Fréttablaðið - 14.06.2007, Síða 27

Fréttablaðið - 14.06.2007, Síða 27
Sigurþór Þórólfsson, eigandi herrafataverslun- arinnar Karlmanna, segir bestu fötin í hitann vera úr hör og tískulitina náttúrulegri í ár. „Hör er unninn úr stönglum líns og hefur þann eiginleika að krumpast mikið í kulda en ekki í hita. Þannig eru þetta hin fullkomnu sumarföt á hlýjum dögum á Íslandi eða ef ferðast er erlendis, enda anda þau mjög vel og eru sérlega létt og þægileg,“ segir Sigurþór en eftir tuttugu og fimm ára reynslu af því að selja karlmannaföt veit hann orðið lengra nefi sínu. Spurður hverju sé von á í karlatískunni svarar hann að sumarlitirnir séu náttúrulegri en í fyrra, minna um pastel en meira um drapplitað. „Mesta breytingin hefur nefnilega verið í sumar- tískunni. Jakkafötin hafa töluvert þrengra snið og eru gjarnan í ljósum litum, skyrtur köflóttar og bindi einlit og oft mjó,“ segir hann og bendir á að oft breytist karlatískan mun minna en kventískan og fylgi jafnvel oft í kjölfar hennar. „Þetta sést kannski á því að hérlendis ber ekki mikið á áhuga fyrir því að hanna föt á karlmenn. Mjög margir íslenskir fatahönnuðir selja kvenfatn- að sinn í sérverslunum, en það er ekki ein einasta sem selur herraföt.“ Ekki heitt í hör Felguútsala Nýjar og notaðar álfelgur á niðursettu verði. Erum að rýma til fyrir nýrri sendingu, allur gamli lagerinn á því að seljast eins og hann leggur sig. Komdu og skoðaðu úrvalið, hver veit nema þú finnir eitthvað við þitt hæfi. 20-50% afsláttur K ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0, s í m i 5 4 4 5 0 0 0 N j a r ð v í k , F it jabraut 12, sími 421 1399 S e l f o s s, Austurvegur 58 , s ími 482 2722 SÓLNING Skútuvogi 2, sími 568 3080 Nýtt kortatímabil Tilboðið gildir 14. - 16. júní. 3 FYRIR 2 Á ÖLLUM SKÓM ÞÚ FÆRÐ ÓDÝRASTA PARIÐ FRÍTT 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.