Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. nóvember 1980 3 Oddný Guðmundsdóttir: Orðaleppar (Umskiptingar) Fyrir löngu heyrði ég það, að orðié hundleiðinlegur sé dregið af hundrað; eins og þegar sagt er hundmargur og hundvís (margvís), og eigi orðið ekk- ert skylt við hunda. Blaðamaðurinn, sem fyrstur notaði orðið hrútleiðinleg- ur, hefur ekki vitað þetta, en skop- skynið margumtalaða hefur sagt hon- um, að fyndnara sé að kenna leiðindi við hrúta en hunda. Jafnléleg fyndni væri að segja kattleiðinlegur eða hrossleiðinlegur. En þar sem hundieiðinlegur á ekkert skylt við hunda, getum við mætavel notað orðið, án þess að móðga hunda- vini og þurfum ekki að vera með dylgjur um blessaða sauðkindina, sem okkur hérna þykir indælasta skepna jarðarinnar. Ég tek líka undir með Halldóri á Kirkjubóli, sem hneykslaðist á því, að blaðamenn nefna kindur stundum skjátur, og tal- aði í bræði sinni um blaðamannaskját- ur. Undarleg árátta er það að útrýma orðum og setja í staðinn önnur ný, sem, þegar bezt lætur, eru nokkurn veginn jafngóð, en langoftast missmiði erkiklaufa. Umskiptingar þessirþykja í húsum hæfir meðal ólík- legustu manna. Óskaplegt er að heyra alþingismenn bera sér í munn staglið um hina ýmsu „pakka". Þegar ég heyrði nefndan „félagsmálapakka", hélt ég, að þetta væri nýjasta f yndnin í þinginu. En „pakkinn" virtist ekki eiga neinn slíkan boðlegan uppruna. Hlýðni er ágætt orð. Þjálfun er lika gott orð íslenzkt. En ekki kann ég við, að menn hlýðniþjálfi hesta, í stað þess að temja þá. Tamningamaður ætti þá að heita hlýðniþjálfari. Hestur er því annaðhvort hlýðniþjálf aður eða óhlýðniþjálfaður. En ekki get ég gizk- að á, hvað hægt er að kalla ótemju, samkvæmt þessu.. Eitthvert dagblað- anna birti i fyrra (eða hitteðfyrra) dálitlar vangaveltur um „hlýðni- þjálfun" hesta. Hér um slóðir halda menn þó áfram að temja þá. Orðið alveg er að leggjast niður. Nú er sagt alfarið. Mér er alveg sama verður: Mér er alfarið sama. Orðið drengur og strákur heyrist æ sjaldnar. Ungviði þetta kallast nú: ponnar, pollar, guttar og gæjar. Rit- höfundur, sem nýlega hlaut verðlaun fyrir barnabók, talar um „polla", þar sem hann segir frá leikj- um barnanna, ekki stráka. Umskiptingar, á borð við þessa, eru einn liðurinn í „þróun málsins". „Gegn um bernskumúriim” AB — Út er komin bók eftir Eðvarð Ingólfsson er nefnist „Gegnum bernskumúrinn”. Eðvarð er 19 ára gamall og búsettur á Hellissandi. Hann stundar nú nám við Menntaskól- ann á Egilsstöðum og mun ljúka þaðan stúdentsprófi næsta vor. Hann hefur starfað mikið að félagsmálum, skrifað leikrit og skemmtiþætti fyrir skóla. Tima- rit hafa einnig birt eftir hann smásögur. Siðastliðiö ár birtist hér i Timanum framhaldssaga fyrir unglinga eftir hann. Nú i haust mun Eðvarð lesa unglinga- sögur eftir sig i Rikisútvarpinu, en hann var aðeins 17 ára gamall þegar hann skrifaði hana. Skáld- sagan „Gegnum bernskumúrinn” er fyrsta verk hans sem kemur út i bókarformi. Útgefandi bókarinnar er Barnablaðið Æskan og segir m.a. á kápubaki bókarinnar: „Bókin „Gegnum bernskumúrinn” er skrifuö af unglingi fyrir unglinga. Hún lýsir á spennandi hátt Eövarö Ingolfsson (iHííiMJM innbyrðis baráttu islenskra ungmenna og átökum þeirra viö umhverfi sitt.” „Fjölskyldan i frjálsu samfélagT AB —Landssamband sjálfstæðis- kvenna og Hvöt, félag sjálf- stæðiskvenna i Reykjavik hafa gefið út bók er nefnist „Fjölskyld- an i frjálsu samfélagi” i tilefni þess að nú eru liðin 5 ár frá kvennafrideginum. Hér er um að ræða greinasafn um málefni fjölskyldunnar, en þær fjalla um ýmis mál sem varða fjölskylduna i nútið og framtið. Höfundar eru 24 konur og karlar úr hinum ýmsu starfs- greinum. yUMFERÐAR RÁO RIMMEL Snyrtivörur Fegrunarvörur VEX Handsápa COLGATC Tannkrem NATUSAN Barnasjampó Eyrnapinnar Sápur Húðkrem SIGNAL Tannkrem DAMIXA Blöndunartæki GUSTAVSBERG FAY AndlitSpuriKur Salernispappír Dömubindi COOP Sjampó Tannkrem Handsápur ST.MICHAEL Hárlakk Hreinsikrem Næturkrem KOPRAL Svitavari Sjampó Sjampó Tannkrem Hárnæring Rakkrem Hreinlætistæki SUNSIIK Sjampó ÚRVAUÐ GERIST EKKIBEIRAANNARS STAÐAR 0 HimiMSr í KAUPFÉIAGINU Tannburstar LTCAMIN Freyðibað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.