Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 16
Óánægja er meðal vaktavinnufólks með vaktaálag og gildir einu um hvernig vaktir er að ræða. Óánægjan er greinilegri þegar um vaktaálag á hátíðar- og stórhátíðarvöktum er að ræða. Þetta er meðal þess sem ný rannsókn Rannsóknarstofu í vinnu- vernd sýnir. Marktækur munur kom fram á heildarlaunum karla og kvenna. Karlarnir voru að meðaltali með hærri laun þótt konurnar séu fremur með háskólamenntun. Hluti af skýringunni getur verið sá að karlar vinni frekar en konur á helgum og hátíðisdögum. Fleiri konur en karlar höfðu breytt um starf til að hvíla sig á vaktavinnunni. Rúmur þriðjungur þátttakenda sagðist ekki ætla að vinna vaktavinnu næstu árin og gildir það fremur um karla en konur. Það sem virðist hvað helst geta fengið starfsfólk til að breyta þessari afstöðu er að vaktaálag eða greiðslur verði hækkaðar og vinnutíminn styttur. Mikil ánægja ríkir með svokallaða óskaleið en starfsfólk, sem notar þá leið, hefur almennt meiri möguleika á að skipuleggja vinnutíma sinn en aðrir og draga þannig úr árekstrum vaktavinnu við fjölskyldu- líf og vinnutíma. Niðurstöðurnar byggja á tveimur rannsóknum sem gerðar voru 2005-2006. Haustið 2006 var spurninga- listi lagður fyrir 820 starfsmenn í Reykjavík og úti á landi og voru flestir í vaktavinnu. Svarhlutfall var 80 prósent. Tilraun til að setja heimsmet laðaði 1.680 gítarleik- ara til Kansasborgar í Bandaríkj- unum á sunnudaginn, til að spila saman hið eftirminnilega gítarstef úr laginu „Smoke on the Water“ með sveitinni Deep Purple. Útvarpsstöð í borginni stóð fyrir viðburðinum og sagði forsvarsmaður hennar að fjöldinn væri meiri en nægur til að slá gamla metið, þar sem 1.323 gítarleikarar léku í sameiningu. Borgarstjórinn var á staðnum og var ánægður með tiltækið. Þetta tiltekna stef var valið vegna þess að það er jafnan eitt það fyrsta sem gítarleikarar læra. Spiluðu Smoke on the Water „Ég er þeirrar skoðunar að Orkuveitan sé full bráðlát í þessum samningi, því hann er háður margvíslegum fyrirvör- um,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um samning Orkuveitunnar við Norðurál vegna fyrirhugaðs álvers fyrir- tækisins í Helguvík. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu borgar Norðurál 2,1 krónu á hverja kílóvattstund af rafmagni samkvæmt samning- um sem nær til 25 ára. Heildar- verðmæti Orkuveitunnar vegna samningsins eru talin nema rúmum 40 milljörðum króna en kostnaður við virkjanafram- kvæmdirnar er áætlaður tæplega fimmtán milljarðar. Össur segir það liggja skýrt fyrir að hálfu ríkisstjórnarinnar að engin ný virkjunar- eða rann- sóknarleyfi verði veitt fyrr en Alþingi hefur formlega samþykkt niðurstöðu starfshóps sem fái það verkefni að meta verndargildi allra náttúrusvæða í landinu. „Það eru mörg ljón í veginum. Það þarf að gera umhverfismat á orkuöflunarsvæðum, og það er alveg ljóst að það verður ekki farið inn á óspjölluð svæði nema Alþingi samþykki það,“ segir Össur. Raforkuverð við opnun nor- ræna orkumarkaðarins Nordpool í gærmorgun var það sama og samist hefur um milli Orkuveit- unnar og Norðuráls, eða 2,1 króna á kílóvattstund. Líklegt má þó telja að orkuverðið hækki um nærri 30 til 40 prósent á næsta ári vegna umhverfisskatta sem fel- ast í því að fyrirtækin borgi fyrir að menga. Um verðið á raforkunni, 2,1 krónu á kílóvattstund, segir Össur að menn þurfi að meta það sjálfir hvort það sé gott eða slæmt. „Til að hjálpa mönnum get ég upplýst að meðalorkuverðið til álvera í heiminum eins og það er áætlað milli 2005 til 2008 er 1,86 krónur á kílóvattstund.“ Össur segir verð á raforku fara hækkandi og vel sé hægt að skoða kosti á nýtingu raforku sem sé ekki mengandi. Til dæmis komi netþjónabú og kísilflögukristalla- framleiðsla sterklega til greina. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, segir verðið á raforkunni vera lágt. „Þetta staðfestir það sem hefur verið vitað að verðið hér á landi til stóriðju er skelfilega lágt. Það að menn skuli stæra sig af því að hafa náð fram góðum samningi, og umtalsverðum hækkunum frá fyrri samningum, þá segir það sína sögu um þá samninga. Á íslensku þýðir það að eldri samn- ingar eru umtalsvert lægri en þessir og það er slæmt.“ Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, fagnar því að orkuverðið skuli vera gefið upp með svo nákvæm- um hætti. „Það er auðvitað gleði- efni að verðið skuli vera opinbert, umræðunnar vegna, en það er full þörf á því að hugað verði betur að umhverfisþætti þess máls.“ Orkuveitan full bráðlát í samningum Iðnaðarráðherra segir Orkuveituna vera bráðláta í samningum þar sem eftir eigi að hnýta marga lausa enda. Verð Orkuveitu Reykjavíkur staðfestir að verð til stór- iðju hefur verið „skelfilega lágt“, segir Steingrímur J. Sigfússon. BRJÖMS- NJUMS- BRRÖMS- BRÖMS- SNJÖMM- … AHHH! Á kexmáli þýðir þetta: úrvalsgott súkkulaði, hafrar, hveilhveiti og unaðslegt bragð. Hob-Nobs er nefnilega eina kexið sem talar! ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 3 76 44 0 6/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.