Fréttablaðið - 14.06.2007, Síða 34

Fréttablaðið - 14.06.2007, Síða 34
 14. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið garðurinn Margrét Frímannsdóttir, fyrr- verandi alþingismaður, er mikill garðunnandi og hefur ræktað upp garðinn sinn í Kópavogi frá grunni eftir að hún keypti hús þar fyrir fimm árum. „Ég ólst upp við garðrækt því mamma var ein af þeim fáu sem reyndu að hafa garð á Stokks- eyri þegar ég var ung. Það var alltaf sagt að það þýddi ekkert að hafa garð við sjávarsíðuna og þrátt fyrir að við byggjum alveg niðri við sjóinn var hún alltaf með blómagarð,“ segir Margrét sem telur sig hafa smitast af blómaá- huga móður sinnar í æsku. „Ég vil alltaf hafa blóm í kringum mig og garðræktin hefur verið mitt helsta áhugamál um árin. Það veitir mér mikla hugarró að fara út í garð til dæmis eftir mikla fundasetu eða annað og það má segja að garð- ræktin sé mín líkamsrækt.“ Margrét flutti í Kópavoginn ásamt eiginmanni sínum fyrir fimm árum og var ánægð með að garðurinn skyldi vera í algjörri órækt. „Það var bara hekkið og nokkur tré svo við gátum skipu- lagt þetta sjálf alveg frá grunni. Núna erum við að klára fram- kvæmdir bak við húsið og reisa lítið garðhús sem maðurinn minn gaf mér í afmælisgjöf á dögunum. Þar ætla ég að geyma verkfærin mín og rækta upp plöntur því mér finnst svo gaman að byrja snemma á vorin að setja niður lauka,“ segir Margrét. Í garðinum hjá Margréti eru nánast eingöngu fjölærar plönt- ur og segist hún vera mun minna fyrir sumarblómin. „Mér finnst það mjög heillandi að fylgjast með blómunum ár eftir ár og sjá þau vaxa og dafna. Það gefur líf- inu svo mikinn tilgang að sjá hvað maður getur ræktað upp og ég hugsa um hverja einustu plöntu eins vel og ég get. Svo er það nátt- úrulega alveg nauðsynlegur hluti af sumrinu að hafa gróðurinn,“ segir Margrét sem þekkir nöfnin á öllum plöntunum sínum. „Í dag eru liljur af öllum teg- undum uppáhaldsblómin mín. Ég er með sextán eða sautján afbrigði af liljum í garðinum hjá mér og mér finnst þær ofsalega falleg- ar,“ segir Margrét en í garðinum má líka finna þrjú eplatré, plómu- tré og kirsuberjatré sem eru farin að blómstra. „Ég þarf bara að fá fleiri hunangsflugur í garðinn hjá mér en það er óvenjulítið um hun- angsflugur og geitunga hér núna,“ segir Margrét sem er líklega einn fárra Kópavogsbúa sem sakn- ar hunangsflugnanna og geitung- anna í sumar. sigridurh@frettabladid.is Hugsar um hverja plöntu Margrét hefur ásamt eiginmanni sínum náð að búa til gríðarlega fallegan garð í Kópavoginum á aðeins fimm árum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Rauðvíðirinn dafnar vel í garðinum og er Margrét afskaplega ánægð með hvað hann hefur náð sér vel á strik. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Lítill og sætur gosbrunnur gægist upp á milli blómanna á sólpallinum og skapar notalegan vatnsnið þegar hann seytlar ofan í litlu tjörnina. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Þessi fallegi engill sómir sér vel þar sem hann stendur á steini og nýtur sín í góðviðrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR BLÓMABOLLI Gaman getur verið að brjóta upp hefðbundið form eins og hönnuðurinn Gitta Gschwendtner hefur gert með blómabollanum. Á mynd lítur hann út fyrir að vera venjuleg- ur kaffibolli með undirskál en í raun er hann stór blómapottur sem Gitta hefur nefnt Plant cup. Bollinn getur bæði staðið innandyra og úti. Þessi skemmtilega hugmynd Gittu hefur óneitanlega á sér dálítinn Lísu í Undralandi brag. Plant cup er til sölu á vefsíðunni thorstenvanelten.com. LÍFRÆN RÆKTUN er í örum vexti og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fólk geri garðinn heima lífrænan. Til þess að garðurinn sé líf- rænn þarf að fylgja nokkrum reglum. Til dæmis má ekki nota skordýra- eitur eða tilbúinn áburð, nema áburðurinn sé lífrænn. Vefsíðan www.org- anicgarden.com er óþrjótandi brunnur upplýsinga um lífræna garðrækt. Upplýsingarnar henta vel íslenskum garðræktendum því þær taka mið af því að sá sem nýtir sér þær getur verið staddur hvað sem er í heiminum. Besta leiðin til að losna við fíflana er að stinga þá upp að vori þegar þeir eru vel sjáan- legir og viðráðanlegri en þegar líða tekur á sumarið. Hægt er að nota kantskera eða svokallaðan fíflabana til verksins en mestu skiptir að ná upp rótinni. Verið er að reyna að minnka eitur- efnanotkun í görðum og þetta er því einfaldasta og besta leiðin. Ráðist á fíflana Family tekkborð með sólhlíf og Helena stólar frá Royal Teak. Fiskislóð 45 • 101 Reykjavík • S-565 3399 • www.signature.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.