Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.11.1980, Blaðsíða 8
Sunnudagur 2. uóvcinber 1980 Björn Bergström, sent vill lifa eins og sænskir bændur gerðu á átjándu öld. Bak viö hann er bjálkakofinn, sem hann byggði, þegar yfirvöldin létu brenna ofan af í fyrravetur, og i trénu hanga snjóþrúgur hans. Einn vildi lifa eins og bændur á átjándu öld og ofan af honum brenndu yfirvöldin í fyrravetur Fólk við sjálfsþurftar- búskap á flótta frá gerviþörfunum Voryrkjur á akrinum. Lovisa öhrström gefur yngsta barninu brjóst. Hvers vegna eru lifshættir okk- ar eins og þeir eru? Hvað stjdrnar klæðaburði okkar, húsagerð, hús- búnaði, öllu þvi, sem við dyngjum á okkur og hlöðum í kring um okkur? Af hvaða hvötum eru sprottin iill hlaup okkar eftir ein- hverju nýju og nýju, dýrara, stærra, iburðarmeira en áður. Ftílk hefur vafalaust á reiðum höndum margvisleg svörvið slik- um spurningum. En þegar öllu er á botninn hvolft, gerum viö okkur samt áreiðanlega ekki sérlega glögga grein fyrir þvf, hvers vegna lifshættir okkar hafa fallið i þann farveg sem orðið hefur. I reynd er lifi okkar stjórnað aö miklu leyti af öflum, sem erfitt er að henda reiður á, og helmingur- inn af þvi, sem kallast þarfir og við erum aö rembast við að upp- fylla, eru gerviþarfir, sem prangað hefur verið inn á okkur, án þess að við áttum okkur á þvi, hvernig við erum höfð aö leik- soppum, úr einhverjum huldu- heimum viðskiptavalds, er hafa hlekkjaö okkur viö þófturnar á galeiðunni með svo snjöllum hætti, að við róum og róum sýknt og heilagt og latum flest eins og við vitum ekki, aö okkur er ekki sjálfrátt. Við sitjum áratugi á skólabekk til þess aö verða sem færust um að uppfylla þessar gerviþarfir og aörar nyjar, sem munu koma til siðar, við stritum ævina á enda til þess að halda i viö aðra og deyj- um að lokum þeim drottnum okk- ar, sem við þekktum aldrei hverj- ir voru. Þegar vel lætur, hefur okkur tekist að koma okkur upp ýmis konar stöðutáknum, gera okkur til i augum annarra, hlaða okkur kastala úr gylltum leir. En utan dyra stendur hamingjan og lifsnautnin, þvi að þeirra vegir eru öðru varðaðir en gerviþörfun- um. Miklu er kostað til. Sá hluti mannkyns, sem fastast treður mylluna, er að þurrausa orku- lindir jarðarinnar og koma málmforða hennar i lóg, eyða skógunum, sem eru lungu hnattar okkar, og eitra umhverfið,loft, lög og svörö, svo að lifinu heldur við tortimingu, þar sem verst er komið. Þeim hlutum jarðarbúa, sem ekki hafa verið boönir á sjálft ballið, er haldið við efnið á sinn hátt. Við hungurmörk, ofan þeirra eða neðan, gegna þeir þvi hlutverki, er áður til kom þrælun- um á ekrunum: Að fóðra sina herra eftir þvi til vinnst. En sam- viska heimsins á hinn bóginn friöuð með þvf að láta þar á móti koma náðarmola, þegar milljónir liggja I valnum. Fast þeir sóttu sjóinn, var sagt um Suðurnesjamenn. Það kostaöi sitt. Það kostar lika sitt að sækja gerviþarfasjóinn, og uppskeran er hin margumtalaða streita, sjúkdómur okkar daga. Allt ér þetta alkunna, þótt flest- irláti sem ekkert sé, og það er fá- titt aö fólk geri meðvitaða upp- reisn gegn þessum llfsháttum hins vestræna heims, en þeim mun tiðara, aö fólk brotni niður, leggiárarlbátfuppgjöf, flýi innl þokuheim eiturlyfja til þess að farast þar. Samt eru þess dæmi að fólk reyni að hasla sér völl utan við hringiðu viðskiptaþjóðfélagsins, sliti sig frá árunum á gervi- þarfagaleiðunni og reyni að hverfa að nýjum liishaUum, sem hvorki eru jafnfrekir á gæði jarðarinnar né mannlega heill og lifsgæðakapphlaupið mikla. Það ereinmittfrá einum slíkum hópi, sem ætlunin er að segja hér á þessum siðum. Skógarnes heitir staður viö Angermanelfi i Svlþjtíð. Þar hefur á síðustu árum risið upp nokkurs konar samvinnubyggð, þar sem stefnt er að sjálfs- þurftarbúskap I megindráttum óháðum lifsvenjum venjulegra Svia. Stofnendur þessarar byggöar keyptu þarna land á þrjU hundruð þúsund sænskar krónur áriö 1974, alls um tvö hundruð hektara, sem voru mestan part sktíglendi. Siðan hefur verið bætt við leigulandi, tuttugu og fimm hektörum. Það er kannski ofsagt, að yfir- völdum hafi verið heldur I nöp við þetta fólk, sem þarna settist að, en ótrú höfðu þau að minnsta kosti á tiltæki þess. Land- búnaðarnefnd héraðsins var treg i taumi, og bar þvi við, að Skógar- nes væri tæpast nógu landmikið til þess, að f jölskylda gæti séð sér þar farborða. NU er þó svo komið, að þar eru tíu fjölskyldur, heimilismenn alls fjörutlu og tveir, þar af tuttugu fullorðnir, en hitt börn og unglingar. Akrar i Skögarnesi höfðu legið I auðner þetta fólk kom þangað, en nú er svo komið, að það lifir að langmestu leyti á þvl, sem jörðin gefur af sér. Búið er að rækta fimmtán hektara að nýju, og nokkurn bústofn hefur fólkið eignast — geitur, nautgripi og hesta. Þó er það ekki að öllu leyti sjálfbjarga, og geta þeir sem ekki bera nægjanlegt Ur býtum við bU- skapinn, átölulaust ráðið sig I vinnu aö vetrinum sér til tekju- auka. En á döfinni er, að koma upp vefstofu og trésmiöaverk- stæði, auka ræktunina og reisa vindmyllu til rafmagnsfram- leiðslu. Allir, sem I Skógarnesi búa, eiga landið i sameiningu, og fyrstu tvö árin var allt sameigin- legt, búrekstur og fjárhagur. Þá bjuggu einnig allir saman. Þetta • þótti ekki hentugt. Þess vegna voru skipti gerð, og nú eru heimilin oröin fimm. Eftir sem áður hjálpast samt allir að við jarðræktina, enda er samhjálp og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.