Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 12
greinar@frettabladid.is Það þarf þrekmenni til að sitja ráðstefnur. Sérstaklega ef þær eru stórar og langvarandi. Ég var nærri búinn að gleyma þessari lífsreynslu minni, þangað til að ég var sendur sem fulltrúi Alþing- is á þing Evrópuráðsins í Stras- bourg ásamt með alþingismönn- unum Guðfinnu Bjarnadóttur og Steingrími J. Sigfússyni. Þau voru bæði gott kompaní og hagvön að heiman. En þarna áttu sæti rúm- lega þrjú hundruð aðrir virðuleg- ir þingmenn frá öllum Evrópu- löndum, fólk sem tekur sig alvar- lega og hefur það fyrir atvinnu að tala úr ræðustólum. Og þar liggur einmitt hundurinn grafinn þegar ég er að tala um þrekið. Látum vera það sem þarf af úthaldi til að flytja sjálfar ræðurnar en hitt að sitja undir þeim! Drottinn minn dýri. Við vorum, Íslendingarnir, sam- viskusöm að mæta og hlusta og sitja til að koma okkur inn í málin og þetta þing stóð í heila fimm daga og ef menn halda að það sé alltaf skemmtilegt í útlöndum, þá þurfa þeir sömu að hafa bæði yfirnáttúrulegt langlundargeð og ankannalega ánægju af þeirri sjálfspíningu að þykjast vera áhugasamur um öll þau heimsins vandamál, sem hlaðast inn á dag- skrána. Það verður sem sé ekki af Evr- ópuráðinu skafið að það lætur sér fátt óviðkomandi þegar alvaran er annarsvegar, einkum og sér í lagi ef það er alþjóðleg alvara. Meðal mála var að finna réttarhöldin yfir meintum sökudólgum í fyrr- um Júgóslavíu, misnotkun og nið- urlægingu kvenna í auglýsingum og ofsóknir á hendur gyðingum. Ég held að það hafi verið undir tí- undu ræðunni um gyðingana, sem ég gafst upp fyrir Óla lokbrá og hrökk ekki upp fyrr en ég heyrði allt í einu gamalkunnuga rödd að heiman og þar var þá kominn með hátalarann, sjálfur Steingrímur joð þar sem hann lét móðan mása um kvenfyrirlitninguna sem aug- lýsingabransinn og alþjóðafyrir- tækin temdu sér. Þar þekkti ég minn mann og það get ég upp- lýst að hann var hvergi verri á enskunni heldur en í íslenskunni, þegar hann sagði þeim til synd- anna. Og ég glaðvaknaði á samri stundu. Merkilegasta málið sem tekið var fyrir á þessu þingi Evrópuráðs- ins var þó skýrsla laga og mann- réttindanefndar ráðsins (sem ég á nota bene sæti í) um þátttöku nokkurra Evrópuríkja og Atlants- hafsbandalagsins í leynilegum að- gerðum Bandaríkjamanna um flutning, meðferð og fangelsun meintra hryðjuverkamanna. Þessi skýrsla er reyfara líkust. Með vit- und og vilja NATO var lagt á ráðin um flug og fangabúðir, bandaríska leyniþjónustan, CIA, gerir samn- inga við Evrópulönd (Rúmenía og Pólland eru sérstaklega tilgreind) um aðstoð og aðstöðu og flug og flutningar á þessum mönnum (svokölluðum hryðjuverkamönn- um) er skipulagt framhjá öllu venjulegu flugeftirliti. Fangarn- ir eru pyntaðir, sveltir og einangr- aðir og látnir dúsa svo mánuðum og árum skiptir án dóms og laga, án yfirheyrslu, án réttargæslu, án nokkurrar virðingar fyrir mann- réttindum eða lögum. Í skýrsl- unni eru nefnd dæmi um blásak- laust fólk, sem hefur þurft að þola þennan ómannúðlega yfirgang, ýmist fyrir rangar sakir eða grun- semdir um sök og sumir jafn- vel að því einu að vera af tilteknu þjóðerni! Þetta er óhugnanleg lesning. Skýrslan er vel unnin, greinar- góð og sannverðug og verður ekki véfengd. Hún er harður dómur yfir því gerræði, þeirri tvöfeldni að segjast í öðru orðinu berj- ast fyrir frelsi og mannréttind- um og í hinu að hafa að engu lög og rétt og virðingu fyrir lífi ann- arra. Það er smánarblettur á Atl- antshafsbandalaginu að taka þátt í slíku leynimakki, það er mik- ill undirlægjuháttur að ljá máls á að veita bandarísku leyniþjónust- unni aðgang að landi sínu til slíkra óhæfuverka og það er auðvitað Bandaríkjamönnum til ævarandi skammar að beita slíku valdi og yfirgangi. Auðvitað verður að beita hörðu gagnvart hryðjuverkamönnum og skipulögðum samtökum þeirra en slíkt fólk á að draga fyrir dóm- stóla, láta það standa frammi fyrir gerðum sínum og fá refsingu í samræmi við sekt sína og glæpi. Það er kjarni mannréttinda, það er sú virðing sem við sýnum hvert öðru, jafnvel þótt hryðjuverka- menn séu annarsvegar. Enda þótt hin mestu þrekmenni eigi það til að dotta undir heims- ins alvöru, meðal annars ég, þá dró enginn ýsur, þegar þessi skýrsla var á dagskrá. Hún var sönnun þess og vitnisburður að sameiginlegar málstofur lýðræð- isafla og lýðkjörinna fulltrúa eiga stundum rétt á sér. Meðan maður heldur sér vakandi. Að halda sér vakandi S jávarútvegsráðherra hefur ákveðið heildarafla næsta fisk- veiðiárs. Athugasemdir um þá ákvörðun geta í sjálfu sér falist í því eina orði sem gjarnan er ritað á villulausar próf- úrlausnir: Rétt Til viðbótar má segja þetta: Þjóðin hefur aldrei fyrr verið betur í stakk búin til þess að mæta áfalli í sjávarútveginum. Við slíkar aðstæður hefði verið fullkomið óráð að ganga á svig við ráðgjöf vísindamanna um hámarksveiði úr þorskstofninum. Ríkir framtíðarhagsmunir eru þar í húfi. Íslenskir vísindamenn eru í hópi þeirra sem fremst standa í heim- inum á þessu sviði. Þrátt fyrir mikla þekkingu á hafinu og lífríki þess er þó ekki ólíklegt að mannkynið viti meir um yfirborð tungls- ins en fjölþætta leyndardóma undirdjúpanna. Það eru ekki rök fyrir því að sniðganga vísindalega þekkingu. Fremur má segja að það sé áskorun um að bæta hana. Vitaskuld er það rétt að fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vöxt og viðgang lífríkisins í sjónum en fiskveiðarnar. Vísindaleg þekk- ing á þessum áhrifaþáttum er mismikil. Hitt er staðreynd sem ekki verður umflúin að eini þátturinn sem unnt er að stýra er veiðin. Þar af leiðir að skyldur stjórnvalda á þessu sviði eru fyrst og fremst tvenns konar: Í fyrsta lagi að tryggja að vísindastarfið svari eðlilegu kalli tímans. Í annan stað að taka ákvarðanir um nýtingu á grundvelli bestu og víðtækustu vísindalegrar þekkingar sem kost- ur er á. Svar ríkisstjórnarinnar við nýjum aðstæðum er í góðu samræmi við þessi grundvallarsjónarmið. Þrátt fyrir margs konar ágreining um aðferðir við fiskveiðistjórnun sýnist vera nokkuð breið pólit- ísk samstaða um að virða vísindin við heildaraflaákvörðun. Fram- sóknarflokkurinn skipar sér að vísu á bekk með Frjálslyndum að því er þetta varðar. Það er nýmæli og skýr vísbending um pólitíska tæringu. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar kemur efnahagslega niður með mestum þunga á landsbyggðinni. Yfirlýsing um mótvægisaðgerðir í því sambandi er því hvort tveggja í senn rökrétt og nauðsynleg. Eigi aðgerðir af þessu tagi að vera annað og meira en skammtíma linun þjáninga þurfa þær að virka rétt eins og bætt gróðurmold sem nýja- brum getur sprottið upp úr. Að svo miklu leyti sem á þessu stigi er ljóst hvað ríkisstjórnin er með á prjónunum um þetta viðfangsefni sýnist það einmitt miða að þessu. Hjá því verður ekki komist að fresta þurfi framkvæmdum í þéttbýli þar sem efnahagsleg áhrif af niðurskurði þorskveiða eru óveruleg. Að óreyndu verður að ætla að því verði tekið af skilningi. Annað væri óábyrgt. Með engu móti verður því andmælt að undirbúningur þessar- ar ákvörðunar hefur verið vandaður. Þegar löng reynsla af slíkum ákvörðunum er metin er eigi að síður unnt að færa rök fyrir því að umgjörð og farveg þessara ákvarðana megi bæta. Á þessum vettvangi hefur til að mynda verið á það bent að koma megi á fót sjálfstæðu ráðgjafaráði sérfræðinga sem yrði eins konar tengiliður milli vísindamanna og ráðherrans. Slíkt ráð gæti metið vísindaleg gögn frá ólíkum rannsóknarstofnunum, annast ráðgjöf til ráðherra og hugsanlega haft takmarkað ákvörðunarvald. Vísindamennirnir stæðu fjær pólitískum og hagsmunalegum árekstrum og hlutverk ráðherrans lyti meir að langtímastefnu- mörkun. Breytingar í þessa veru gætu styrkt þetta ákvörðunarferli í framtíðinni. Mikilvægið réttlætir aukið umfang. Rétt Aðdragandi þess að nokkur sveitarfélög á Suðurnesj- um ákváðu að nýta forkaups- rétt sinn á hlut ríkisins í Hita- veitu Suðurnesja er óheppileg- ur. Ríkisvaldið hafði ákveðið að selja hlut sinn og við söluna voru þau skilyrði sett að orku- fyrirtæki í eigu hins opinbera mættu ekki gera tilboð í hlut- inn. Þetta skilyrði var sett til þess að koma í veg fyrir að eignarhald á orkufyrirtækjum yrði þrengra en var þegar salan var ákveðin. Forkaupsrétturinn tryggði að ef sveitarfélögin vildu halda hlut sínum gætu þau gengið inn í samningana. Nú virðist það vera að Orkuveita Reykjavíkur hafi gert samkomulag við tvö af þessum sveitarfé- lögum um kaup á hlut þeirra. Þessi ákvörðun Orku- veitunnar er í algeru ósamræmi við þá stefnu sem ríkisstjórnin setti. Reyndar hefur Orkuveitan áður vakið athygli manna fyrir fjárfestingarstefnu sína. Á sama tíma og ríkisvaldið dró sig út af fjarskipta- markaði með sölu Símans fjárfesti Orkuveitan undir forystu R-listans í fjarskiptakerfum og var það rökstutt sem eðlilegur hluti af starfsemi fyrir- tækisins. Fyrirtækið Geysir Green bauð langhæst í hlut ríkisins í hitaveitunni. Forsvarsmenn Geysis Green hafa sagt í fjölmiðlum að fyrirtækið stefni á útrás og vöxt erlendis. Kaup þeirra í Hitaveitu Suðurnesja falla að þeirri stefnu og væntanlega endurspeglast það verð sem fyrirtækið var tilbúið að greiða í þeim áætlunum. Útsvarsgreiðendur, í Reykjavík og í sveitarfélögunum á Suðurnesjum, hljóta að spyrja sig þeirrar spurningar hvort for- svarsmenn þeirra hafi á prjónunum viðskiptaáætl- anir sem standi undir því verði sem þeir hyggjast greiða fyrir þann hlut sem nú er sýslað með. Höfundur er alþingismaður. Fjárfestingar Orkuveitunnar Í skýrslunni eru nefnd dæmi um blásaklaust fólk, sem hefur þurft að þola þennan ómann- úðlega yfirgang, ýmist fyrir rangar sakir eða grunsemdir um sök og sumir jafnvel að því einu að vera af tilteknu þjóðerni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.