Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 08.06.2007, Blaðsíða 80
 „Ég veit í alvörunni ekki hvers konar leikur þetta var. Ég hef séð Svíþjóð leika gegn Mold- óvíu, Liechtenstein, Maltu og San Marínó – en aldrei hef ég séð jafn hrætt og skelkað lið eins og ís- lenska landsliðið. Það mætti til leiks eftir að hafa gert 1-1 jafn- tefli við Liechtenstein og það var ekki minnsti áhugi til staðar að vinna leikinn. Allt snerist um að tapa ekki of stórt og upplifa ekki enn eina niðurlæginguna.“ Þannig skrifar Simon Bank, ein- hver þekktasti íþróttablaðamað- ur Svía, um íslenska landsliðið í Aftonbladet í gær. Hann segir að sænska þjóðin ráði sér vart af kæti eftir 5-0 sigur á Íslending- um í fyrrakvöld en fyrir vikið eru Svíar komnir með annan fótinn inn á EM í Austurríki og Sviss á næsta ári. Máli sínu til stuðnings nefnir hann dæmi snemma úr landsleik Svíþjóðar og Íslands í fyrrakvöld. „Þegar Ísland fékk aukaspyrnu á fínum stað í upphafi leiksins fóru Ívar Ingimarsson, Brynjar Gunnarsson og Hannes Sigurðs- son inn í teiginn til að reyna að skalla boltann að marki. Hinir átta í liðinu urðu eftir heima til að standa vörnina. Lisa Ekdahl hefði ekki verið svo varnarsinnuð í boxhringnum gegn Mike Tyson,“ skrifar Bank. „Þetta var í raun enginn leik- ur. Það var boðið upp á mikið af mörkum, hlægileg marktækifæri og leikmenn brostu sínu blíðasta. Þetta var einn risastór brandari með íslensku vörnina í aðalhlut- verki.“ Og hann heldur áfram á svipuð- um nótum. „Þetta var afar merkilegur leik- ur. Ef leikurinn gegn Dönum hefði verið bannaður börnum var leikur- inn við Ísland á Råsunda þannig að það hefði mátt koma fyrir barna- vögnum, kettlingum og öllu DVD- safni Anders Svensson á vallar- helmingi Svía.“ Hann vitnar svo í tvo leikmenn Svía sem segja ansi margt um upplifun þeirra af leiknum og ís- lenska liðinu. „Ég skil ekki hvað þeir voru að gera,“ sagði Petter Hansson, varn- armaður Svía. „Þeir vildu bara ekki neitt,“ sagði Svensson. Bank lýkur svo umfjöllun sinni á þessum nótum. „5-0. Hvað er hægt að segja við því. Ísland þorði ekki að spila og Svíþjóð þurfti þess ekki.“ Simon Bank er einhver þekktasti íþróttablaðamaður Svíþjóðar. Í umfjöllun sinni um leikinn í Aftonbladet segir hann að hann hafi aldrei séð jafn skelkað lið og Ísland. Liðið hafði engan áhuga á að sigra Svía á Råsunda í fyrrakvöld. Birgir Leifur Hafþórs- son lék fyrsta hringinn á aust- urríska mótinu á Evrópumóta- röðinni í golfi í Vín á einu höggi undir pari í gær. Birgir fékk tvo skolla og þrjá fugla. „Ég er ágæt- lega sáttur við hringinn. Ég lék nokkuð stöðugt golf. Með smá heppni hefði ég alveg getað verið 2-3 betri en það er ekki slæmt að vera einn undir,“ sagði Birgir Leifur við Kylfing.is. „Ég átti fá slæm högg og hitti 15 flatir í tilskyldum höggafjölda. Ég var ágætur á flötunum en hefði vissulega getað sett niður 2- 3 fleiri pútt fyrir fuglum,“ sagði Birgir Leifur. Átti ágætan dag í Austurríki Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, ítrekar að Carlos Tevez sé ekki á leiðinni frá félaginu. Helstu stór- lið Evrópu hafa rennt hýru auga til Tevez sem gaf það til kynna nýver- ið að það sé tími til kom- inn fyrir hann að fara til stærra liðs. „Þetta er mjög einfalt, Carlos Tevez er með samning við klúbb- inn í þrjú ár. Hann er frábær leik- maður og drengur góður. Allir í kringum klúbbinn dýrka hann,“ sagði Eggert um langbesta leik- mann Hamranna á síðasta tíma- bili. Tevez fer hvergi Í kvöld hefst fimmta um- ferð Landsbankadeildar karla með leik Víkings og Breiðabliks í Víkinni í kvöld. Fyrrnefnda liðið hefur komið á óvart í vor og vann til að mynda góðan sigur á KR, 2-1, í síðustu um- ferð. Blikar hafa hins vegar ekki enn innbyrt sigur í mótinu þrátt fyrir að hafa spilað ágætlega í sínum leikj- um. Hjörvar Hafliðason, markvörð- ur liðsins, á við meiðsli að stríða og verður því ekki með liðinu í kvöld. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, hefur fengið danskan markvörð til liðs við félagið en sá heitir Casper Ja- bobsen og kemur frá Álaborg. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Víkingar geta skot- ist upp í annað sæti Taktu þátt! Þú sendir SMS BT BTM á númerið 1900. Þú færð spurningu. Þú svarar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900. hver vinnur! 10. Aðalvinningur! FSC Amilo Pi Core2 Vista fartölva SMSLEIKUR Geggjaðir aukavinningar! Vídeospilari, Sony myndavél, Panasonic tökuvél, Apple iPod Nano/blár, HP Photosmart, GSM símar, Bíómiðar fyrir 2 á THE INVISIBLE og LAST MIMZY,PSP tölvur,Gjafabréf á Tónlist.is,PS2 tölvur, Kippur af Gosi og enn meira af DVD, CD´s, tölvuleikjum og fleira *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Taktu þátt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.