Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 25

Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 25
Scanvaegt International, dóttur- fyrirtæki Marel Food Systems frá síðasta hausti, hlaut á sunnudag heiðursverðlaun Friðriks níunda Danakonungs fyrir framúrskar- andi árangur í útflutningsstarfi. Scanvaegt hefur um áratuga skeið lagt mikla áherslu á útflutning og byggt upp þétt net starfsstöðva í öllum heimsálfum. Það var Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottn- ingar, sem afhenti forstjórum Scanvaegt, Lárusi Ásgeirssyni og Erik Steffensen, heiðursverð- launin við konunglega athöfn í Fredensborgarhöll. Heiðursverð- laun Friðriks níunda konungs eru útflutningsverðlaun sem afhent eru árlega. Hinrik prins lofaði ár- angur Scanvaegt í útflutningi en yfir níutíu prósent af starfsemi fyrirtækisins eru nú á mörkuðum utan Danmerkur. Haft er eftir Lárusi Ásgeirssyni í tilkynningu frá félaginu að þetta sé mikill heiður og góð viðurkenning á starfi Scanvaegt á alþjóðamark- aði. Verði hún hvatning til áfram- haldandi vaxtar á heimsvísu. Hinrik prins verð- launar Scanvaegt Velta í smásöluverslun jókst um 1,4 prósent í Bandaríkjunum á milli mánaða í maí, samkvæmt tölum viðskiptaráðuneytis Banda- ríkjanna, sem birtar voru í gær. Vöxturinn hefur ekki verið jafn mikil síðan í janúar í fyrra. Þetta er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meira en greinendur höfðu spáð og slær á áhyggjur manna að sam- dráttur á fasteignamarkaði vestan- hafs og hátt verð á eldsneyti hafi komið niður á einkaneyslu. Að sögn fréttaveitunnar Bloom- berg hefur minnkandi atvinnuleysi, vöxtur í fjárfestingum og launa- skrið dregið úr áhrifum samdrátt- arins sem vofði yfir bandarísku efnahagslífi eftir skell á fasteigna- lánamarkaði vestanhafs í mars. Útlit er því fyrir öllu meiri hag- vöxt á yfirstandandi fjórðungi og vísbendingar um að hann verði í efri mörkum spár greinenda. Það getur haft í för með sér að verð- bólga aukist nokkuð á árinu, að mati Bloomberg, sem þó telur lík- legt að seðlabanki Bandaríkjanna ákveði á næsta vaxtaákvörðunar- fundi sínum í enda þessa mánaðar að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Smásala jókst umfram væntingar ALPARNIR Íslensku göngu- sumarsins garpa Fyrir TNF Pinyon Mid GTX XCR Flokkun A Strigaskór á sterum!! Gore Tex XCR vatnsvörn. Súperléttur gönguskór í léttari notkun. Nubuk leður og nylon. Til í dömuútfærslu. Verð13.990kr. Meindl Main Mid GTX Flokkun AB Mjúkir léttir og þægilegir. Nubuk leður. Gore Tex vatnsvörn. Þyngd: 520g (stærð 42). Einnig til í dömuútfærslu. Verð15.990 kr. dy 0kr. alög • BC: Fyrir erfiðari göngur og fjallabrölt • C: Fyrir alpagöngur, kletta, ís og brodda SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.