Fréttablaðið - 07.07.2007, Síða 25

Fréttablaðið - 07.07.2007, Síða 25
Rúm 196x178 cm Sæti SætiFæranlegt matborð Eldhús Bekkur með útdrægu rúmi Rúm 196x122 cm Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Opið mánudaga–föstudaga 8–18, laugardaga 10–16 og sunnudaga 12–16 um og sveitinni urðu Pólverjarn- ir strax hluti af fólkinu sem fyrir var og það varð þeim eins og fjöl- skylda, hjálpaði þeim með tungu- málið og að aðlagast. Í borginni gekk Pólverjunum vel að pluma sig á vinnustað, sinntu vinnu sinni vel og gekk vel að blanda geði við Íslendinga. Þegar vinnutíma lauk voru Pólverjarnir hins vegar frekar týndir því þá slitnaði upp úr samskiptunum, Íslendingarn- ir fóru heim til sín og Pólverjarn- ir til sinna dvalarstaða. Þeir ein- angruðust því frekar og lærðu ekki tungumálið.“ Tomasz segir að honum finnist fordómar gegn Pólverjum vera að aukast mikið í samfélaginu og það sé sorgleg þróun. Erlent vinnuafl sé duglegt, komi hingað til lands til að skila sinni vinnu og sé ein- faldlega að leita sér betra lífs. „Sjálfur verð ég ekki fyrir barðinu á fordómum í dag enda mjög líkur Íslendingi og ég ber það ekki með mér að vera af erlendu bergi brot- inn. Í verkefninu okkar kom í ljós að það er þónokkuð af Pólverjum sem orðið hafa fyrir fordómum og maður er alltaf að heyra einhverj- ar fréttir af Pólverjum sem verið er að hlunnfara eða brjóta á – síð- ast las ég frétt um það á Vísi, þar sem vinnuveitandinn var að níðast á pólskum starfskröftum sínum. Einnig vantar sárlega upplýsingar til Pólverja hvað varðar réttindi þeirra á vinnustað og slíkt. Ég veit að það er verið að vinna í því en það mætti gerast hraðar því þessi hópur stækkar sífellt og í dag eru um 5 prósent íbúa landsins pólskir. Mamma starfar sem túlkur og hún lendir í því að fara í jafnvel fimm útköll á dag, að túlka á læknastof- um og öðrum stöðum. Án þess að geta farið nánar út í það þá eru oft hrikaleg atvik að koma upp.“ En er lífspeki manns sem hefur verið nær dauðanum en flestir ekkert öðruvísi en okkar hinna? „Ég veit það nú ekki. En jú, kannski að því leyti að ég veit að það mun- aði mjög litlu að ég væri ekki hér, í sambúð með kærustunni minni eða á þessum stað í lífinu. Ég reyni því að njóta mín, velja réttu hlut- ina, vil vinna skemmtilega vinnu sem gefur mér eitthvað og gera skemmtilega hluti. Við kærast- an mín ferðumst mikið um landið, erum mikil náttúrubörn og ég er oftast með ljósmyndavélina mína með í för en það er vinna númer tvö – að taka ljósmyndir,“ segir Tomasz glaðlega en hann rekur ljósmyndastúdíó ásamt nokkrum félögum sínum úti á Granda og fæst þar við alls kyns verkefni en hann tekur þó skýrt fram að hann sé áhugaljósmyndari. „Og það er annað, sem kannski er asnalegt að segja frá, en ég er ekki hræddur við dauðann. Hann kemur þegar hann kemur og átti sem betur fer ekki að koma þarna um árið. Þangað til að það gerist ætla ég bara að njóta þess að vera til.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.