Fréttablaðið - 08.06.2007, Síða 82

Fréttablaðið - 08.06.2007, Síða 82
 Það eru sjálfsagt flestir sparkspekingar sammála því að Ísland og Finnland ættu að eiga svipuð sterk knattspyrnulands- lið karla. Finnar hafa þó yfirleitt staðið sig betur á alþjóðavettvangi hverju sem það sætir þó svo að Ís- land hafi á sínum stærstu stund- um verið fyrir ofan Finna á styrk- leikalista FIFA. Ef nánar er rýnt í liðin kemur í ljós að þau eiga margt sameigin- legt. Hvorugt hefur komist á úr- slitakeppni stórmóts og undan- farin ár hefur það verið yfirlýst stefna að blanda sér í hóp þeirra landa sem berjast um sæti á stór- móti. Síðustu ár hefur Finnum geng- ið mun betur í þeirri baráttu en Ís- lendingum. Um svipað leyti, í árs- byrjun 2006, tóku nýjir menn við stjórnartaumunum í karlalands- liðum landanna. Eyjólfur Sverr- isson stýrði sínum fyrsta leik sem þjálfari íslenska landsliðsins og Englendingurinn Roy Hodgson tók við Finnum. Finnar ákváðu að liðinu væri best borgið með erlendan þjálfara við stjórnvölinn og náðu því hinn mjög svo reynda Hodgson sem gerði garðinn frægan með lands- liði Sviss á tíunda áratugnum. Hann kom Sviss á bæði HM 1994 og EM 1996. Það er saman hvar niður er komið á þessum átján mánuðum þegar árangur liðanna er borinn saman. Finnland hefur leikið mun fleiri æfingaleiki, unnið fleiri sigra, skorað fleiri mörk og fengið á sig færri mörk. Finnar eru með fjórtán stig í sínum riðli í undan- keppni EM, Ísland með fjögur. Á meðan íslenska liðið var nið- urlægt í Stokkhólmi unnu Finnar afar góðan sigur á Belgum, 2-0. Timo Jarvio, íþróttablaðamaður á Helsingin Sanomat, einu stærsta dagblaði Finnlands, segir að það ríki jákvætt andrúmsloft í kring- um finnska landsliðið. „Þetta hefur gengið upp og ofan en í dag er stemningin afar góð. Hodgson hefur þurft að gera ýmsar breytingar á liðinu og komið með mikið af yngri leikmönnum í liðið sem hefur reynst vel. Menn eins og Jari Litmanen er kominn vel á aldur og er þar að auki alltaf meiddur og því hefur hann þurft að byggja upp nýtt lið án hans.“ Gegn Belgum vantaði marga sterkustu leikmenn Finna. Sami Hyypia var í banni, Litmanen og Teemu Tainio hjá Tottenham meiddir. Íslendinga vantaði gegn Svíum þá Eið Smára Guðjohnsen (í banni), Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson (meiddir). Jarvio var gáttaður þegar talið barst að íslenska liðinu. „Mér hefur alltaf fundist að Ísland hafi átt betri leikmenn en við Finnar. Samt virðist það sjaldan skila sér í bættum árangri íslenska lands- liðsins.“ Í ársbyrjun 2006 var skipt um landsliðsþjálfara á Íslandi og Finnlandi. Eyjólfur Sverrisson var ráðinn hér en Roy Hodgson tók við Finnum. Samanburður á gengi liðanna síðan þá er vægast sagt neikvæður fyrir Ísland. John Fredriksen, áttundi ríkasti maðurinn sem búsettur er á Bretlandseyjum, vill samkvæmt fréttum á Englandi og heimalandi sínu Noregi, ólmur eignast Tot- tenham Hotspur. Til þess þarf hann að reiða fram yfir 200 millj- ónir punda til ENIC sem á 66% hlut í félaginu eftir að gengið var frá kaupum á hluteign Alan Sugar í gær. Tor Olav Trøim, hægri hönd Fredriksen, dró úr fregnunum við norska fjölmiðla í gær. „Við höfum meira en nóg með eina fjárfestingu í knattspyrnu,” sagði Trøim en Fredriksen á hlut í Vål- erenga. Gæti boðið í Tottenham Peter Kenyon, stjórnar- formaður Chelsea, segir að félag- ið ætli sér að kæra Real Madr- id til FIFA. Aðdragandinn er sá að Real lýsti því yfir í gær að það hefði sett sig í samband við Arjen Robben um að hann kæmi hugs- anlega til Spánar í sumar. „Við vitum að forráðamenn Real Madrid hafa verið að tala við Arjen. Að því gefnu munum við skrifa FIFA og biðja það að rannsaka ólöglegar starfsaðferð- ir Real Madrid,“ sagði Kenyon í gær. Ætla að kæra Real Madrid Sænska pressan hefur gert mikið grín af íslenska lands- liðinu eftir frammistöðuna á Råsunda-vellinum í fyrrakvöld og á fleirum en einum stað mátti finna umræðu um hvort að svo- kallaðar C-þjóðir eigi að fara í sér- staka undankeppni. Það þarf ekki að taka það fram að þeir skella ís- lenska knattspyrnulandsliðinu í hóp slökustu þjóða álfunnar. Það er kannski ekki auðvelt að alhæfa um hvaða þjóðir teljist vera í hópi C-þjóða en ein leiðin er að skoða hvaða þjóðir hafa stein- legið oftar en einu sinni í undan- keppninni sem stendur nú yfir. Að steinliggja í leik telst hér vera að tapa leik með fjórum mörkum eða meira. Eftir 0-4 tap gegn Lettum og 0-5 tap gegn Svíum er íslenska landsliðið í hópi með aðeins sex öðrum þjóðum. Fjórar af þessum þjóðum er enn stigalausar í undan- keppninni og ein þeirra hefur ekki náð að skora eitt einasta mark í sjö leikjum. Þær þjóðir sem standa best eru Ísland og Liechtenstein sem hafa báðar hlotið fjögur stig í 7 leikjum. Lúxemborg gæti vel talist til þessa hóps en liðið hefur ekki tapað með meira en þremur mörkum þrátt fyrir að hafa tapað öllum sjö leikjum sínum. Sex þjóðir steinlegið oftar en einu sinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.