Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 78
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Klara Ósk Elíasdóttir hefur setið sveitt við sauma undanfarnar vikur. Hettupeysur eftir Klöru, sem flestir þekkja sem söngkonu í Nylon, eru til sölu í búðinni Fígúru á Skóla- vörðustíg, sem var opnuð í lok maí. Velgengni þeirra hefur verið slík að Klara annar ekki eft- irspurn. „Það hefur ekki verið til peysa í búðinni í svolít- inn tíma, þær fara bara um leið og ég geri þær,“ sagði hún. „Ég hef bara verið í vandræðum með þetta. Efnið sem ég kaupi vanalega var ekki til, ég kláraði það í búðinni,“ sagði Klara, sem segir annríkið þó vera já- kvætt vandamál. Hún segir efn- isskortinn þó nánast hafa verið vel- kominn. „Það var eiginlega ágætt að fá smá pásu þegar efnið kláraðist. Það var svona „bitter- sweet“. Ég gat að minnsta kosti hvílt úlnliðina að- eins,“ sagði hún og hlæjandi. Klara hefur ekki tölu á því hversu margar peysur hún hefur saumað á síðustu vikum. „Það eru einhverjir tugir, það er ekki spurning,“ sagði hún. Nylon kemur fram í Bolungarvík í dag en hefur haft hægt um sig í sumar, svo Klara hefur getað einbeitt sér að saumunum. „Við höfum aðeins komið við og sung- ið á nokkrum stöðum, en það er ekki neitt miðað við hvernig þetta hefur verið,“ sagði Klara, sem átti ekki von á að peysurnar hennar myndu rokseljast eins og raun ber vitni. „Við vorum hæfi- lega bjartsýn þegar við opnuð- um búðina en ég gerði ekki ráð fyrir að þetta færi svona hratt af stað,“ sagði hún og hló við. Hettupeysur Klöru uppseldar „Ég fékk styrk frá Menningarsjóði Glitnis og er með tvö lög í farvatn- inu,“ segir Jón Jósep Snæbjörns- son, betur þekktur sem Jónsi. Ný- lega stóð Icefusion.com og Hótel Glymur fyrir merkilegum vinnu- dögum í Hvalfirðinum þar sem margir af fremstu lagasmiðum þjóðarinnar hittu fyrir virta er- lenda starfsbræður sína. Jónsi hefur hingað til aðallega verið þekktur fyrir söng með Í svörtum fötum en hann ætlar að reyna að koma lagasmíðum sínum á fram- færi erlendis. Hann var nokkuð tregur til að gefa upp hverjir væru efstir á óskalistanum. „En ég samdi þessi lög með Westlife og Beyoncé Knowles í huga,“ sagði Jónsi sem fannst mikið til þessarar ráðstefnu koma. „Ég vann mikið með náunga sem heitir Chris Tomaidis og úti- loka síður en svo eitthvert frekara samstarf við hann.“ Meðal annarra erlendra laga- smiða sem komu hingað til lands voru ´80-hetjan Nick Kershaw og Chesney Hawks auk hins færeyska Teits sem notið hefur töluverðrar hylli hér á landi. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins náðu hinir ís- lensku og erlendu lagahöfundar vel saman í kyrrðinni í Hvalfirði og er allt útlit fyrir að íslenskar lagasmíð- ar eigi eftir að sækja í sig veðrið á erlendri grundu. Meðal annarra sem tóku þátt í vinnu- dögunum var Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, en mörgum þykir það eflaust tíðindum sæta að hann skuli sækja svona námskeið enda verið einn fremsti lagahöfundur lands- ins um árabil og er þekktur fyrir að vilja semja einn síns liðs. „Þetta var svona eins og hraðstefnumót, maður sat í tíu tíma yfirheyrslu og þetta var álíka erfitt og þetta var skemmtilegt,“ segir Guðmund- ur en bætir við að þetta hafi fyrst og fremst verið hálfgerð tilraun af hans hendi. „Svona fyrirkomu- lag er mjög algengt í Bretlandi og ég kynntist þessu aðeins þegar ég bjó þar. Ég reikna nú ekkert frek- ar með því að það verði framhald á svona samstarfi en það komu vissulega tvö eða þrjú frambæri- leg lög út úr þessu,“ segir Guð- mundur. Mikil vinátta tókst með þeim Vigni Snæ Vigfússyni, Sverri Bergmann og Chesney Hawks og Nick Kershaw. Vignir Snær upp- lýsti í samtali við Fréttablaðið að allar líkur væru á því að hann og Sverrir myndu jafnvel halda utan á næstunni til fundar við Chesney og jafnvel Kershaw. „Þetta er allt í bígerð þótt endanlegar tímasetn- ingar séu ekki komnar á hreint.“ Baltasar Kormákur Eiður Smári Guðjohnsen gerði sér lítið fyrir og hélt óvænta afmælis- veislu fyrir konuna sína, Ragnhildi Sveinsdóttur, síðastliðið fimmtu- dagskvöld. Ragnhildur verður þrí- tug á morgun, 8. júlí, en Eiður tók forskot á sæluna og efndi til veislu í garðinum við heimili þeirra í Fossvogi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þar slegið upp stórri útigrillveislu með öllu til- heyrandi, en það var góðvinur Eiðs Smára, sjónvarpsmaðurinn Sverr- ir Sverrisson, sem sá um skipu- lagningu hennar. Auk fjölskyldumeðlima afmæl- isbarnsins og Eiðs Smára mættu knattspyrnumennirnir Ríkharð- ur Daðason, Birkir Kristinsson og Guðni Bergsson í veisluna. Það gerði sömuleiðis Ragna Lóa Stef- ánsdóttir en eiginmaður hennar, Hermann Hreiðarsson, var fjarri góðu gamni ásamt þeim Ívari Ingi- marssyni og Brynjari Birni Gunn- arssyni. Allir þurftu þeir að yfir- gefa landið fyrir skemmstu til að sinna skyldum sínum sem atvinnu- menn í boltanum. Ekki dugði minna en helstu tón- listarmenn þjóðarinnar til þess að spila fyrir gesti. Stefán Hilmars- son, Jón Ólafsson og Björn Jör- undur sáu um það við góðar und- irtektir auk þess sem Hara-systur voru fengnar til þess að líta inn og syngja nokkur lög. Boðið var upp á bæði nauta- og lambakjöt af grillinu, fínasta með- læti, rauðvín og hvítvín. Gest- ir þurftu ekki að ómaka sig við að hella í glösin og bæta á diskana því í veislunni voru þjónar á hverju strái. Hófið þótti afskaplega vel lukkað og skemmtu gestir sér fram á nótt. Ekki fylgir sögunni hvort veislan hafi verið afmælisgjöf Eiðs til konunnar en það má reikna með að hún fái að minnsta kosti eitt- hvert smáræði á sjálfan afmælis- daginn á morgun. Eiður Smári kom eiginkonunni á óvart ÚTRÝMINGARSALA ALLT NÝJAR VÖRUR FIMM VERÐ 100-500 KR FÖT 300-500 KR. GEISLADISKAR 400 KR. SÓLGLERAUGU 200 KR. DVD 400 KR. SOKKAR 3 PÖR 300 KR. SKÓR 200 KR. BÚSÁHÖLD 100-400 KR. LEIKFÖNG FRÁ 100 KR. VÍDEÓ BARNA 300 KR. BÍÓ 100 KR. OFL., OFL., ATH....ALLT NÝJAR VÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 14. SÍMI 8698171 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 12-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.