Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 34
BLS. 4 | sirkus | 8. JÚNÍ 2007 T ómas Ottó Hansson, fram-kvæmdastjóri Novator, hefur fest kaup á glæsikerru af gerð- inni Mercedes Benz S65 AMG af bíla- umboðinu Öskju. Tómas Ottó, sem á þýskan föður og er að sögn þeirra sem til þekkja mikill aðdáandi hinna þýskættuðu Benz-bifreiða, mun nota bílinn til eigin þarfa en auk þess mun Novator nýta sér bílinn til að ferja erlenda gesti félagsins á milli staða í Reykjavík. Bíllinn er einn sá glæsileg- asti á Íslandi, með 612 hestafla vél, og kostar samkvæmt heimildum Sirkus um 36 milljónir. Bíllinn kom gullleitur til landsins en verður sprautaður svartur áður en hann fer á götuna. Töluvert hefur færst í vöxt að íslensk stórfyrirtæki og eigendur þeirra fjárfesti í glæsikerrum með einkabílstjórum til að ferja gesti og starfsmenn fyrirtækjanna á milli. Þannig eru Bakkabræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir með Audi S8- bíl og Hannes Smárason með BMW 760. Baugur Group hefur einnig yfir að ráða nokkrum Range Rover- jeppum sem gestir fyrirtæksins eru keyrðir um í. Þetta er ekki fyrsti bíll þessarar teg- undar Benz sem kemur á götur borgarinnar. Materia Invest, sem er í eigu þeirra Magnúsar Ármanns, Þor- steins M. Jónssonar og Kevins Stan- ford, flutti inn einn slíkan í lok mars. Sá bíll er svartur og þykir með huggulegri bílum á land- inu. Heyrst hefur Veiddu 350 laxa á viku á Kólaskaga í Rússlandi Laxveiðimaðurinn Hilmar Hansson og þrír félagar hans mokveiddu af laxi í opnunar- vikunni í Ponoi á Kólaskaga í Rússlandi. Hilmar var þar ásamt tveimur Íslendingum og einum Breta en hann hefur séð um að skipuleggja veiðiferðir Íslendinga til Rúss- lands undanfarin ár. Hilmar veiddi sjálfur 97 laxa og 30 sjóbirtinga en samanlagt veiddu þeir fjórir 350 laxa. Opnunarvikan í ánni skilaði 1.017 löxum á 16 stöngum og segir Hilmar í samtali við Sirkus að veiðin hafi verið ótrúleg. „Og þetta voru heldur engin smásíli heldur voru 25 pró- sent fiskanna yfir 8 pund og nokkrir frá 18 upp í 21 pund,“ segir Hilmar. Fjór- menningar slepptu öllum löxunum aftur enda hefðu þeir þurft heilan frystigám undir aflann til að flytja hann heim eins og Hilmar orðar það. Hann segir það stöugt vera að færast í vöxt að íslenskir veiði- menn skelli sér í vikutúr til Rússlands yfir sumartímann. „Veiðimenn vilja veiða og ég get nefnt sem dæmi að það er talið að allt að 100 þúsund laxar séu í ánni sem við veiddum í. Það er því nóg eftir af fiski,“ segir Hilmar og hlær. GLÆSIKERRA Bíllinn sem Tómas keypti tók sig vel út í sýningarsal Öskju í vikunni. TÓMAS OTTÓ HANSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI NOVATOR, ELSKAR ÞÝSKA STÁLIÐ KAUPIR 36 MILLJÓNA BENZ EIGA EINS BÍL Athafnamennirn- ir Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson fjárfestu í eins bíl og Tómas Ottó fyrir skömmu. É g lék í þremur söngleikjum á Íslandi á einu ári og gat einfaldlega ekki hugsað mér að leika enn eitt hlutverkið í söngleik. Það var ástæðan fyrir því að ég hafnaði hlutverki í söngleiknum,“ segir leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir í samtali við Sirkus spurð um ástæðu þess að hún hafnaði hlutverki í söng- leiknum Eurobeat sem setja á upp á West End í London í haust. „Ég lék í Túskildingsóperunni, Footloose og Hafinu bláa og fékk nóg,“ segir Halla. Henni var boðið hlutverkið eftir að hún mætti í prufur sem voru hennar fyrstu þar ytra í eitt og hálft ár, eða frá því að hún kláraði námið í London og kom til Íslands. „Ég þurfti á því að halda að fara í prufur og sanna það fyrir sjálfri mér og umboðsmanninum mínum að ég gæti þetta ennþá. Það gaf mér smá auka sjálfstraust að sjá að ég er ekki dauð úr öllum æðum,“ segir Halla og hlær. Spurð um næstu verkefni segir Halla það vera algjört leyndar- mál. „Það er fullt af hlutum í gangi. Í augnablikinu er ég atvinnulaus auðnuleysingi en það breytist bráðum,“ segir Halla og bætir við að hún sé alveg til í að ströggla svolítið. „Ég er ekki of góð fyrir það.“ HAFNAÐI HLUTVERKI Í SÖNGLEIK Í LONDON VILL EKKI ENDA Í SÖNGLEIKJUM Halla segist hafa hafnað hlutverkinu í söngleikn- um vegna ótta við að festast í slíkum hlutverkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.