Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 25
Rúm 196x178 cm Sæti SætiFæranlegt matborð Eldhús Bekkur með útdrægu rúmi Rúm 196x122 cm Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Opið mánudaga–föstudaga 8–18, laugardaga 10–16 og sunnudaga 12–16 um og sveitinni urðu Pólverjarn- ir strax hluti af fólkinu sem fyrir var og það varð þeim eins og fjöl- skylda, hjálpaði þeim með tungu- málið og að aðlagast. Í borginni gekk Pólverjunum vel að pluma sig á vinnustað, sinntu vinnu sinni vel og gekk vel að blanda geði við Íslendinga. Þegar vinnutíma lauk voru Pólverjarnir hins vegar frekar týndir því þá slitnaði upp úr samskiptunum, Íslendingarn- ir fóru heim til sín og Pólverjarn- ir til sinna dvalarstaða. Þeir ein- angruðust því frekar og lærðu ekki tungumálið.“ Tomasz segir að honum finnist fordómar gegn Pólverjum vera að aukast mikið í samfélaginu og það sé sorgleg þróun. Erlent vinnuafl sé duglegt, komi hingað til lands til að skila sinni vinnu og sé ein- faldlega að leita sér betra lífs. „Sjálfur verð ég ekki fyrir barðinu á fordómum í dag enda mjög líkur Íslendingi og ég ber það ekki með mér að vera af erlendu bergi brot- inn. Í verkefninu okkar kom í ljós að það er þónokkuð af Pólverjum sem orðið hafa fyrir fordómum og maður er alltaf að heyra einhverj- ar fréttir af Pólverjum sem verið er að hlunnfara eða brjóta á – síð- ast las ég frétt um það á Vísi, þar sem vinnuveitandinn var að níðast á pólskum starfskröftum sínum. Einnig vantar sárlega upplýsingar til Pólverja hvað varðar réttindi þeirra á vinnustað og slíkt. Ég veit að það er verið að vinna í því en það mætti gerast hraðar því þessi hópur stækkar sífellt og í dag eru um 5 prósent íbúa landsins pólskir. Mamma starfar sem túlkur og hún lendir í því að fara í jafnvel fimm útköll á dag, að túlka á læknastof- um og öðrum stöðum. Án þess að geta farið nánar út í það þá eru oft hrikaleg atvik að koma upp.“ En er lífspeki manns sem hefur verið nær dauðanum en flestir ekkert öðruvísi en okkar hinna? „Ég veit það nú ekki. En jú, kannski að því leyti að ég veit að það mun- aði mjög litlu að ég væri ekki hér, í sambúð með kærustunni minni eða á þessum stað í lífinu. Ég reyni því að njóta mín, velja réttu hlut- ina, vil vinna skemmtilega vinnu sem gefur mér eitthvað og gera skemmtilega hluti. Við kærast- an mín ferðumst mikið um landið, erum mikil náttúrubörn og ég er oftast með ljósmyndavélina mína með í för en það er vinna númer tvö – að taka ljósmyndir,“ segir Tomasz glaðlega en hann rekur ljósmyndastúdíó ásamt nokkrum félögum sínum úti á Granda og fæst þar við alls kyns verkefni en hann tekur þó skýrt fram að hann sé áhugaljósmyndari. „Og það er annað, sem kannski er asnalegt að segja frá, en ég er ekki hræddur við dauðann. Hann kemur þegar hann kemur og átti sem betur fer ekki að koma þarna um árið. Þangað til að það gerist ætla ég bara að njóta þess að vera til.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.