Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Myndar hesta og labbar Langasjó Þegar Jeremy Barlow kom fyrst til Íslands var bara einn rúllustigi í Reykjavík og vegurinn til Hveragerð- is var svo holóttur að hann man það enn rúmum fjörtíu árum síðar. Jeremy kom til Íslands árið 1963 til þess að leika á flautu með Sin- fóníuhljómsveitinni og dvaldist hér í tíu mánuði. Hann heillaðist af landinu og sneri loks aftur á dögunum ásamt konu sinni til þess að endurnýja kynnin og taka við- töl við íslenskt tónlistarfólk. „Þetta hefur verið alveg ein- stakt. Við eltum sólina næstum allan hringinn og veðrið hefur verið yndislegt,“ segir hann kátur eftir hringferðina um landið sem hann hafði dreymt um lengi. Þegar blaðamaður hitti þau hjónin í síð- ustu viku voru þau á leið á tón- leika Sinfóníunnar um kvöldið og skiljanlega spennt fyrir þeirri upplifun einnig. „Það verður afar forvitnilegt að heyra í þeim aftur,“ segir Jeremy en víst er að margt hefur breyst frá hans fyrstu kynn- um af sveitinni. „Hún var vitan- lega mun minni í þá daga. Því miður hef ég ekki haft tækifæri til að fylgjast vel með sveitinni í gegnum árin en það verður gaman að heyra muninn,“ segir hann sposkur. „Í þá daga var til dæmis mjög mikilvægt að stjórnandinn væri góður, ef hann var ekki góður þá hljómuðum við stundum miður vel,“ bætir hann við af enskri kurt- eisi. Jeremy er mikill sagnamaður en segir að sumar sögurnar úr Íslandsdvölinni séu ekki beinlínis prenthæfar. „Það var minni agi í þá daga,“ útskýrir hann brosandi. „Fólk mætti stundum svolítið seint.“ Hann tekur dæmi af stjórn- anda einum sem ekki kunni að meta slíka óstundvísi og hélt mik- inn reiðilestur yfir félögunum einn daginn. Eftir tíu mínútna messu sló dauðaþögn á hópinn uns það heyrðist mjóróma rödd úr einu hornanna sem dæsti og stundi upp úr eins manns hljóði: „Svona er þetta.“ Jeremy skellihlær og segist telja þessa sögu til marks um húmor Íslendinga. Önnur eftirminnileg saga teng- ist bjórdrykkju sem þá var reynd- ar bönnuð. „Það vildi þannig til að í sveitinni spiluðu þrír austurrísk- ir hornleikarar – menn sem voru nokkuð nánir og höfðu spilað saman í stríðinu. Svo var líka þýskur slagverksleikari sem aldrei sást vín á. Svo fréttist af því einn daginn að það væri þarlendur fragtari við höfnina svo þeir fóru þangað fjórir og komust í þýskan bjór og drukku víst alveg helling. Þá kom í ljós af hverju aldrei sást vín á slagverksleikaranum því hann umturnaðist, varð alveg brjálaður og réðst á einn hornleik- arann – beit bút úr eyranu á honum. Næsta dag kom enginn slagverksleikari á æfingu en einn hornleikari með umbúðir um höf- uðið – þetta varð rosaskandall, þeir skrifuðu um þetta í blöðun- um.“ Þessir mánuðir Jeremys á Íslandi voru ekki aðeins merkilegir tón- listarlega séð, en hann rifjar til dæmis upp þegar Vladimir Azk- enasy lék píanókonsert með Sin- fóníunni og Gunter Schuller stýrði þeim á tónleikum, heldur hitti hann einnig marga merka menn. Jeremy lék með Lúðrasveit Reykjavíkur þegar Lyndon B. Johnson heimsótti Ísland, nokkr- um mánuðum áður en hann tók við forsetaembættinu eftir morðið á John F. Kennedy. „Ég var í svona búning, með alls konar röndum en það var náttúrulega ekki landsher á Íslandi svo þessar rendur þýddu ekki neitt,“ segir hann brosandi. Jeremy minnist einnig móttöku breska sendiráðsins þegar skáldið W.H. Auden kom í sína seinni Íslandsheimsókn og hann hitti skáldið og kollega hans Halldór Laxness. „Það var virkilega spenn- andi – ég er reyndar að lesa Lax- ness núna,“ útskýrir hann. Vandræðalegasta augnablikið segir Jeremy hafa verið í skrúð- göngu á 17. júní þegar hann mars- eraði ásamt lúðrasveitinni um einu tvíbreiðu götuna í Reykjavík. „Þetta var mjög hátíðlegur dagur og Páll Pampichler Pálsson stýrði. Ég lék á pikkóló-flautu og þurfti að vera með nóturnar strengdar fast- ar á upphandleggnum – ég er ekki mikill um mig og var enn þá minni þá svo nóturnar voru alltaf að detta niður. Þetta var hálf niðurlægjandi, á þessum degi, sem vitanlega var tekinn svolítið hátíðlega, var ég bara að slást við nóturnar mínar.“ Dvölin á Íslandi kveikti áhuga Jeremys á Skandinavíu og síðar fór hann til Svíþjóðar til að spila. Þar lærði hann sænsku en þegar fyrir lá að hann sneri aftur til Íslands komst hann í kynni við heimasíðuna Icelandic Online sem hann segir hafa hjálpað sér mikið við að læra íslensku. Hann kveðst geta lesið dálítið í málinu og er mjög spenntur fyrir Jónasi Hallgrímssyni. Þau hjónin dreymir um að koma aftur til Íslands og fara á Sumartónleika í Skálholti en Jer- emy nýtti tíma sinn nú til þess að kynna sér tónlistarstarf hérlend- is og hyggst skrifa um það fyrir tímaritin Classical Music og Early Music Today sem gefin eru út í Bretlandi. „Ég vil líka gjarn- an sjá meira af landinu, Horn- strandir og Ísafjörð,“ bætir Jer- emy við. „Ein mesta breytingin sem hefur orðið á þessum rúm- lega fjörtíu árum eru vegirnir, þið eruð með frábæra vegi hérna.“ Bjórinn kostaði blásarann eyra Þjálfarinn ber ekki einn ábyrgð Sanngirni Davíð og Golíat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.