Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 27
Út er komin bókin Með veislu í farangrinum - Matreiðslukver ferðamannsins. Þema bók- arinnar er hvernig hægt er að nota það sem fyrirfinnst í náttúru Íslands í matargerð. Bókin inniheldur fjölmargar uppskriftir. Fæstir gera sér grein fyrir öllum þeim mat- og kryddjurtum sem vaxa hér á Íslandi. Kunnáttan byrjar og endar með blóðbergstei en fæstum dett- ur í hug að hafa fífla, njóla og hundasúru í matinn. Allar þessar plöntur eru hinsvegar fyrirtaks hráefni sem auðvelt er að finna í útilegunni. Þær Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir og Ragn- heiður Ingunn Ágústsdóttir eru báðar leiðsögukon- ur og hafa þær um árabil nýtt hráefnið sem land- ið hefur upp á að bjóða. „Það gleymist oft eitthvað þegar farið er á fjöll og þá þarf maður að redda sér með því sem hendi er næst,“ segir Ingibjörg. „Maður verður að prófa sig áfram og það er mikilvægast að vera bara hugaður og þora að prófa nýja hluti.“ Ragnheiður tekur í sama streng. „Ef plantan bragðast vel má nota hana í salat og ef hún lyktar vel gæti hún nýst sem krydd,“ segir Ragnheiður sem oftar en ekki hefur þurft að galdra fram stór- máltíðir úr litlum efnum við erfiðar aðstæður. Ingibjörg og Ragnheiður hafa nú sett saman mat- reiðslubók þar sem íslenskt hráefni úr jurta- og dýraríkinu fær að njóta sín. Bókin heitir Með veislu í farangrinum - matreiðslukver ferðamannsins og þar er haft að leiðarljósi að hægt sé að elda matinn á fjöllum við oft frumstæðar aðstæður. Í bókinni eru bæði forréttir, aðalréttir og eftirréttir enda mark- miðið að hægt sé að galdra fram veislu á alíslenskan hátt í fjallasal. -Sjá næstu síðu Matarveisla í fjallasal t o S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.