Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 14.06.2007, Qupperneq 8
„Það er hringt langt fram á kvöld og allan dag- inn,“ segir Sigrún Sigurðardóttir, forsvarskona Vonar, sem er hópur kvenna sem fengu lélegar sílikon- fyllingar fyrir árið 1993. Sigrún fundaði með bandarísk- um lögfræðingum á þriðjudaginn ásamt um þrjátíu konum og segir sífellt bætast í hópinn. Hún finni fyrir miklu þakklæti frá konum, sem sumar vissu ekki að þær ættu rétt á bótum vegna sílikonsins. Ekki síst gleðst Sigrún yfir því sem hún kallar viðhorfsbreytingu hjá læknum, en Sigurður Þor- valdsson lýtalæknir var einn fundargesta. Einnig hafi hún rætt við landlækni. „Landlæknir hefur alltaf verið jákvæður gagnvart okkur,“ segir hún. Sigrún hefur áður lýst meintum trassaskap lýtalækna; þeir hafi ekki geymt upprunamiða sílikon- púðanna, sem eru forsenda bóta. Nú telur Sigrún að hægt sé að finna þessa miða. „Þeir eru einhvers staðar í kerfinu,“ segir hún. Nokkrum konum með sílikon- fyllingar var brugðið við umræðu síðustu daga og höfðu samband við Sigurð Þorvaldsson. „Þær konur sem ég hef haft hjá mér fá sínar upplýsingar,“ segir Sigurður, en hann kannast ekki við meintan trassaskap lýtalækna né að þeir hafi haft „slæmt viðhorf“ gagn- vart konunum. Hringt langt fram á kvöld Frumvarp ríkisstjórnar- innar um að launatekjur sjötugra og eldri skerði ekki greiðslur úr almannatryggingakerfinu var sam- þykkt á lokafundi sumarþings í gær. Lögin, sem taka gildi 1. júlí, kveða á um að atvinnutekjur ellilífeyris- þega og vistmanna sjötíu ára og eldri hafi ekki áhrif á fjárhæð elli- lífeyris, tekjutryggingar, vasapen- inga og vistunarframlags frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Einnig að atvinnutekjur vist- manna sjötíu ára og eldri hafi ekki áhrif á greiðsluþátttöku þeirra í dvalarkostnaði á dvalar- og hjúkr- unarheimilum. Talsmenn stjórnarandstöðuflokk- anna gagnrýndu frumvarpið við lokaumræðu þess í gær og sögðu ríkisstjórnina byrja á öfugum enda í viðleitni sinni til að bæta kjör aldr- aðra. Hagir þeirra sem best hefðu það væru bættir en aðrir sætu hjá. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, kallaði málið frjáls- hyggjukosningaloforð Sjálfstæðis- flokksins og Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði aðgerðirnar ekki stórmann- legar. Meðal annarra mála sem sam- þykkt voru í gær voru þrjú mál er varða verðbréfaviðskipti, staðfest- ing á viðaukasamningi við eigendur álversins í Straumsvík og breyting á skipan Stjórnarráðsins. Snýr hún að sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyta og flutning tryggingaumsýslu frá heilbrigðis- ráðuneyti til félagsmálaráðuneytis. Þing kemur að líkindum næst saman 1. október. Tekjur sjötugra skerða ekki greiðslur almannatrygginga Hvað leggur Hafrannsókna- stofnunin til að veiddar verði margar langreyðar árlega? Hvað heitir forseti Palestínu? Með hvaða knattspyrnuliði leikur Ármann Smári Björnsson í Noregi? Árásargjarn íkorni beit á dögunum konu og tvo menn í bænum Passau í Þýskalandi. Íkorninn féll loks í valinn þegar síðasta fórnarlamb- ið leitaði hefnda og kramdi hann með hækju. Íkorninn stökk inn um glugga í íbúð og sökkti tönnum sínum í konu sem þar býr. Hún sá sitt óvænna og flúði út á götu og náði loks að hrista af sér dýrið. Næst beit íkorninn nærstadd- an iðnaðarmann og loks 72 ára gamlan mann. Þeim síðastnefnda tókst í kjölfarið að drepa íkornann með því að berja hann með hækjunni sinni. Þrennt bitið af óðum íkorna Halldór Blöndal, fyrrver- andi alþingismaður og ráðherra, verður næsti formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Kosið var í bankaráðið á fundi Alþingis í gær. Auk Halldórs eru Erna Gísladótt- ir, forstjóri B&L, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bankaráðinu en fyrir Samfylking- una sitja Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins og fyrrverandi Seðlabankastjóri, og Jón Þór Sturluson hagfræðingur. Jónas Hallgrímsson er fulltrúi Framsóknarflokksins og Ragnar Arnalds fulltrúi VG. Halldór Blöndal næsti formaður Með 5 þrepa sjálfskiptingu. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 7 4 8 0 KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. isKIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ SKIPTA Keyrðu inn í sumarið á nýjum Sorento 3.645.000 kr. KIA Sorento – fullbúinn alvörujeppi Sumarpakki Dráttarbeisli, sumar- og vetrardekk innifalin í verði KIA Sorento með ríkulegum staðalbúnaði • hátt og lágt drif • 5 þrepa sjálfskipting • ESP stöðugleikastýring • öflug 170 hestafla dísilvél • ný og glæsileg innrétting • hraðastillir (Cruise Control)* • 16" álfelgur • þakbogar • vindskeið og þokuljós • 3.500 kg dráttargeta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.