Fréttablaðið - 14.06.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 14.06.2007, Síða 24
[Hlutabréf] Hagvöxtur á fyrsta fjórðungi árs- ins var svo til enginn en lands- framleiðsla dróst saman um 0,1 prósent á tímabilinu á milli ára að raunvirði, samkvæmt nýjum tölum sem Hagstofan birti í gær. Mestu munar um samdrátt í þjóðarútgjöldum upp á 9,6 prósent á milli ára. Á móti jukust utanrík- isviðskipti um 17 prósent á tíma- bilinu á meðan innflutningur dróst saman um 12 prósent. Einkaneysla er stór liður í hag- vaxtartölum Hagstofunnar en neyslan dróst saman um 1,2 pró- sent á milli ára. Munar miklu um 25 prósenta samdrátt í bílakaup- um. Einkaneyslan hefur vaxið sam- fellt frá þriðja ársfjórðungi 2002 og segir Hagstofan að með töl- unum nú sé ljóst að þessum sam- fellda neysluvexti sé lokið. Greiningardeild Kaupþings segir samdráttinn talsvert undir væntingum. Gefi það til kynna að peningamálastefna Seðlabankans sé farin að segja til sín og hafi það komið niður á einkaneyslu. Bank- inn gerði ekki ráð fyrir aukinni einkaneyslu vegna samdráttar í bílakaupum. „Þetta kemur svolít- ið á óvart nú þegar væntingar eru í hæstu hæðum og ýmsar vísbend- ingar um kaupgleði,“ segir Þór- hallur Ásbjörnsson, sérfræðing- ur hjá greiningardeild Kaupþings, og bætir við að nýjustu tölur um kortaveltu séu vísbendingar um aukna neyslu. Hann áréttar hins vegar að horfur séu á áframhald- andi samdrætti í bílakaupum og geti það ýtt einkaneyslu niður á næstu misserum. Þórhallur segir horfur á að út- flutningur muni aukast eftir því sem líði á árið og muni aukinn ál- útflutningur leiða vöxtinn. „Við gerum ráð fyrir því að Fjarðarál Alcoa á Reyðarfirði komi sterkt inn á öðrum ársfjórðungi,“ segir hann. Hagstofa Íslands segir samfelldum neysluvexti heimilanna í tæp fimm ár lokið. Félögum sem munu mynda Úrvals- vísitöluna (OMXI15) á seinni helmingi ársins fækkar úr fimmtán í fjórtán. Inn koma Exista, Icelandair Group og Teymi en út fara 365 hf., Alfesca, Atlantic Petroleum og Marel. Þótt 365 uppfylli skilyrði Kauphallar um veltu nær félagið ekki nægjanlegri markaðsstærð. Með nýrri skipan Úrvalsvísitölunnar eykst vægi fjármálafyrirtækja enn frekar. Fjármálafyrirtækin Kaup- þing, Glitnir, Landsbankinn, Straumur- Burðarás, Exista, FL Group og Atorka Group vega um 83 prósent af Úrvals- vísitölunni þegar markaðsvirði félag- anna hefur verið flotleiðrétt. Greiningardeild Kaupþings bendir á að þegar síðast var valið í Úrvalsvísi- töluna í lok nóvember á síðasta ári var vægi fjármálafyrirtækja um 71 prósent. Exista vegur þungt í þessari aukningu en félagið hefur um sjö prósenta vægi í vísitölunni. Hugsanlegt er að aðeins tólf fyrirtæki myndi vísitöluna á næstunni ef yfirtökur á Actavis og Mosaic ganga eftir. Grein- ing Glitnis reiknar með að detti þessi tvö félög út muni vægi fjármálafyrirtækja fara yfir 90 prósent af heildarvægi Úr- valsvísitölunnar. Skráning nýrra félaga í Kauphöllina á næstu mánuðum kann hins vegar að draga úr þunga fjármálafyrirtækjanna. Fjármálafyrirtæki 83% af vísitölu Exista, Icelandair og Teymi koma ný í Úrvalsvísitöluna en 365, Alfesca, Atlantic og Marel detta út. Urð og grjót - Upp í mót ... Meindl Island Pro GTX Flokkun BC „Einn sá allra besti“ Heil tunga og vandaður frágangur. Ótrúlega léttir! Þyngd: 830g (stærð 42). GTX vatnsvörn. MFS fóður lagar sig að fætinum. Vibram veltisóli með fjöðrun. Sérlega góður stuðningur við ökklann. Einnig fáanlegir í dömustærðum, bláir. Verð24.990kr. Meindl Vakuum GTX MF NÝJUNG! MFS „passar betur“ Flokkun B Nubuk leður. Hár gúmmíkantur, meiri ending! MFS fóður lagar sig að fætinum. Gore Tex vatnsvörn. Vibram sóli. Verð22.990kr. Meindl Colarado lady Flokkun B Nubuk leður. Gore Tex vatnsvörn. Multigriff sóli. Þyngd: 750g (stærð 42). Einnig til í herraútfærslu. Tilboð17.990 Verð áður 19.990 kr. Meindl Air Revolution GTX Flokkun B Hönnun sem miðar að hámark öndun. Ótrúlega léttir! Þyngd: 630g (st.37). Gore Tex vatnsvörn. Vibram veltisóli með fjöðrun. Fáanlegir í dömu- og herraútfærslum. Verð22.990kr. Við skiptum skónum hjá okkur í flokka eftir því til hvaða notkunar þeir eru hugsaðir. A: Fyrir auðvelda göngu og daglega notkun • AB: Fyrir göngu á slóðum og láglendi • B: Fyrir lengri göngur og bakpokaferða ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 38 06 2 06 /0 7

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.