Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 38
hús&heimili „Við hjónin erum búin að búa hér í tæp fimm ár og höfum breytt nán- ast öllum garðinum, nema ásýnd hans frá götunni,“ segir Hildur sem býr að Tjaldanesi 15 í Garða- bæ. „Bak við húsið þar sem áður var stór grasflöt með trjám höfum við 250 fermetra pall og leiksvæði, settum upp skjólvegg og lokuð- um garðinn af. Gerðum hann fjöl- skylduvænni og léttan í umhirðu dags daglega.“ Lóðin er víðáttumikil og tré, rósir og runnar veita þar bæði skjól og prýði. Sumir runnarnir eru byrjaðir að blómstra, til dæmis birkikvisturinn. Eina grasflötin er undir trampólíninu svo sláttur er ekki vandamál á þessum bæ. Allt er vel hirt og snyrtilegt. Hildur segir fjölskylduna nota garðinn mjög mikið og vind- og sól- arátt ráði því hvar dvalið sé hverju sinni. „Garðurinn er bara fram- lenging af húsinu yfir sumartím- ann. Mest erum við þar sem pallur- inn og leiksvæðið er því þangað er gengið beint út úr eldhúsinu,“ segir Hildur en bendir á að hægt sé að ganga út í garðinn á ýmsum stöð- um svo sem úr stofunni og gler- skála sem tengdur er húsinu. Nýbúið er að pússa allan við niður og bera á hann tvær umferðir. Kannski verður þeirri þriðju bætt við. „Ég er með afbragðs málara,“ segir Hildur og bætir við að Garð- list sjái um að snyrta beð og runna. „Ég get ekki sagt að ég sé mikil garðyrkjukona,“ segir hún bros- andi. Mér finnst alveg gaman að taka til hendinni úti við þegar ég er byrjuð en það er ekkert sem ég sækist eftir.“ gun@frettabladid.is Léttur í umhirðu dags daglega 250 fermetra pallar í góðu skjóli mynda gott útivistarsvæði fyrir fjölskylduna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hlaðin beð og hellur eru í hluta garðsins. Ekta leikvöllur fyrir börnin á bænum. Á sólríkum dögum er sett vatn í litlu laugina. Einn af göngunum út í garð. 7. JÚLÍ 2007 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.