Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 6
 Engin ákvörðun hefur verið tekin um að flytja Íbúðalána- sjóð frá félagsmálaráðuneyti til fjármálaráðuneytis. Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra fullvissaði þingheim um það í gær að sjóðurinn yrði ekki einkavædd- ur á meðan hún stjórnaði félags- málaráðuneytinu. Íbúðalánasjóður gegnir lykil- hlutverki, og mikilvægt að standa vörð um hann, sagði félagsmála- ráðherra þegar hún svaraði spurn- ingum formanns Framsóknar- flokks í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Hún sagði sjóðinn hafa haldið vöxtum bankanna niðri, og undraðist yfirlýsingar Samtaka atvinnulífsins um að sjóðurinn hafi verið leiðandi í að skapa verðbólguþrýsting. Er sjóðurinn að fara í sölumeð- ferð, spurði Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknarflokksins á Alþingi í gær. Hann benti á að Íbúðalánasjóður gegndi veiga- miklu félagslegu hlutverki, en framtíð hans væri í óvissu. Sögusagnir væru uppi um að stjórnarflokkarnir hefðu náð sam- komulagi um að forræði færðist frá félagsmálaráðuneyti til fjár- málaráðuneytis. Verði það að veruleika sé ætlun stjórnarinnar ljós, þá hafi bankakerfið og sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins sigur, sagði Guðni. Hann sagði umræðuna staðfesta að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi látið plata sig í stjórnarmyndunar- viðræðum við formann Sjálfstæð- isflokksins, og samþykkt að færa sjóðinn til fjármálaráðuneytis. Þess vegna sé það einkennilegt þegar fjármálaráðherra komi sár í pontu á Alþingi. „Hann var í hlut- verki úlfsins, og var að hlakka til að éta Rauðhettu litlu,“ sagði Guðni. Guðni sagði að þrátt fyrir áform um að ryðja Íbúðalánasjóði burtu teldu yfir 80 prósent Íslendinga að sjóðurinn ætti að starfa áfram. Brýnt væri að fá fram um hvað formenn stjórnarflokkanna hefðu samið eftir kosningarnar. Framtíð Íbúðalánasjóðs hefur verið í óvissu undanfarin ár, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra. Íbúðalánasjóður væri afskaplega mikilvæg fjármála- stofnun. Því þurfi að fara varlega í umræðunni og þegar breytingar eru gerðar á sjóðnum. Þar sé grundvallaratriði að ná samkomu- lagi um sjóðinn og tryggja hags- muni þeirra sem í hann sæki. Ekki skipti öllu máli í hvaða ráðuneyti sjóðurinn væri vistaður. Íbúðalánasjóður ekki einkavæddur Engin ákvörðun hefur verið tekin um að flytja Íbúðalánasjóð milli ráðuneyta. Sjóðurinn ekki einkavæddur meðan Jóhanna er félagsmálaráðherra. Fjármála- ráðherra eins og úlfur sem hlakkar til að éta Rauðhettu, segir Guðni Ágústsson. Ársskammtur Íslend- inga af dagblöðum og auglýsinga- pósti nægir til að þekja íslenska vegakerfið rúmlega fimm sinnum. 176 kíló bárust að meðaltali inn á hvert heimili á síðasta ári. Aukn- ingin er 76 prósent á þremur árum. Tölurnar koma úr mælingu nokkurra sorpsamlaga á landinu árið 2006. Aukið magn dagblaða og auglýsingapósts síðan í sams konar mælingu árið 2003 felst aðallega í meira upplagi fríblaða og auglýsingapósts. Fréttablaðið er í mun stærra upplagi nú en árið 2003 og Blaðið var ekki til þá. Gyða S. Björnsdóttir, kynning- arfulltrúi Sorpu, segir æskilegt að Íslendingar endurvinni meira, en um fjörutíu prósent pappírs sem kemur til endurvinnslu í dag. „Þetta felur í sér ávinning á öllum sviðum. Það er ódýrara, nýtir hrá- efnið betur og dregur úr loft- mengun.“ Hún segir afar auðvelt að end- urvinna pappír. „Fyrsta skrefið er að flokka hann og safna honum saman. Síðan þarf bara að skila honum í svokallaða grenndar- gáma, sem eru meðal annars við verslanir og skóla, eða koma með hann á sjálfar endurvinnslustöðv- arnar.“ Reykjavíkurborg mun einnig bjóða heimilum upp á bláar tunn- ur fyrir dagblöð í haust, sem hluti af verkefninu Græn skref í Reykjavík. Vegakerfið þakið fimm sinnum Þriðjungi fleiri sóttu um grunnnám í verkfræðideild Háskóla Íslands í vor en í fyrra og er fjöldi umsókna um þrjú hundruð. Fjölgunin er nokkuð jöfn í námslínunum sem eru iðnaðar- verkfræði, rafmagns- og tölvu- verkfræði, tölvunarfræði, umhverfis- og byggingaverk- fræði og vélaverkfræði. Einnig fjölgaði umsóknum í meistaranám í verkfræði. Mikil ásókn var í fjármálaverkfræði sem er ný námslína í meistara- náminu. Alls eru tíu námslínur í boði á meistarastigi. Þriðjungi fleiri í verkfræði Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í gær að hann hygð- ist ekki styðja þingsályktunartil- lögu Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um aðgerðar- áætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Einar Oddur sagði enga þörf á að setja fram þingsályktunartillögu um eitthvað sem fram komi í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Með þessu væri verið að gera tilraun til að binda hendur ríkisvaldsins þegar komi að fjárlagagerð. Á þessum tímapunkti eigi ríkis- stjórnin að sýna að hún ætli sér að sýna aðhald í ríkisrekstri á erfið- um tímum í efnahagslífinu, í stað þess að senda samfélaginu röng skilaboð með því að samþykkja aðgerðaráætlunina, sagði Einar Oddur. Þar sé ekki fjallað um hver kostnaðurinn verði af þeim aðgerðum sem þar sé stefnt að, enda ekki hægt þar sem ekki væru tímasetningar í áætluninni. Félagsmálaráðherra sagði þessa afstöðu Einars Odds koma sér á óvart. Þetta sé hliðstætt við að gera samgönguáætlun til fjögurra ára. Einar Oddur ætti frekar að agnúast út í Seðlabanka Íslands, sem boði aðhald á sama tíma og bankastjórar skammti sér 200 þúsund króna launahækkun, eins og fram hefur komið í Fréttablað- inu. Mun binda hendur ríkisins Bankastræti • Fjörður • Kringlan • Laugavegur 178 • Smáralind Strigaprentun Gerðu þitt e igið listave rk! Við stækkum og prentum myndir á striga fyrir þig Kynntu þér strigaprentun í næstu verslun okkar R V 62 37 Rekstrarvörur 1982–200725ára Bjarni Ómar Ragnarsson - verslunarstjóri hjá RV Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur – fyrir sumarbústaðinn og veiðihúsið Finnst þér að Eyjólfur Sverr- isson landsliðsþjálfari eigi að segja af sér? Eru seðlabankastjórar of hátt launaðir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.