Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 4
Sunnudagur 2. nóvember 1980 T**í spegli tímans Marti Caine er ekki ánægö meft útlit sitt. Það er ekki heldur gott að vera horaður Vissulega er ekki gaman aö vera kölluð „fitubolla", en ætli þaö sé nokkuð skemmtilegra aövera kölluð „hrífuskaft"? Mikiö hefur verið rætt og ritað um þaö vandamál að halda réttri líkamsþyngd, en nær alltaf frá sjónarmiði þeirra, sem bera of mikið hold. En hinir eru líka til, sem eru of hor- aðir, og segja læknar þaö oft miklu erfiðara vandamál að eiga við. Oft er það bundið sálrænum erfiðleikum, og er t.d. álitið, að um 1% stúlkna á táningaaldri þjáist af sjúk- dómi, sem nefndur er ,,ano- rexia nervosa", en lýsir sér þannig að þær ástunda megrunarkúra af þvílikri ástriðu, að fyrir kemur að þær verða næringarskorti að bráð og leiðir hann þær jafn- vel til dauða. Sem betur fer, fer þó ekki alltaf svo illa, og segjum við hér frá einni konu, sem hefur lært að lifa með sjúkdómi slnum. Marti Caine heitir hún og er frægur skemmtikraftur i heimaiandi sinu, Bretlandi. Hún segir: — Ég er búin að venjast þvi að vera horuð og nú orðið er það hluti af skemmtiatriðunum minum, en ég er samt ekki enn sátt við það. Sennilega á fólk bágt með að trúa þvi, að þegar ég var um tvitugt, var brjósta- mál mitt 96 cm. En svo varð ég ófrisk og á meðgöngu- timanum léttist ég um 26 kg! Það var allt i lagi með barnið, en siðan hef ég staðið i 45 kilóum og get ekki bæft á mig. Eftir að e'g hafði i fyrsta skipti komið fram i sjón- varpi, var ég miður min og hugleiddi að láta gera Á mér aðgerðtilaðstækka brjóstin, en umboðsmaðurinn minn harðneitaði þvi, hann sagði að það myndi eyðileggja at- riðið mitt. Ég fékk ekki aö ganga lengra en að láta laga & mér nefið! Marti er nú 35 ára og verður að sætta sig við útlit sitt, eins pg svo margur annar. Lj óðelskur lyftingakappi Henni Piu Grengman er ekki fisjað saman. Hún er sænskur kvennameistari i lyftingum, með 280 kg, og auk þesseinn af örfáum virtum þjálfurum af hinu ,,veikara" kyni i ishokki. Hvað gerir þessi afburða kvenmaður i tómstundum sinum? — Yrki ljóð, segir hún. ¦SÖWfatí . (guefiotí — Ég er alveg aö koma. Ég er bara að hengja tepoka til þerris. — Það er best aö fara aö koma sér neim, áöur en Þorlákur gerir ein- hverja vitleysu. — Stjórn fyrirtækisins fer f ram á að fá uppsagnarbréf. — t gær var mér sagt, að þú ættir ekki langt eftir. Hvað kom eiginlega fyrir? krossgáta trr 5 ; m 8 H5s fí mio _ ¦ 9 _ HB±H _¦¦ 3 W 3434. Lóðrétt 1) Smyrsl í þolfalli. 6) Þreytu. 8) Strákur. 9) Gljúfur. 10) Miðdegi. 11) Tind. 12) Rödd. 13) Grjóthlið. 15) Stian. Lóðrétt 2) Sjónlaus. 3) Stafrófsröð. 4) Bölvaði. 5) Griskur löggjafi. 7) Hláka. 14) Muttering. Ráðning á gátu No. 3433 Lárétt 1) Aflát. 6) Rás. 8) Lóa. 9) Ata. 10) Kát. 11) Tak. 12) Tia. 13) Ama. 15) Freri.- Lóðrétt 2) Frakkar. 3) Lá. 4) Asláttar. 5) Blóta. 7) Satan. 14) Me. bridge Vilhjálmur Pálsson og Sigfús Þóröar- son hafa löngum verið óragir viö aö segja haröar slemmur. Hér á eftir fer ein sem þeir tóku i fyrstu umferð Haustmóts Bridgefélags Selfoss. Norður. 1 S. A754 H. D10872 T. A754 L. - Vestur. Austur. S.KD96 S. 10832 H.A65 H.4 . T. D108 T. KG632 L.754 Suður. S. G H. KG93 T. 9 L. ADG10963 L. K82 Sigfús og Vilhjálmur sátu i NS og sagnir gengu þannig: Vestur. Norður. Austur Suður 2lauf pass 2tiglar pass 3 hjörtu pass 6hjörtu allirpass 2 tiglar var gerfisögn og bað suður um að lýsa hendinni nánar. 3 hjarta sögnin var I haröara lagi þvi I raun sýndi hún há- marksopnun. Vestur kom út með spaðakóng og Vil- hjalmur tók á ásinn og spilaði hjarta á kóng. Vestur drap með ás og spilaði spaðadrottningu sem suður trompaði. Hann lagði niður laufás og spilaði lauf- drottningu og trompaði I blindum og spil- aði hjarta á niuna. Siðan spilaði hann laufagosa. 1 fljótu bragði gæti virst betri möguleiki sé að trompsvina laufinu. Það erujúmeirillkurá aðlitur liggi4-2 en 3-3. En núna var búið aö spila litnum tvisvar og laufkóngurinn haföi ekki komiö niður og við þaö breytast likurnar 3-3 legunni I hag. Auk þess hafði vestur sýnt 3 hjörtu átti væntanlega 4eöa 5 spaða og til viðböt- ar hefði austur kannski doblað 2 tígla ef hann ætti þar langlit. Það benti þvi' allt til 3-3 legunnar og Vilhjálmur trompaöi því I blindum og laufkóngurinn kom siglandi. Þá var aöeins eftir að fara heim á hjarta- gosann og leggja upp rest. Við hitt borðiö voru spiluö 4 hjörtu og unnin slétt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.