Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 12
1. Á hvaða grundvelli ákvað
bankaráð Seðlabankans að hækka
laun bankastjóranna?
Svar: Samkvæmt lögum um
Seðlabanka Íslands nr. 36/2001
ákveður bankaráð laun banka-
stjóra Seðlabankans. Á fundi
sínum 31. maí sl. ákvað bankaráð
að hækka laun bankastjóra um kr.
100.000 á mánuði frá 1. maí sl. og
um kr. 100.000 frá 1. janúar 2008.
Að samþykktinni stóðu sex full-
trúar í bankaráði en einn var á
móti.
2. Hver eru laun bankastjór-
anna í dag og hver verða þau
þegar þessi nýákveðna hækkun
hefur að fullu tekið gildi?
Svar: Laun bankastjóra voru
fyrir ákvörðun 1.209.535 kr. á
mánuði og verða 1.309.535 kr. á
mánuði frá 1. maí sl. Eins og und-
anfarin ár fær formaður banka-
stjórnar 8% álag á laun banka-
stjóra. Þá fá bankastjórar greidda
bankaráðsþóknun eins og hún er
ákveðin hverju sinni af forsætis-
ráðherra, formaður bankastjórn-
ar fær tvöfalda þóknun.
3. Hver voru laun bankastjór-
anna A) 1. janúar 2003 B) 1. jan-
úar 2005 C) 1. janúar 2007?
Svar: Frá árinu 2003 hafa upp-
lýsingar um heildarlaun banka-
stjóra Seðlabankans á hverju ári
verið birtar opinberlega í skýrslu
bankans.
4. Hefur einhver bankastjór-
anna þriggja sagt bankaráðinu
eða formanni þess að honum hafi
borist atvinnutilboð annars staðar
frá?
Svar: Bankaráð ræður ekki
bankastjóra Seðlabanka Íslands.
5. Hefur einhver bankastjór-
anna þriggja óskað eftir því við
bankaráðið eða formann þess að
ráðið endurskoðaði laun þeirra til
hækkunar?
Svar: Samskipti bankaráðs við
bankastjórn fara fram á banka-
ráðsfundum og eru að lögum
bundin trúnaði.
6. Hver eru laun þeirra stjórn-
enda bankans sem næstir koma
bankastjórum í launum og hversu
mikið hafa þau laun hækkað frá
því í ársbyrjun 2005?
Svar: Laun annarra starfs-
manna bankans en bankastjóra
eru trúnaðarmál.
7. Hversu margir millistjórn-
endur hafa hætt það sem af er
þessu ári og sagt launakjör vera
ástæðu uppsagnar sinnar?
Svar: Nokkrir millistjórnendur
hafa látið af störfum á undanförn-
um árum en ekki er unnt að til-
taka opinberlega ástæður þess,
enda þær ekki algildar. Ljóst er
þó að bankinn á í óvenju harðri
samkeppni um lykilstarfsmenn
við þá sem geta boðið betur en
hann.
8. Hverjir ákveða launa milli-
stjórnenda?
Svar: Bankastjórn.
9. Hver er stefna bankaráðsins
varðandi bil milli launa milli-
stjórnenda og bankastjóranna?
Svar: Bankaráðið ákveður
aðeins laun bankastjóra. Almennt
telur bankaráð eðlilegt að bilið sé
áþekkt því sem það jafnan hefur
verið.
10. Hver voru laun/þóknun
bankaráðsmanna og bankaráðs-
formanns A) 1. janúar 2003 B) 1.
janúar 2005 C) 1. janúar 2007. D) Í
dag?
Svar: Forsætisráðherra ákveð-
ur þóknun fulltrúa í bankaráði.
Hún er nú kr. 110.000 á mánuði.
Bankaráðsformaður fær tvöfalda
þóknun. Þóknun bankaráðsmanna
var kr. 78.000 á mánuði 1.1.2003,
kr. 78.000 á mánuði 1.1.2005 og kr.
110.000 á mánuði 1.4.2007. Hún
hefur verið óbreytt síðan.
Hart barist um lykilmenn
Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, Helgi S. Guðmundsson, neitar að tjá sig um launamál bankastjór-
anna nema fá sendar skriflegar spurningar. Svör Helga við spurningum Fréttablaðsins eru hér að neðan.
Greiðsluuppgjör
ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórð-
ung 2007 liggur fyrir. Handbært
fé frá rekstri er jákvætt um 36,7
milljarðar króna sem er 12,4
milljörðum hagstæðari útkoma en
á sama tíma í fyrra. Þetta þýðir að
tæpir 37 milljarðar eru eftir í
sjóðnum umfram það sem greitt
hefur verið á þessum ársfjórð-
ungi, samkvæmt upplýsingum frá
fjármálaráðuneytinu.
Lántökur ársins nema 46
milljörðum króna og hækka um
tæpa 40 milljarða milli ára. Þar
munar mest um 26,9 milljarða
lántöku vegna kaupa á Lands-
virkjun. Þá voru 1,3 milljarðar
greiddir til Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins til að lækka
framtíðarskuldbindingar
ríkissjóðs.
Afgangur meiri
nú en í fyrra
Létt pepperoni
Kröftugt, létt og
ljúffengt á hvaða
brauð sem er.
Brauðskinka
Girnileg brauðsneið,
og fullt fullt af góðri
skinku.
Hangiálegg
Hangikjöt og flatbrauð.
Létt og ávallt gott.
F
íto
n
eh
f.
/
S
ÍA