Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 24

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 24
'32 Sunnudagur 2. nóvember 1980 Kvikmyndahornið Umsjón Friðrik Indriðason Þunglamaleg stríðsmynd Regnboginn Tlöindalaust á vesturvigstööv- unum/AU quiet on the Western Front Leikstjóri: Delbert Mann Aöalhlutverk: Richard Thomas, Ernest Borgnine, Donald Pleas- ence og Ian Holm. Aður hefur verið ráðist i kvik- myndun á sögu Erich Maria Re- marque Tiðindalaust á vestur- vigstöðvunum og eins og i þetta skipti þá er árangurinn misjafn. Myndin nær alls ekki hinum finni punktum sem eru i sögu Remarque og að litlu leyti anda hennar en hinsvegar nær hún vel hörmungum og eymd striðs- ins vegna ágætrar sviðssetning- ar. Söguþræði bókarinnar er fylgt allnáið en i Þýskalandi 1914 tala allir um striðið og vilja fá að vera með áður en öllu lýkur þvi enginn efast um skjótan sigur. ** Þar á meðal eru nokkrir skólafélagar, allir innan við tvi- tugt. Eftir harða þjálfun, undir stjórn fyrrverandi póstmeistara bæjarins (Holm) eru þeir sendir á vigstöðvarnar. Þar kynnast þeir Kat (Borgnine) reyndum hermanni sem fljótlega þurrkar úr huga þeirra allar grillur sem þeir höfðu gert sér um striðið og kemur þeim i skilning um ástandið eins og það er. Striðið dregst á langinn og brátt falla skólafélagarnir hver af öðrum uns aðeins Baumer (Thomas) er eftir auk Kat en siðan fellur sá gamli jálkur og Baumer er skotinn á degi er tið- indalaust er á vesturvigstöðv- unum. Frásögn myndarinnar er þunglamaleg en reynt er að iifga upp á hana með ýmsu móti svo sem heimsókn félaganna til kátra franskra stúlkna. Richard Thomas er þekktur sjónvarpsleikari en hefur lltið sem ekkert sést i kvikmyndum. Hann er hálf utanveltu við hlut- verk sitt en yfirleitt er persónu- sköpun skólafélaganna nokkuð góð. Leikur Borgnine er ágætur enda grunar mig að hann sé mikið til að leika sjálfan sig i þessari mynd. Pleasence og Holm tekst vel að túlka hlutverk sin.annars vegar hinn dæmigerði pylsu-þýskari og hinsvegar hinn smásmugulegi embættismaður sem fengið hafur allt of mikil völd. 1 heild er myndin aðeins skuggi af bókinni en eins og áö- ur greinir tekst henni vel upp i lýsingu á hörmungum og eynd skotgrafanna. Friðrik Indriðason Ódýr Bond Stjiii ¦niiliiii Lausnargjaldið/ Billion dollar threat Leikstjóri Barry Shear Aðalhlutverk Dale Robinetta, Patrick Macnee og Ralph Bell- amy Myndin er ódýr útgáfa af James Bond kvikmynd og fylgir þeirri formúlu i smáatriðum. Sand (Robinette) er einn af þessum huggulegu leyniþjón- ustunáungum sem hefur svar við öllum aöstæðum i skyrtu- erminni og kvenmenn falla fyrir i röðum. Hann fær það verkefni hjá þessum venjulega harð- soðna yfirmanni sinum (Bell- amy) að grennslast fyrir um fljúgandi diska i nágrenninu. Verkefnið snýst fljótt upp I að koma fyrir kattarnef brjáluð- um glæpamanni sem ætlar að kúga heiminn til að borga sér billjón dollara annars eyði hann osón-laginu. Eins og I öllum Bond-mynd- unum þá & hetjan mest I höggi við handbendi aðalillmennisins (Oddjob I Goldfinger, Jaws i tveim siðustu Bond-myndum) sem i þessu tilfelli reynist vera buffkaka með stálhendi, og eins og alltaf endar sú barátta með sigri hetjunnar. Ljósi punkturinn i þessari mynd er leikur Patrick Macnee i hlutverki hins brjálaða „of- ur-glæpamanns" en hann einn er þess virði að sjá þessa mynd. Auk ofangreinds þá er i myndinni þessi venjulega blanda af fögrum kvenmönnum, ofbeldi og skemmtilegum kar- akterum en útkoman verður eins og áður greinir, ódýr Bond. Friðrik Indriðason. Nýjar kvikmyndir Háskólábió Jagúarinn. Þetta mun vera vestræn útgáfa af svonefndum kar- ate-myndum og þvi meira lagt I hana en aðrar sllkar. Söguþráður- inn er svipaður, einn ósigrandi karate-kappi á móti ofurefli liðs. Mikið um hasar og ofveldi. Leikstjóri er Ernest Pintoff, kar- ate-kappinn er Joe Lewis. Hafnarbió. Girly. Nokkuð athyglisverð hrollvekja um undarlega fjölskyldu. Tdmstundagaman þessarar fjölskyldu er óvenjulegt svo ekki sé meira sagt en best er að segja ekki of mikið til að ræna ekki áhorf- andann ánægju af að finna það út. 1 aðalhlutverkum eru Vanessa Howard og Michael Bryant. Tónabló Piranha. Mannætufiskar I torfum hrella saklausa baðgesti. Mikið af blóði en hetjan bjargar þessu eins og fyrri daginnLeikstjóri er Joe Dante og I aðalhlutverkum eru Bradford Dillmann og Keenan Wynn. i#» •* f Reykjavíkurprófastsdæmi 40 ára Með lögum nr. 76 frá 7. mai 1940 var Reykjavlkurprófasts- dæmi stofnað, en fram að þeim tim haföi Reykjavik verið hluti Kjalamessprófastsdæmis. Var hið nýju prófastsdæmi látið ná yfir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog og hefur sú skipan haldizt sfðan. Og um mánaðar- mótin september-október var boöað til fyrstu fundanna I söfn- uðunum, sem stofnaðir voru með prófastsdæminu, en það eru Hallgrims, Laugarnes og Nessöfnuöir. Þó hafði áður verið hafiö starf i Laugarnesinu i tengslum við Dómkirkjusöfnuð- inn, og fyrstu messuna þar I hverfinu flutti séra Garðar Svavarsson 13. desember 1936. Eftir kosningar I hinum nýju prestaköllum 15. desember, voru skipaöir sóknarprestar I Hallgrlmssöfnuði, séra Sigur- björn Einarsson og séra Jakob Jónsson, I Laugarnesi séra Garöar Svavarsson og I Nes- söfnuði séra Jón Thorarensen. Tóku hinir nýju prestar við em- bættum slnum i ársbyrjun 1941, og fyrsti héraðsfundur hins nýja prófastsdæmis var haldinn 25. marz 1941. Dómprófastur I Reykjavlkur- prófastsdæmi var skipaður 4. marz 1941 séra Friðrik Hall- grlmsson, en hann haföi veriö prófastur I Kjalarnesprófasts- dæmi frá 27. marz 1938 og gegndi hann prófastsstörfum til 1. desember 1945, og þá tók við af honum séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup. 1. júli 1951 var séra Jón Auðuns skipaður dóm- prófastur og 18. aprll 1973 tók séra óskar J. Þorláksson við af honum, en núverandi dómpró- fastur, séra Óalafur Skúlason, var skipaður frá 1. nóvember 1976. Um leið og prófstsdæmið var stofnað var fitjað upp á þvl ný- mæli að gera ráö fyrir svo- nefndu Safnaðarráði, sem i skyldu vera prestarnir, for- menn sóknarnefnda og safnað- arfulltrúar. Skyldi ráðið koma saman eins oft og þurfa þætti og fjalla um kirkjuleg nýmæli og skipulagsmál innan prófasts- dæmisins. Hefur Safnaðarráð haldið fundi samhliða héraðs- fundum, sem eru einu sinni á ári ogfjalla m.a. um reikninga safn- aðanna og annað þess háttar. Hefur reyndar komið til tals að fella héraösfund undir aðalfund Safnaðaráðs og mundi að þvi nokkur hagræðing. A vegum Safnaðaráðs starfa nokkrar nefndir, fjalla þær m.a. um æskulýðsmál og er formaður hennar séra Karl Sigurbjörns- son, fjármál safnaða og er Her- mann Þorsteinsson formaöur hennar, og nýskipaðar eru tvær nefndir, er önnur þeirra undir forsæti dr.Björns Björnssonar að athuga með fjölskylduráð- gjöf, á vegum safnaða og pró- fastsdæmis, en hin var skipuo eftir höfðinglega gjöf Gisla Sig- urbjörnssonar og konu hans til að vinna að málefnum aldraðra I prófastsdæminu, en formaður þeirrar nefndar er Arni Gunn- arsson, alþingismaður. Fjárskortur hefur háð mjög starfi safnaðanna sem prófasts- dæmisins og komið I veg fyrir þaö, að reynt sé að beina safn- aðarstarfinu inn á ennþá fjöl- breyttara svið. Þó er alltaf verið að reyna ýmislegt, og mikil bót var að þvi, þegar fjárveiting fékkst til þess að ráöa skrif- stofustúlku I hálft starf á vegum prófastsdæmisins og hefur reynslan sannað, að þetta var ekki aðeins mikill léttir, heldur nauösynlegt til samræmingar og auðveldunar á starfi presta og safnaða. Og mundi að visu ekki þykja mikið I borið, enda þótt prófastur og hinir 18 aðrir prestar, auk safnaöanna, hefðu aðgang að slikri skrifstofuað- stoð fimm morgna I viku. Þessara timamóta I sögu Reykjavikurprófastsdæmis og safnaðanna þriggja verður minnzt á margvlslegan hátt. A sunnudaginn var voru hátlðar- samkomur á vegum Hallgrims og Nessafnaða og á sunnudag- inn kemur, hinn 2. nóvember i Laugarneskirkju. Þá munu prestar einnig við guðsþjónust- ur á sunnudaginn kemur minna á málefni prófastsdæmisins og siðdegis verður efnt til hátiðar- samkomu I Bústaðakirkju fyrir presta og sóknarnefndir auk nokkurra gesta, þar á meðal kirkjumálaráðherra, biskupa og oddvita borgarstjórnar Reykjavikur og bæjarstjórna Kópavogs og Seltjarnarness. A samkomunni verður ýmislegt rifjað upp úr sögu prófastsdæm- is og safnaða, auk þess sem tón- list verður flutt og veitingar frambornar. Eru sllk mót og samkomur ágætt tæki til efling- ar samstöðu og virkjunar safn- aðanna allra til hinna stærri átaka. (FrádómDrófasti). Allurakstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar gÉUfcií i ROAR FrÁÐ Auglýsið i Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.