Fréttablaðið - 14.06.2007, Page 30

Fréttablaðið - 14.06.2007, Page 30
Kristinn Hjálmarsson fór til Hawaii þar sem hann nældi sér í tvær meistaragráður. Fimmtán mínútum munaði að hann hefði misst af háskóla- náminu. Á köldum janúardegi árið 1997 var Hawaii Pacific University með kynningu á Grand hóteli þar sem lokka átti íslenska nemendur til náms í skólanum. Einn þeirra sem mætti var Kristinn Hjálmarsson. „Ég var frekar tvístígandi og fannst það hæpið að skóli í Hon- olulu væri með alvöru nám,“ segir Kristinn. „Ég ákvað korteri fyrir fundinn að fara og kynningin vakti alla vega næga athygli svo ég fór að skoða málið betur.“ Kristinn aflaði sér heimilda og komst að því að Hawaii Pacific University væri vel metinn skóli í Bandaríkjunum og kennaraliðið væri ekki af verri endanum. „Kenn- ararnir eiga oftar en ekki farsælan feril í viðskiptalífinu að baki en hafa ákveðið að setjast í helgan stein á hlýjum stað,“ segir Krist- inn. „Bandaríkjamenn hætta fyrr að vinna en við, upp úr fimmtugu, en auk þess að hanga á ströndinni kenna þeir í háskólanum.“ Úr varð að Kristinn fór með fjöl- skyldu sinni til Honolulu þar sem hann náði sér í tvöfalda meistara- gráðu, en áður hafði hann klárað BA í heimspeki hér heima. „Þetta var árið 1998 og þarna vorum við í tvö ár, komum svo heim en fórum út aftur í ágúst 2005 og vorum í eitt ár,“ segir Kristinn. „Fyrst lærði ég „Organizational chance“, en þar er fengist við þróun fyrirtækja og stofnana, innleiðingar breytinga á verklagi og vinnu og samræmingu verklags til dæmis þegar fyrirtæki renna saman, svo eitthvað sé nefnt.“ Hin meistaragráðan er MBA- nám í viðskiptafræði. „Ég er reynd- ar ekki alveg búinn, á ritgerðina eftir en hún kemur,“ segir Kristinn og hlær. Eins og gefur að skilja eru Ísland og Hawaii gerólíkir staðir, þó um eyjur lengst út í reginhafi sé að ræða í báðum tilvikum. „Munurinn er kannski ekki svo mikill menn- ingarlega en Íslendingar eru búnir að ferðast svo mikið að þeir eru flestu vanir,“ segir Kristinn og bætir við hlæjandi: „Helsta menn- ingarsjokkið fólst í því hvað þetta var ekkert örðuvísi.“ Ef Kristinn þarf að benda á eitt- hvað sem skilur þjóðirnar tvær að, fyrir utan 20 gráðu hitamun, væri það hraði samfélagsins. „Allt er tekið á „aloha spirit“ − í rólegheit- unum,“ segir Kristinn. „Alls staðar er stoppað og staldrað við og þeir sem fara sér of hratt fá vingjarn- lega aloha-handarhreyfingu og eru vinsamlegast beðnir um að slappa af.“ Samfélag á aloha-hraða Siglinganámskeið verða haldin hjá Brokey í sumar. Siglingar eiga auknu fylgi að fagna hjá Íslendingum. Ýmis sigl- ingafélög standa fyrir námskeið- um á sumrin og eitt þeirra er Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey. Námskeiðin eru bæði fyrir börn og fullorðna en námskeiðin í sumar eru í samstarfi við Sigl- ingafélagið Ými, Kópavogi. Fimm daga siglinganámskeið fyrir krakka á aldrinum 10 til 14 ára verða haldin í Nauthólsvík í sumar. Farið verður í helstu atriði hvað varðar siglingar, öryggisatriði og almenna sjómennsku. Siglinganámskeið fyrir fullorðna er haldið virka daga frá 19 til 21 við Ingólfsgarð, Reykjavíkurhöfn. Kennt er eftir kerfi RYA Compet- ent Crew, fyrsta stigi. Eftir nám- skeiðið eiga þátttakendur að geta siglt á seglbát í vindstyrk allt að 10 metrum á sekúndu, sem áhafn- armeðlimir. Mikil áhersla er lögð á sjóhæfni, vinnu um borð, tækni- lega hlið siglingaíþróttarinnar, öryggisatriði og almenna sjó- mennsku. Kappróðrarnámskeið fyrir alla aldurshópa verða haldin í Naut- hólsvík. Kennd verða undirstöðu- atriði í kappróðri. Farið verður yfir helstu fræðin á bak við íþrótt- ina ásamt tæknilegri hlið hennar. Námskeiðin eru fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Nánari upplýsingar um námskeið- in eru á www.brokey.is Námskeið í siglingum Myndlistarskólinn í Reykjavík er með ýmiss konar sumar- námskeið fyrir börn. Margs konar vikulöng sumarnám- skeið eru í boði fyrir börn hjá Mynd- listarskólanum í Reykjavík. Má nefna námskeið fyrir sex til níu ára börn sem heitir Flygildi-Vængir og verður m.a. kennt vikuna 18. til 22. júní frá klukkan 9 til 12. Í vikunni þar á eftir verður svo í boði annað námskeið fyrir börn á sama aldri sem heitir Hvað býr í skugganum og er það haldið á sama tíma. Myndlist í sumarsól

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.