Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 24
V iltu lofa mér því að hafa þetta ekki of dramatískt?“ biður Tomasz blaðamann. Ekkert „martrað- irnar leita mig enn uppi“ eða „get aldrei litið fjöllin sömu augum“ í æsifréttatón segir hann og brosir. Enda er Tomasz lítt gefinn fyrir að ræða lífsreynslu sína á dramatískum nótum. Neit- aði meðal annars dagblaði hér í bæ viðtali fyrir um tveimur árum þegar fjallað var um snjóflóðin vegna þeirra 10 ára sem liðin voru frá flóðunum á Flateyri og Súða- vík. Tomasz segir að blaðamaður þar á bæ hafi hellt sér yfir hann fyrir að vilja ekki koma í viðtal og hundskammað. Þótt hann hafi ekki verið til í að segja sögu sína þá er hann til í það í dag enda er hún ein af þeim litlu sögum sem enda vel. Þótt snjóflóðið marki djúp spor í ævisögu Tomaszar, endar ævi hans hvorki þar né hefst. Sagan byrjar nefnilega í pólskum bæ, Bialyst- ok, alveg við landamæri Rúss- lands. „Þar sem við bjuggum svo nálægt landamærunum var bær- inn undir talsverðum rússneskum áhrifum. Fyrstu 8 ár ævi minnar bjó ég þar með ömmu og mömmu og minnist þeirra með gleði. Pólsk- ir vetur voru mjög kaldir svo hvað veðurfarið varðar voru viðbrigðin við að flytja til Íslands lítil. Helstu viðbrigðin voru þessi hrikalegu vestfirsku fjöll en ég hafði aldrei séð slík fjöll áður þar sem Pólland er nær eitt sléttlendi.“ Móðir Tomaszar flutti til Íslands ári áður en Tomasz kom til lands- ins og á meðan bjó hann hjá ömmu sinni í Póllandi. Í leit að betra lífi fann hún sig vel á Vestfjörðum og lét svo senda eftir Tomaszi sem kom um 9 ára gamall til lands- ins. „Ég flutti úr pólskri sveit í íslenska sveit, nema sú íslenska var mun smærri í sniðum. Auðvit- að var þetta erfitt fyrst, að kunna ekki tungumálið en ég þakka dvölinni í Súðavík og fólkinu þar hversu vel mér gekk að aðlagast sem og hversu vel ég tala íslensku í dag.“ Enda má ekki heyra á Tom- aszi að hann hafi einhvern tímann ekki kunnað íslensku. „Súðavík var eins og ein stór fjölskylda og allir voru opnir fyrir því að kynn- ast manni og tóku manni opnum örmum. Á þeim tíma var heldur ekkert um þá fordóma gegn Pól- verjum sem eru mun meira áber- andi í dag. Að minnsta kosti varð maður ekki fyrir slíku fyrr en seinna í lífinu. Fólkið fyrir vestan var alveg frábært.“ Tomasz er jákvæður og glaðlynd- ur og smitar jákvæðum straumum frá sér. Hann segist í raun bara eiga góðar minningar frá Súðavík þrátt fyrir það sem gerðist árið 1995, þegar hann vaknaði morg- uninn 16. janúar í snjónum og hélt sig vera að dreyma, eða réttara sagt, staddur í afar langri, rugl- ingslegri martröð. Martröð björg- unarmanna og allra landsmanna var aftur á móti sú, eftir 25 tíma leit, að enginn fyndist á lífi og er björgun Tomaszar því landsmönn- um eftirminnileg. „Við mamma sváfum hvort í sínu herberginu en flóðið lenti þannig á hennar her- bergi að hún gat sjálf bjargað sér úr flóðinu strax í byrjun. Næstu tímana varð hún því að bíða eftir því að ég fyndist. Flóðið hreif mig með sér langa vegalengd og lenti ég á vatnsrúmi úr næsta húsi og það vafðist einhvern veginn utan um mig. Ofan á mig fékk ég svo fataskápinn minn með öllum föt- unum mínum.“ Þessi ótrúlegi vafn- ingur virkaði sem hálfgert hreið- ur fyrir Tomasz, hélt á honum hita og bjargaði lífi hans. „Ég var mjög kalinn þegar ég fannst en hefði getað verið verri. Ég áttaði mig aldrei á því hvað hafði gerst á þessum 25 tímum. Meðvitundin datt út og inn og ég hélt að þetta væri mjög langur martraðar- kenndur draumur. Mér fannst ég fljóta á einhverju, verða sjóveik- ur og var það auðvitað vatnsrúm- ið sem skapaði þá tilfinningu. Sem betur fer eiginlega áttaði ég mig ekki á því hvað gerst hafði meðan ég var fastur í snjónum.“ Þegar Tomasz fannst var hann fluttur til Ísafjarðar þar sem móðir hans beið og dvaldi þar næstu tvær vikurnar. Hann flutti ekki aftur til Súðavíkur og kom þangað fyrst tveimur árum síðar. Hann segist sjálfur ekki hafa haft neinar martraðir á seinni árum, og hlakki alltaf til að fá snjó yfir jól og áramót. Aftur á móti hafi móðir hans skiljanlega alltaf áhyggj- ur þegar veður sé vont og óttist oft um hann. Þau misstu þó mikið af vinum og meðal þeirra 13 Súð- víkinga sem létust í flóðinu voru mæðgur sem þau Vera og Tom- asz leigðu hjá og bjuggu í sama húsi. Stelpan var aðeins tveimur árum eldri en Tomasz. „Ég hugsa þó alls ekki mikið um þessa lífs- reynslu verð ég að segja. Þetta er eitthvað sem gerðist, hluti af minni fortíð, en það er mikilvægt að halda áfram og njóta þess að maður hefur lífið. Ég er þó ekk- ert feiminn að segja frá reynslu minni sé ég spurður og það gerist oft að flóðið í Súðavík berst á tal þar sem ég er staddur án þess að fólk viti að ég lenti í því, það var bara síðast á sunnudaginn sem það var.“ Slíkt hefur líka gerst þar sem Tomasz er nærstaddur og þá sérstaklega verið rætt um „strák- inn sem var fastur í flóðinu í 24 klukkustundir“. „Það er svolít- ið skrítið, jú, þegar maður lend- ir í því en þetta voru það miklar náttúruhamfarir að það er ekkert skrítið að þetta sitji svolítið þungt á þjóðarsálinni. Manni fannst ótrúlegt að sjá hvað þjóðin stóð sterk saman og breyttist þarna í samheldna fjölskyldu. Þetta ár, 1995, með flóðinu fyrst í Súðavík og svo á Flateyri, var mjög erf- itt og þetta hvílir enn hálfþungt á þjóðinni. Flestum þykir því gaman að heyra sögu mína um hvernig ég komst lífs af. Kærastan mín, hún til dæmis hafði heyrt um strák- inn sem lifði flóðið af og var mjög hissa að heyra að það væri ég þegar við vorum að byrja saman.“ Leið Tomaszar og móður hans lá í Kópavoginn eftir flóðið og þar bjó hann næstu árin og gekk í grunn- skóla og svo síðar Menntaskólann í Kópavogi. Það var talsvert erfið- ara að aðlagast í svo miklu stærra bæjarfélagi og Tomasz segir að þau hafi átt fáa að, enda ekki með neina ættingja fyrir sunnan. Þau hafi þó komist í gegnum fyrstu árin og smám saman hafi lífið orðið auðveldara. „Á heimilinu var töluð pólska og við mamma tölum alltaf pólsku okkar á milli. Ég er Pólverji og með pólskan ríkisborg- ararétt en ég er búinn að búa hér meira en helming ævi minnar og lít því á mig sem nokkuð venjuleg- an íslenskan strák. Mér þykir mjög vænt um Pólland og er í miklu sam- bandi við ættingja mína þar en þar ytra eru litlir möguleikar. Þar væri ég líklega ekki staddur í því starfi sem ég er í dag eða með þá mennt- un sem ég fékk hér á Íslandi.“ Tomasz útskrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík fyrr í sumar og fékk strax vinnu sem sérfræðingur á markaðssviði Spron. Hann seg- ist vera kominn í draumastarfið og finnist fátt skemmtilegra en að vakna á morgnana og fara í vinn- una. Námið tók hann með kær- ustu sinni, Berglindi Svansdótt- ur, en þau urðu samferða í gegn- um það frá byrjun og útskrifuðust því bæði sem viðskiptafræðing- ar í júní. „Við Berglind erum búin að vera saman síðan við kynnt- ust í sumarvinnu hjá Frumherja þegar við vorum 18 ára gömul og við erum trúlofuð í dag. Það var frábært að fara í gegnum þetta saman og svo slógum við tvær flugur í einu höggi og unnum BS- verkefnið okkar saman.“ Lokaverkefni Tomaszar og Berg- lindar fjallaði einmitt um aðlög- un Pólverja hér á landi og kom þar margt forvitnilegt í ljós. „Við tókum viðtöl við marga Pólverja sem búsettir eru hér á landi og þar kom meðal annars í ljós, að líkt og reynsla mín er, gekk þeim Pólverj- um sem fluttust í sveit mun betur að aðlagast en þeim sem fluttu beint í þéttbýlið. Í minni bæjun- Þakklátur fyrir að vera til Árið 1995 var lítill pólskur drengur búinn að eiga heima í Súðavík í rúmt ár þegar snjóflóð féll á bæinn og hreif með sér 14 mannslíf. Eftir um sólarhrings leit í snjónum, þegar flestir höfðu gefið upp vonina um að fleiri fyndust á lífi, fannst þessi 10 ára gamli strákur, vafinn inn í vatnsrúm. Í dag er Tomasz Þór Veruson sæll og glaður 23 ára maður, nýútskrifaður sem viðskiptafræð- ingur úr Háskólanum í Reykjavík, og sagði Júlíu Margréti Alex- andersdóttur að hann kynni að meta hvern lífsins dag. Þetta ár, 1995, með flóðinu fyrst í Súðavík og svo á Flateyri, var mjög erfitt og þetta hvílir enn hálfþungt á þjóðinni. Flestum þykir því gaman að heyra sögu mína um hvernig ég komst lífs af. Kærastan mín, hún til dæmis hafði heyrt um strákinn sem lifði flóðið af og var mjög hissa að heyra að það væri ég þegar við vorum að byrja saman.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.