Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 20
fréttir og fróðleikur Hafrannsóknarstofnun legg- ur til að þorskveiði dragist saman um þriðjung á næsta fiskveiðiári. Sjávarútvegs- ráðherra ætlar að hafa víð- tækt samráð við hagsmuna- aðila áður en ákvörðun um aflamark verður tekin. Sam- dráttur í útflutningstekjum yrði um 25 milljarðar ef ráð- gjöf Hafrannsóknarstofnun- ar yrði fylgt í þaula. Í formála skýrslu Hafrannsóknar- stofnunar um ástand nytjastofna sjávar og aflahorfur segir að án stefnubreytingar við nýtingu þorskstofnsins sé hvorki að vænta stækkunar hrygningarstofns né aukinnar nýliðunar sem er for- senda þess að auka aflaheimildir á komandi árum. Veiðihlutfall verð- ur að lækka að mati stofnunarinn- ar og breyta þarf aflareglu þannig að veiði verði miðuð við 20 pró- sent af viðmiðunarstofni í stað 25 prósenta eins og nú er. Afli þorsks verði því takmarkaður við 130 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári sem er 63 þúsund tonna samdrátt- ur á milli ára. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknarstofnunar, segir að alvaran liggi í lélegum þorskár- göngum síðustu sex ára. Það eru árgangarnir sem eru að koma inn í veiðina um þessar mundir. Skilaboð hans eru skýr. „Stofninn er í vel veiðanlegu ástandi í dag en við verðum að spyrna við fótum núna og horfa til framtíðar.“ Hann segir það slæma niðurstöðu ef ráðgjöf stofnunarinnar verði ekki fylgt. „Það er mjög brýnt að snúa þessari þróun við og það verður ekki gert öðruvísi en með samdrætti í veið- um. Enda leggjum við þetta til af miklum þunga.“ Ástand þorskstofnsins er að mati Hafrannsóknarstofnunar mjög bágborið. Viðmiðunarstofninn náði sögu- legu lágmarki á árunum 1992–1995 þegar hann var mældur um 550 þúsund tonn. Hann er talinn hafa verið um 800 þúsund tonn árið 2004 en vegna lélegra árganga allt frá 2001 er hann nú metinn um 650 þúsund tonn. Slakur 2004 árgangur kemur inn í viðmiðunarstofninn sem fjögurra ára fiskur í upphafi árs 2008 sem talið er valda því að hann minnki enn frekar. Til lengri tíma litið, ef fylgt er núverandi aflareglu, telur Hafró líklegast að viðmiðunarstofninn verði í kring- um 600 þúsund tonn fram til ársins 2011. Það er 50 þúsund tonnum minni en hann er metinn í dag sem kallar á enn meiri samdrátt í þorsk- veiði á tímabilinu. Allra augu beinast nú að Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráð- herra. Hann ber ábyrðina á því hvernig bregðast skuli við tillögun- um. Frá fyrsta degi hefur hann sagst ætla að gefa sér góðan tíma og muni ekkert ákveða um þorsk- veiðar komandi fiskveiðiárs fyrr en að vel ígrunduðu máli. „Ég tel að það væri ábyrgðarlaust af minni hálfu að draga ályktanir núna“, sagði Einar daginn sem skýrslan var kynnt. Síðan hefur hann kallað eftir víðtæku samráði hagsmuna- aðila í sjávarútvegi, vísindasamfé- lagsins og óskað eftir þverpólitísku samstarfi um kvótaúthlutun. Í hátíðarræðu sinni á sjómanna- daginn minnti Einar á að í gildi er aflaregla sem staðfest var af ríkis- stjórn árið 2006. Ef þeirri reglu yrði fylgt á næsta fiskveiðiári verð- ur þorskkvótinn 178 þúsund tonn í stað þeirra 130 þúsund tonna sem tillaga Hafrannsóknarstofnunar felur í sér. Aðspurður hvort ekki sé líklegt að gildandi aflareglu verði fylgt hefur Einar svarað því til að hann geti ekki sagt til um hver nið- urstaðan verði. Á sama tíma full- yrða fjölmargir hagsmunaaðilar að núgildandi aflareglu verði fylgt því ráðlagður niðurskurður veiðanna sé einfaldlega of stórt skref. Eins og vænta mátti hafa hags- munaaðilar í sjávarútvegi tekið fréttunum þunglega. Ljóst er að tap greinarinnar er um 25 milljarð- ar þegar samdráttur í veiðum allra botnfisktegunda er talinn, þar af fimmtán milljarðar af þorskveið- unum einum ef farið verður eftir ráðgjöfinni. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), segir það hafa legið fyrir að hrygn- ingarstofninn og veiðistofninn sé of lítill og ekki komi á óvart að stofnunin leggi til minni afla en í ár. „En þetta er mun meiri niður- skurður en ég bjóst við. Ef farið verður eftir þessari ráðgjöf þá verður það alveg gríðarlegt högg. Þetta er alveg grafalvarlegt mál“, segir Friðrik. LÍÚ mun síðar álykta um málið, en Friðrik hefur sagt að hann telji niðurskurð uppá 63 þúsund tonn ógerlegan. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ljóst að sjómenn um allt land horfi fram á tekjuhrun. Sævar segir það sína skoðun að það þurfi að taka á eftirliti með veiðunum og það sé eitthvað mikið að fiskveiðistjórn- unarkerfinu. „Þetta eru kaldar kveðjur en þetta er raunveruleiki sem við verðum að taka á.“ Það þykir ljóst að ef þorskveiði verður skorin niður um þriðjung á næsta fiskveiðiári, kemur það verst niður á litlum útgerðum og þá kæmi það afar hart niður á litlum sjávar- þorpum sem eiga mörg hver allt sitt undir smábátaútgerð. Það eru helst stórar útgerðir með mikla aðlögun- arhæfni í útgerð sem gætu staðið af sér niðurskurðinn. Ráðgjöfin er jafnframt gagnrýnd af sjómönnum með þeim rökum að hún sé ekki í neinu samhengi við upplifun þeirra um ástand stofnsins. Marínó Jónsson, smábátasjómað- ur á Bakkafirði, talar fyrir munn margra þegar hann sagði í samtali við Fréttablaðið að hugsanleg skerð- ing kæmi illa niður á sinni útgerð jafnt sem samfélaginu á Bakkafirði í heild sinni. Þrjár fjölskyldur standa að baki útgerð hans og „það er deginum ljósara að þær lifa ekki góðu lífi verði þetta að veruleika.“ Rök hníga að því að útgefin kvóti í þorski verði 178 þúsund tonn sam- kvæmt þeirri aflareglu sem í gildi er. Hafrannsóknarstofnun bendir á að skammtíma hagsmunir megi ekki liggja til grundvallar ákvörðun um veiði komandi missera en hags- munaaðilar vilja fara hægar í sak- irnar en ráðgjöfin segir til um. Vandi sjávarútvegsráðherra kristallast kannski í atvinnuvanda sjávar- byggðanna á Vestfjörðum. Þar hefur verið gripið til sértækra úrræða en á sama tíma þarf að taka ákvörðun sem gæti margfaldað þann vanda sem nú er víða glímt við. Draga þarf stórlega úr þorskveiði Samráð eða samkeppni Vörn gegn bráðaofnæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.