grannlönd- unum, og það gerist ekki, nema við hagræðum sífellt í rekstri. Kvóta- kerfið í sjávarútvegi er einn þáttur- inn í því. Höldum í frjálst framsal Oft er gagnrýnt að trúnaður skuli ríkja um hvert raforkuverðið ná- kvæmlega sé í samningum íslenskra orkufyrirtækja vegna stóriðju. Þessi gagnrýni er kannski skiljanleg í því ljósi að orkufyrirtækin eru nær alfarið í eigu opinberra aðila. Almenna reglan í rekstri fyrirtækja er hins vegar sú að gerðir eru samn- ingar við önnur fyrirtæki sem trún- aður ríkir um. Ástæðan er einföld og snýr að samningsstöðu fyrirtækjanna við aðra sambærilega viðskiptavini í nútíð og framtíð. Þótt orkufyrirtækin séu að mestu í opinberri eigu eru þau engu að síður rekin á samkeppnisgrunni og starfa á samkeppnismarkaði. Stefnan um trúnað í þessu samhengi þjónar best hagsmunum orkufyr- irtækja og eigenda þeirra í samningaviðræðum við erlenda raforkukaupendur, þótt draga megi ályktanir um orkuverðið út frá þekktum stærð- um. Mörg íslensk fyrirtæki eru með samninga við orkufyrirtækin um raforkukaup. Innihald þeirra samninga er eðli málsins samkvæmt ekki öllum aðgengilegt á samkeppnismarkaði. Ríkisútvarp- ið ohf. er dæmi um fyrirtæki í opinberri eigu. Al- menningur hefur ekki aðgang að öllum samningum sem það fyrirtæki gerir. Verðið á raforku til álfyrirtækja er tengt heimsmarkaðsverði á áli og háð gengi á Bandaríkjadal. Gengi hans er fremur lágt um þessar mundir en álverð mjög hátt. Verðið á hins vegar ekki að skipta eigendur meginmáli, heldur arð- semin. Um hana höfum við greinargóð- ar upplýsingar frá þeim fyrirtækjum sem selja raforku til stóriðju. Samning- arnir við hina erlendu raforkukaupend- ur eru sameiginleg niðurstaða kaupenda og seljenda um arðbær viðskipti og verðmæta- sköpun. Á Íslandi er verð á raforku til almennings með því lægsta sem gerist á Vesturlöndum, en raf- orkuverð til stóriðju er hér í meðallagi á heims- vísu. Stórir samningar um sölu á raforku til stór- iðju hafa gert íslenskum orkufyrirtækjum kleift að virkja með hagkvæmari hætti sem aftur þýðir að þau geta selt almennum neytendum raforku og heitt vatn á lægra verði en ella. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Trúnaður um raforkuverð Við megum ekki taka upp styrkjastefnu í sjávarútvegi, enda er þá hætt við, að Ísland allt verði að einhvers konar byggðasafni... Góð áform nýrrar ríkisstjórnar um aðgerðir af opinberri hálfu til að bæta stöðu barna og ungmenna í þjóðfélag-inu eru virðingarverð. Staðfesta ríkisstjórnarinnar um að koma þeim í framkvæmd er lofsverð. Að baki býr augljóslega ríkur metnaður. Á ríkisvaldinu hvíla sannarlega miklar skyldur varðandi börn. En hitt má ekki gleymast að uppeldisábyrgðin er foreldranna. Það er hluti af leiðsagnarhlutverki stjórnmálamanna að höfða til þessarar ábyrgðar fjölskyldunnar sjálfrar. Það er til marks um veikleika ef pólitísk rétthugsun hemur umfjöllun stjórnmála- manna um grundvallaratriði sem þetta. Smám saman getur losn- að um rætur þjóðfélagsgerðarinnar ef sú umræða er í fjötrum. Nútímasamfélag leggur eigi að síður skyldur og mikil verk- efni á herðar ríkisvaldi og sveitarfélögum varðandi börn. Ærin ástæða er til að fagna þegar þau mál eru tekin föstum tökum eins og nú er ætlunin. Eitt af þeim brýnu úrlausnarefnum sem við blasa og áætlun ríkisstjórnarinnar kveður á um er að fækka þeim börnum sem eru á biðlistum til greiningar hjá barna- og unglingageðdeild og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þeir sem eldurinn brennur heitast á hljóta að fagna að hér á að hafa snör handtök. Ríkisstjórnin svarar því hins vegar ekki hvað þetta á að kosta eða hvernig á að leysa viðfangsefnið. Er unnt að leysa það með skjótum hætti án þjónustusamninga við einkaaðila? Eða er það hugtak sem má ekki nota? Einnig vekur það upp spurningar hversu rýr umfjöllun er um menntun barna í áætluninni. Segja má að hún sé einum um of vandamálamiðuð. Munur er á stefnuyfirlýsingu og aðgerðaáætlun. Aðgerðaáætl- un felur eðli máls í sér hvernig mál á að leysa, á hvaða tíma og fyrir hversu mikið fé. Að því leyti lýsir áætlun ríkisstjórnarinn- ar fremur stefnu en aðgerðum. Þess var varla að vænta að rík- isstjórn gæti kynnt alvöru aðgerðaáætlun svo skömmu eftir að hún var mynduð. En spurningin sem vaknar í tilefni af þessari áætlun ríkis- stjórnarinnar er þessi: Gæti ekki verið full þörf á að hvetja for- eldra til þess að gera eigin aðgerðaáætlanir í þágu barna sinna? Hvað vilja foreldrar setja í forgang innan vébanda heimilisins? Hversu framarlega eru börnin á fjölskylduforgangslistanum? Hvernig á til að mynda að nota þann tíma sem aukið fæðingar- orlof gefur? Á ekki að hvetja fyrirtæki til að móta fjölskyldu- stefnu? Mikilvægt er að ríkisstjórnin sendi skýr skilaboð um þessi efni. Breyttir þjóðfélagshættir kalla vissulega á að skólar og ýmsar stofnanir sinni um margt hlutverki gagnvart börnum sem áður var sinnt á heimilum. Markalínu ábyrgðarinnar á uppeldi barna má hins vegar ekki færa í reynd frá foreldrunum til stofnana ríkis og sveitarfélaga. Í því ljósi er það ekki síður mikilvægt að ríkisstjórnin eða þing- menn nýti þá frjóu og uppbyggilegu umræðu, sem ríkisstjórnin sjálf hefur haft frumkvæði um, til þess að brýna þessar skyldur og ábyrgð fyrir samborgurunum. Einhverjir kunna að líta svo á að slíkur boðskapur geti sett metnaðarfull áform ríkisstjórnarinar í skuggann. Svo er ekki. Þvert á móti myndi sá boðskapur gefa þörfu og stórhuga fram- taki ríkisstjórnarinnar aukið gildi. Ábyrgðin FINNDU ÚT HVAÐ BLUETOOTH GETUR GERT FYRIR ÞIG GERÐUVERÐSAMANBURÐ VERÐ FRÁKR. 2.990

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.