Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 2
Súiíiiúdagur 2. nóvember 1980 Fáeinar laglegar visur úr ýmsum áttum: ySunnan fjalla Hekla hló, henti spott að Þingeyingum " Vetur er genginn^I garð. Það stendur skýrum stöfum i alman- akinu, og sjálf finnum vifi, að það er stundum svalt á morgnana, þegar vio skriðum undan sængun- um og stofuhitanum sieppir. Dag- arnir styttast óðfluga, og það getur verið allra veðra von. Litill skammdegisóður handa fólki að raula verður þess vegna upphaf þáttarins þennan daginn. Visurnar, sem við veljum, eru eftir Pétur Beinteinsson frá Graf- ardal: Kemur vetur, húm og hel hauðurs feta leiðir, krapahret og hriðarél hrannarsetrið greiðir. Loftið skeiða skýin grá, skuggar leiðir fanga, hrfðin breiðir blæju á blárra heiða vanga. Skuggar drynja, vftt um völi veðra dynja sköllin lfkt og hrynji bfan öll isi brynjuð fjöllin. Hvergi vægin ránarröst rifur, fægir drangann. Hávær ægis iðuköst ymja daginn langan. Eins og menn muna lét Hekla á sér kræla i sumar. Það varð þó stutt I umbrotunúm I Heklu i þetta skipti, og svipaði þeim að sumu leyti til Mývatnseldanna á þessu ári, er jafnan hafa kulnað út eftir skamma hrfð. Um þetta háttalag Heklu kvað Ingimundur Einars- son á Selfossi: Norðlenzk orka eldi spjó, upphófstraustá Kröfluþingum. Sunnan fjalla Hekla hló, henti spott að Þingeyingum. Siðan þetta var kveðið hefur Leirhnúkur gosið þar nyrðra, og finnst sumum af Þingeyjarsýslu gengið, ef þaö veröur eina svarið, sem Ingimundi berst að norðan. Flóttamaðurinn Patrick Gervasoni hefur oft verið nefndur siðustu vikur. Frönsk stjórnar- völd hafa tilreitt honum svipaðar trakteringar og Dreyfusi forðum, ef þau koma klónni á hann, en ts- lendingar hafa, aö minnsta kosti um stundar sakir, veitt honum hér hæli. Honum var útveguð vinna hjá byggingameistara, og þegar formlega hafði verið geng- ið frá atvinnuleyfi hans tók hann til starfa (aö visu var sagt I blöö- um, að hann hefði ekki komið til vinnu, en það voru ósannindi, vonandi þó ekki sprottin af ill- kvittni). Urðu fyrstu handtök hans þau að dytta að húsakynnum dómsmálaráðuneytisins, sem nokkru fyrr var að þvi komið að senda hann nauðugan úr landi i franska gúlagið. Um þennan starfa flóttamanns- ins hefur blaöinu verið send visa, og nafn hans þar islenzkað nokk- uð: Hjá Friðjóni allt er nú orðiðsem nýtt, hann átti ekki á þviifku von. Og hver hefur húsið pússað ogprýtt, nema Patrekur Tjörvason? Nú er mikið þrasaö um barna- skatt, sem allt i einu hefur litið ljósdagsins.ogvillenginnvið það kannnast, að hann sé sinn getnað- ur. Þegar meðgöngutiminn er rakinn, berast þó böndin að Matthiasi Mathiesen, sem var fjármálaráðherra og skattalaga- höfundur, er óburður þessi kom undir. Leiðir þetta hugann að góöum visnagerðarmanni, sem heima átti I kjördæmi Matthias- ar, Hjálmari Jónssyni á Hofi á Kjalarnesi, er var maður barn- margur. Hann átti reyndar þvi láni aö fagna, aö krógar hans voru komnir upp löngu áður en Matthias hafði aldur og embætti til skattalagagerðar, og þéss vegna gat hann ósmeykur skrifaö á skattaskýrslúna sina árið 1924: Allur minn er auður hér, engu svo ég halli: Ofurlitið kvæðakver, krakkar átta á palli. Hér má hnýta þvi aftan við, er Andrés Björnsson sagöi eitt sinn, er hann var þingskrifari og vel getur enn átt við, til dæmis þegar þeir fara að afneita barnaskattin- um, sem þeir samþykktu fyrir tveimur árum. Þegar fer I þennan dans, það er gamall siður, ætti að skera andskotans umræðurnar niður. ELECTROUUX HRÆRIVELIN ER FRAMLEIDD EFTIRTILSÖGN HÚSMÆÐRA í 112 ÞJOÐLÖNDUM Ef til vill ert þú ein þeinra! Með því að fylgjast stöðugt með ábend- ingum og kröfum notenda í áratugi hefur Electrolux tekist að framleiða eina full- komnustu hrærivél sem völ er á. Það eru því ehgir nýgræðingar, sem nú senda frá sér nýja gerð hrærivéla. Nýja gerðin er með veggfestingu og bætir því enn við kosti hinnar eldri. Komdu í Vörumarkaðinn og kynnstu Electrolux! K1 Vörumarkaðurinn ht. Og svo verður trúlega á meðan siðirnir eru eftir þeirri formúlu, er Hreiðar Geirdal batt i þessari visu: Oft í þrætur enn vill slá, ertni mætir gremja. Hnefa lætur landinn þá lög og bætur semja. Aþessum timum, þegar gengið sigur og hnlgur, ef það þá fellur ¦ekki hreinlega, er huggun að visu eftir Gisla Helgason frá Skógar- gerði um ósvikna mynt: Æðstu dyggð ef ertu trúr, auðinn þér hún skapar. Það er mynt, sem aldrei úr efsta gengi hrapar. Kristján Olason á Húsavik orti þetta um andann og holdið: Þess hef ég einatt orðið vis og alvarlega stundum goldið, eina leið að ekki kýs andinn skyggni og fávist holdið. Tekið er I og togast á, tiiluin ekki hér um fleira. Veröur oft, aö vægir sá, sem vitið hefur fengiðmeira. Þórarinn Bjarnason orti þetta um viðureign vitsins við annað fyrirbæri: Viröa löngum villir geð vlns of löngu kynni, verða löngum viðsjár með viti og lönguninni. Siðasta visan I þættinum má svo vera þessi,höfundur Bjarni Gislason, Skagfirðingum að upp- runa: Ekki gengur allt I vil, úti er drengja gaman. Það er enginn tlmi til að tala lengur saman. JH Land-Rover eigendur Nýkomið á mjög öxlarframan & öxulflansar Stýrisendar Girkassaöxlar & Kambur & Pinion Hosur Motorpúðar Kúplingsdiskar Straumlokur Bremsubarkar hagstæðu verði: aftan Fjaðrafóðringar Tanklok Girkassahjól Pakkdósir Hraðamælisbarkar Vatnsdælur Kúplingspressur Hj.dælugúmmi M.fl. Sendum i póstkröfu. Bílhlutir h/f Suðurlandsbraut 24 S. 38365. Reykjavik. ÁRMÚLAIa Aðeins það béstá er nógu gott handa börnunum okkar, og þar sem það er einnig ódýrast er sjálfsagt að kaupa það Allt i unglingaher- bergið bjóðum við á bestu afborgunar- kjörum. i ^-..?«i_J: iqpqr»ahöl I »n> Q ^~ Imsh»jða20-St9lj8l4l0-811W *" Sýnwiiahiillinni - Arlúnshöfða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.