Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 44
 8. JÚNÍ 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið menntavegurinn Árlega útskrifast um tuttugu útlendingar með BA-próf í íslensku. „Sögu náms í íslensku fyrir er- lenda stúdenta, eins og greinin heitir, má rekja aftur um fjörutíu ár. Fyrst um sinn voru þetta bara einstök námskeið fyrir erlenda háskólastúdenta, en síðan hefur þessu vaxið fiskur um hrygg,“ segir Þóra Björk Hjartardóttir, dósent við hugvísindadeild Há- skóla Íslands þar sem íslenska fyrir útlendinga hefur verið kennd í núverandi mynd frá því um 1990. „Námið er þrjú ár og lýkur með BA-prófi, en það er byggt upp alveg eins og annað erlent tungu- málanám við hugvísindadeildina og kennt á sama hátt.“ Stór hluti nemendanna er út- lendingar búsettir á Íslandi en ásókn í námið hefur meðal ann- ars aukist í kjölfar innflytjenda- straums til landsins. „Oft er þetta vel menntað fólk sem er búið að fara í gegnum náms- flokkana og þau námskeið sem eru í boði, en vill læra meira og kemur því hingað til okkar. Hinn helmingur nemenda við deildina er erlendir háskólastúdentar sem koma hingað gagngert til að læra íslensku vegna þess að það tengist þeirra námi á einhvern hátt, eða þá að þeir hafa sérstaklega áhuga á landi og þjóð og tungumálinu um leið,“ segir Þóra og bætir við erlendir nemendur í málvísind- um eða bókmenntum geti oft tengt nám sitt við íslenskunámið. „Sum koma líka til að fá útrás fyrir ævintýramennsku. Hafa kannski kynnst landinu í gegn- um íslenska tónlist og verða for- vitin um þjóðina út frá því,“ segir hún, en flestir skiptinemanna eru frá Norður-Evrópu og Norður- Ameríku. Þóra bætir því að lokum við að flestir skiptistúdentanna haldi heim að ári liðnu meðan aðrir doki við. „Sumir kjósa að bæta við sig einu eða tveimur árum og ljúka BA-prófi héðan en allt í allt út- skrifast að meðaltali um átján manns á ári með BA-gráðu úr deildinni.“ mhg@frettabladid.is Þóra Björk Hjartardóttir, dósent við Háskóla Íslands, segir íslensku fyrir útlendinga vera kennda á sama hátt og annað erlent tungumálanám við háskólann. Fá útrás fyrir ævintýramennsku MENNTASKÓLI BORGARFJARÐAR TEKUR TIL STARFA Í HAUST. Í hinum nýja skóla verða ekki haldin annarpróf um jól og vor eins og tíðkast í flestum framhaldsskólum. Þess í stað verður áhersla lögð á símat árið um kring. Önnur nýjung er að nám til stúdentsprófs miðast við þrjú ár, en það er í samræmi við nýja náms- skrá. Skólinn er einkaskóli og gefst áhugasömum kostur á að gerast hluthafar í honum á heimasíðu hans, menntaborg.is. EFTIR HELGI RENNUR ÚT UMSÓKNARFRESTUR Í FRAMHALDSSKÓLA LANDSINS. Af því tilefni verða nokkrir skólar með opið hús þar sem gestum og gangandi býðst að ræða við starfsfólk og nemendur skólanna. Menntaskólinn á Akureyri er opinn á laugardag, Menntaskólinn í Reykjavík á sunnudag og Verzlunarskóli Íslands á mánudag. UNDANFARIN ÁR HEFUR MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ EINN BOÐIÐ UPP Á NÁM TIL STÚD- ENTSPRÓFS Á ENSKU. Næsta haust verður breyting þar á þegar Verzlunarskóli Íslands tekur í notkun slíkt nám. Verður það þó frábrugðið náminu í MH þar sem áhersla verður lögð á viðskiptafög ásamt alþjóða- og menningarfögum. Menntaskólinn á Ísafirði Innritun fyrir haustönn 2007 lýkur á miðnætti 11. júní. Innritun í Menntaskólann á Ísafirði stendur til miðnættis 11. júní 2007. Innritunin er rafræn og framkvæmd gegnum netið. Sótt er um á menntagátt.is. Umsóknarfrestur um dreifnám í einstökum áföngum er til 24. ágúst. Gögn um fyrra nám sem skráð eru í Innu fylgja umsókninni sjálfkrafa. Önnur viðeigandi gögn þurfa að berast skólanum áður en umsóknarfresti lýkur. Skólinn býður upp á fjölda námsbrauta í bundnu áfangakerfi: Bóknám til stúdentsprófs: Félagsfræðabraut Náttúrufræðibraut Viðskipta- og hagfræðibraut Tónlistarnám er metið sem kjörsvið Annað bóknám: Almenn námsbraut Nýbúabraut Starfsbraut Starfsnám: Sjúkraliðabraut Verknám: Grunnám bíliðna Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Grunnnám hár- og snyrtigreina (4 annir) Grunnnám málmiðngreina (4 annir) Grunnnám rafiðngreina (4 annir) Húsasmíði (sveinspróf) Stálsmíði (sveinspróf) Vélstjórnarbraut, 1. og 2. stig Almennt meistaranám að loknu sveinsprófi Viðbótarnám til stúdentsprófs Góð aðstaða er á heimavist. Tíu einstaklingsherbergi eru með sturtu og snyrtingu, þar af tvö sem geta verið tveggja manna, 24 einstaklingsherbergi eru með sameiginlegu baði og salerni fyrir hver sex herbergi. Við skólann er mjög gott mötuneyti. Þar fá íbúar heimavistar þrjár máltíðir á dag, en aðrir nemendur geta keypt þar hádegismat. Nánari upplýsingar eru að finna á vefsíðu skólans www.misa.is eða í síma 450-4400.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.